Sagnir - 01.06.2013, Page 216
217
flest allir menningarstraumar sem lágu til
Íslands kom smá mynda hefðin frá Dan-
mörku en þangað höfðu smámyndir
borist frá nágranna lönd unum, m.a.
Þýska landi og niðurlöndum.22 Ýmsar
birtingar myndir smá mynda komu fram
á tíma skeiðinu með skír skotun til tísku
og tíðaranda tíma bilsins þótt þær væru
ekki í fullu sam ræmi við hina upphaf-
legu.
aðeins einn míníatúr af íslenskum
manni frá síðari hluta 18. aldar er varð-
veittur í Þjóðminjasafni Íslands. Myndin
er af Þorkeli jónssyni Fjeldsted en hann
er gott dæmi um Íslending sem bjó og
starfaði erlendis öll sín fullorðinsár.
Hann hefur til einkað sér tíðaranda sam-
félagsins sem hann bjó í, meðal annars
að sitja fyrir hjá listamanni og eignast
smá mynd af sjálfum sér.
Þorkell lauk námi í lögum frá Kaup-
manna hafnarháskóla árið 1766. Hann
starfaði sem málflutningsmaður við
Hæsta rétt í Kaupmannahöfn 1766-
1769, var lögmaður í Færeyjum 1769-
1772 og amtmaður á Finnmörku 1772-
1778 og í Borgundarhólmi 1778-1780.
Þá var hann lögmaður í Kristjánssandi
1780-1786 og stiftamtmaður í Þránd-
heimsstifti 1786-1795. Þorkell var
skipaður einn þriggja stjórnenda í aðal-
póst stjórninni (general Postamtet) í
Kaup manna höfn árið 1796 og hann átti
sæti í Lands nefndinni fyrri árið 1770 og
hinni síðari árið 1785.24
Ferilskrá Þorkels staðfestir að hann
komst ungur til metorða og ferðaðist
víða á starfs ferli sínum. af beinum af-
skiptum hans af Íslands málum í Lands-
nefnd unum árin 1770 og 1785 bar hæst
setu hans í hinni síðari, þar sem hann
einn nefndar manna lagðist ein dregið
gegn því að bjargþrota Íslendingar yrðu
fluttir til Danmerkur. Lyktir urðu þær
að farið var að tillögu hans. neyð var
mikil í landinu, m.a. í kjölfar skaftár elda
og móðu harðinda, en viðbrögð ráða-
manna í Kaup manna höfn hafði verið
uppástunga um að senda 10-20 þúsund
bág stadda Íslendinga, svo sem flakkara,
aldraða og forsjár laus börn, til Dan-
merkur.25 Hug myndin komst þó aldrei
í fram kvæmd og er það vísast til Þorkeli
að þakka. sögu legur kjarni er því af
sögunni um þjóðar flutning á jótlands-
heiðar.
Vatnslituð blýantsteikning (13,5x11cm). (Óþek
ktur höfundur). Þorkell Jónsson Fjeldsted (1740
1796) fæddist að Felli í Sléttuhlíð og var sonur séra
Jóns Sigurðssonar og Þorbjargar Jónsdóttur sem var
lögréttumannsdóttir. Hann fór til Danmerkur innan við
tvítugt og kom aldrei aftur til Íslands svo vitað sé. Kona
hans var Anna B. Wildenrath, dönsk ofurstadóttir, og
báðir dóttursynir þeirra urðu stiftamtmenn á Íslandi,
Pjetur Fjeldsted Hoppe árin 18241829 og Þorkell
Abraham Hoppe 18411847.23
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 217 6/5/2013 5:21:21 PM