Sagnir - 01.06.2013, Page 221
222
sem teknar voru af jóni fáeinum árum
eftir að þessi smá mynd var gerð, er ekki
annað að sjá en að myndin líkist honum
og að lista manninum hafi tekist einkar
vel upp.
Að lokum
Myndlistariðkun á Íslandi var í sögulegu
lágmarki á því tímabili sem hér er til
umfjöllunnar, 1770-1840, og má líkja
þessari niðursveiflu við lognið á undan
storminum en skömmu síðar virtist
þjóðin vakna til lífsins eftir hörmungar
fyrri alda. smámyndir þær sem hafa
verið til umfjöllunar hér, og eru
varðveittar í Þjóðminjasafni Íslands og
í einkaeigu, eru allar gerðar af útlendum
myndlistar mönnum og teljast því ekki
strangfræðilega til íslenskrar myndlistar.
Þjóð minja safn Íslands varðveitir
nokkru fleiri míníatúra en þá sem valdir
voru hér til birtingar og í raun voru
einstaklingarnir sem myndirnar miðla
valdir af handa hófi. Öðru fremur voru
smá myndirnar rannsakaðar vegna ólíkra
nálgana á efnivið, útlit, tegund og vegna
marg víslegra túlkana á viðfangsefninu.
Myndirnar eru ólíkar og hver með sínu
sniði, ýmist málaðar með vatnslitum,
eirstunga, teiknaðar með blýanti eða
klipptar út í pappír.
smámyndir voru sannarlega orðnar
að tísku fyrirbrigði í Evrópu á svipuðum
tíma og þær bárust hingað til lands. allt
fólkið sem fjallað hefur verið um var fætt
á um 70 ára tímabili. sá elsti (Þorkell)
var fæddur árið 1740 og sá yngsti (jón
forseti) árið 1811. Við rannsókn á
sögu einstaklinganna á smámyndunum
kemur í ljós að þjóðfélagsstaða þeirra
allra var að mörgu leyti svipuð og fólkið
allt tengdist raun verulega sín á milli.
Flest hafði fólkið dvalið í Danmörku
um árabil og var af „betri bændum“
komið og nánast er fáránlegt að nota
orðið „borgara stétt“ um Íslendinga á
því tímabili er hér um ræðir. Ýtir það
enn frekar undir þá ályktun að hér á
landi, rétt eins og annars staðar, hafi
samfélags hópar oftast tengst innbyrðis.
Þegar þræðirnir milli fólksins eru
athugaðir kemur fyrst í ljós að Þorkell
Fjeldsted lögmaður (mynd 2) var forn-
vinur ólafs stephensen stift amtmanns,
föður Magnúsar stephensen konferens-
ráðs (mynd 4) og Magnús dvaldi vetrar-
langt í góðu yfirlæti hjá Þorkeli og
konu hans í noregi. Vegir Magnúsar
og jörgens jörgen sen ævintýramanns
sköruðust eftir minnilega í reykjavík árið
1809 og sá síðarnefndi var „góð kunn-
ingi“ arthurs Wellesley (mynd 1), síðar
hertoga af Wellington. Meðan jörgen-
sen réði ríkjum á Íslandi um hunda-
dagatíð árið 1809 veitti hann Knudsen
kaupmanni (mynd 3) leyfisbréf til að
Jón Sigurðsson, forseti. Máluð af F.C. Camradt
1837. Myndin er í sporöskjulagaðri messingumgerð
(9x7,7cm) sem greypt er mahoní plötu, (14x12,5cm).
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 222 6/5/2013 5:21:24 PM