Sagnir - 01.06.2013, Page 220
221
klippi myndin sýnir unga konu sem getur
varla verið yfir þrítugt. gerð smámynda
í silúettustíl var einmitt mest um og upp
úr alda mótunum 1800 í Danmörku.
Mynda smiður sá er gerði silúettuna af
Birgitte hefur verið flinkur með skærin
eins og útfærsla hárgreiðslunnar sannar.
Þar sem gerð klippimynda var mjög
fljótleg og efniviðurinn ódýr voru þess
háttar myndir ekki kostnaðarsamar og
sjaldnast signeraðar en afar algengar og
vinsælar.
síðast en ekki síst er hér birt smá-
mynd af þjóð hetju Íslendinga, jóni
forseta sigurðs syni (1811-1879), en hún
er sjálfsagt að margra mati ein fegursta
smá myndin sem Þjóð minjasafn Íslands
varð veitir. jón var búinn að vera við
Kaup manna hafnar háskóla um fjögurra
ára skeið þegar portrettið var málað.
Hann stundaði nám við skólann fram
á árið 1839, þó ekki hafi hann lokið
embættis prófi, enda var þegar orðið eril-
samt hjá honum vegna sjálfstæðisbaráttu
Íslendinga.39
Árið 1837, þegar jón var ekki nema
26 ára, sat hann fyrir hjá einum frægasta
smá mynda listmálara Kaupmanna-
hafnar, F.C. Camradt, sem sjálfur var
orðinn hálfsjötugur og nánast hættur
að mála míníatúra. Camradt var um það
bil að hefja störf fyrir konunginn við
endur bætur á smámyndasafni dönsku
krúnunnar.40
athyglisvert er að þrátt fyrir að jón
sigurðsson hafi alist upp í sveit á Vest-
fjörðum virðist hann snemma hafa
fallið vel inn í borgaralegt samfélag
Kaup manna hafnar. Hann virðist hafa
tekið þátt í tískusveiflum og öðrum
tíðaranda borgarinnar og var opinn fyrir
að skjalfesta sjálfan sig frá fyrstu tíð en
það sannast á öllum þeim myndum sem
hann lét gera af sér um dagana. Framan
af voru það málverk en síðar voru
teknar af honum fjölmargar ljósmyndir.
smá myndin sem hér er birt er trúlega
fyrsta port rettið sem gert var af honum,
aðeins fáum árum eftir komuna til
borgar innar. Hann hefur verið athugull
í umhverfi sínu og þá þegar búinn að
tileinka sér heims borgara legan lífsstíl,
sem vissu lega hefur opnað fyrir honum
margar dyr í Kaupmanna höfn. Það
sannar smá myndin. Öðru fremur
unni jón sigurðsson íslenskri þjóð og
starfs ævi sinni varði hann til eflingar
þjóðarinnar og uppskar hún síðar með
ríku legum ávöxt.
smámyndin af jóni er einstaklega
fínleg og fagmannlega máluð með
vatns litum á pappír. Ungi maðurinn á
myndinni er sviphreinn og myndarlegur
og ber með sér fágun og höfðinglegan
blæ. Borgaralegur fatnaður hans er látinn
koma vel og skýrt fram að dæmigerðum
hætti míníatúra. Miðað við ljósmyndir,
Smámynd (8,7x6,8 cm. Silúetta). Klippt í svartan pap
pír. Silúettumynd, klippt brjóstmynd af konu Gríms
Jónssonar amtmanns, Birgitte Cecilie (Breum), prests
dóttur frá Jótlandi.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 221 6/5/2013 5:21:23 PM