Sagnir - 01.06.2013, Page 218
219
strauma borgarasamfélagsins í Kaup-
manna höfn.
smámyndin sem næst er sýnd er af
Íslendingnum Magnúsi stephensen
(1762-1833) dóm stjóra sem lét gera
myndina í Kaupmanna höfn. Hann var
alla tíð búsettur á Íslandi en var þó
nokkur heims borgari enda skrapp hann
oft til útlanda. að stúdentsprófi loknu
fór Magnús til Kaupmannahafnar og
lauk þaðan lagaprófi en hann komst
ungur til æðstu metorða sem dyggur
embættis maður Danakonungs. Hann
gegndi stuttlega starfi stiftamtmanns í
kjölfar byltingar jörgensens og hlaut öll
virðingar heiti; síðast var hann titlaður
konferens ráð.29
Magnús var óvenjulega fjölhæfur
maður en umdeildur af samtíma-
mönnum sínum. Ekkert virðist hafa
verið honum óviðkomandi og hann
skrifaði mikið á lífs leiðinni, m.a. ævisögu
sína, gaf út matreiðslu bók og endur-
bætti sálma.30 Magnús var brautryðjandi
upp lýsingar stefnunnar hér á landi og
sonur ólafs stephensen, stiftamtmanns
og valda mesta manns á Íslandi á síðari
hluta 18. aldar.
Þó engar heimildir séu fyrir hendi
um að útlendingar hafi málað míníatúra
á ferðum sínum um Ísland á fyrri hluta
tíma bilsins sem er til umfjöllunar, er
stað fest að hér voru útlendingar á ferð
í upp hafi 19. aldar sem það gerðu.
Einn þeirra var norskur menntamaður,
rudolf Keyser, sem dvaldi um skeið
á Bessa stöðum eins og Paul gaimard
gerði síðar.
Í sviðholti á Álftanesi bjuggu hjónin
ragn heiður Bjarnadóttir og Björn
gunn laugs son og var hann kennari
við skólann þegar Keyser var á landinu
og dvaldi á Bessa stöðum. ragnheiður
sat fyrir hjá Keyser og því liggur beint
við að álykta að kynni hafi verið milli
þeirra Keysers og hjónanna. Myndin er
því trúlega gerð á tímabilinu 1825-1827.
ragn heiður er klædd í dökkan danskan
kjól sem einkennist af ljósum þunnum
fellingum um flegið hálsmálið og virðist
hún vera sveipuð mynstruðu sjali.31
Eirstungumynd (6,3 cm í þvermál) felld í innlagðan
mahoní ramma, gerð í Kaupmannahöfn upp úr 1800
af Andreas Flint. Myndin sýnir Magnús Stephensen
(17621833), dómstjóra og konferensráð. Magnús er in
nan við fertugt á myndinni.
Teiknuð blýantsmynd, frummynd, eftir Rudolf Key
ser. Rammi úr pressaðri málmplötu (8x6 cm, að utan
13x10,8 cm). Ein af örfáum smámyndum sem Rudolf
Kayser teiknaði á Íslandi. Myndin er af Ragnheiði
Bjarnadóttur, eiginkonu Björns Gunnlaugssonar, ken
nara við Bessastaðaskóla frá 1822, stærðfræðings og
kortagerðarmanns.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 219 6/5/2013 5:21:22 PM