Sagnir - 01.06.2013, Side 219
220
Þarna reyndi á teikni hæfileika Keysers
því frá önd verðu var ætíð lagt mikið
upp úr að miðla fatnaði fyrirsætanna
vel og skil merki lega á smámyndum,
sérstaklega hvers konar efnisfellingum,
flauels áferð og mýkt silkis.32 Einnig er
áberandi hvernig listamaðurinn leggur
áherslu á túlkun hársins með margþættri
blýants teikningu.
athyglisvert er að Benedikt gröndal
skáld, skrautritari og listmálari (1826-
1907), sonur sveinbjörns Egilssonar,
rektors Lærða skólans á Bessastöðum,
varð lítið var við myndlist í upp-
vextinum.33 Í æviminningum sínum
verður honum tíð rætt um gleðina sem
frá blautu barns beini yljaði honum
þegar hann teiknaði fugla eða blóm á
pappír. Hann segist aldrei hafa fengið
nokkra til sögn því: ,,ég sá aldrei neinn
mann sem kunni að teikna, ég fann
sjálfur hvernig skyldi fara að“.34 Þarna
var Benedikt um tíu ára aldur á fjórða
tug 19. aldar. síðar ritar hann:
Ég hef sjálfsagt verið farinn að teikna
þá, en ég hafði engar handteikningar séð,
nema eitt lítið blómakerfi og norskan
sveita pilt og sveitastúlku, allt með litum;
en það hafði Keyser gert, sem var hjá
foreldrum mínum fyrir mitt minni …
Keyser teiknaði vel mannamyndir … og
enn man ég eftir einu blómi í sviðholti.35
af þessum skrifum Benedikts að
dæma hefur myndlist varla fyrirfundist
í virðu legustu skóla- og bókmennta-
mið stöð landsins á tímabilinu. Þrátt
fyrir fátæklega myndlist á Bessa stöðum
skorti ekkert á að lögð væri stund á
heims bókmenntir því með fram skóla-
starfi vann faðir hans að þýðingum
ein hverra mikil vægustu fornbók-
mennta verka allra tíma; kviða Hómers,
Ilionskviðu og Odysseifskviðu.36
Ágætt dæmi um skörun dansks og
íslensks menningarheims, sem var svo
algeng, eru hjónin grímur jónsson
(1785-1849) amtmaður og Birgitte
Cecilie Breum (1792-1853). Birgitte
Cecilie giftist grími, sem hafði lokið
lög fræði námi í Danmörku vorið 1808,
og þau bjuggu þar í landi í nokkur ár á
meðan hann starfaði bæði innan hersins
og síðar sem bæjarfógeti.37 Árið 1824
fluttust þau til Íslands, þar sem hann
var skipaður amtmaður í norður- og
vesturamti, og settust að á Möðru-
völlum í Hörgárdal. rúmu ári eftir
heim flutninginn brann ofan af þeim
bærinn. nýtt hús var reist í stað hins
gamla og var það kallað Friðriksgáfa,
vegna þess að Friðrik konungur hafði
veitt fé til byggingarinnar sem varð eitt
stærsta og glæsilegasta hús í landinu.
Þrátt fyrir það festi Birgitte aldrei yndi
á Íslandi og þau grímur fluttu aftur til
Danmerkur og hann varð bæjarfógeti á
ný. Vanda málið var að grímur undi ekki
hag sínum í Danmörku og fór því einn
aftur til Íslands og tók upp fyrri störf
en Birgitte og börn þeirra tíu settust að
í Kaupmanna höfn. Eina barn þeirra
Birgitte og gríms sem fluttist til Íslands
og settist þar að var Þóra Melsteð, sem
stofnaði Kvenna skólann í reykjavík og
varð fyrsti skóla stjóri hans.38
svokallaðar silúettumyndir, sem voru
mikið í tísku á meginlandi Evrópu um
alda mótin 1800, áttu upptök sín í París
og náði myndgerðin á fáeinum árum alla
leið til Íslands. Danir voru mjög hrifnir
af þess konar míníatúrum og myndin
sem hér er sýnd er dæmi um eina slíka.
silúettan (skuggabílæti) af Birgitte er
hvorki tíma sett né signeruð og trúlega
gerð áður en þau grímur fluttu til Íslands
árið 1824, jafnvel töluvert fyrr, því
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 220 6/5/2013 5:21:22 PM