Sagnir - 01.06.2013, Page 227
228
so eigi, ad eg hafi sied jslendskt bref
a papp ir iafn gamallt þessu“.6 Þetta er
lang elsta varðveitta bréfið sem skrifað
hefur verið á pappír, en þó finnast vís-
bend ingar um að annað eldra bréf hafi
upp haflega verið pappírs bréf. Það bréf,
aM Fasc. 8,5 sem ritað var á Möðru-
völlum 3. apríl 1423 af norskum presti,
Michael jónssyni, er nú einungis til í
samtíða frumriti á skinni..7
Frá tímabilinu 1500–1540 eru ein-
ungis örfá pappírs bréf varðveitt. Það er
ekki fyrr en eftir 1540 sem þeim fer að
fjölga svo eftirtekt veki. Elstu íslensku
pappírs bréf 16. aldar eru eftir farandi:
1. aM. apogr. 692.8 Þetta er afrit
pappírs bréfs sem skrifað var á Hólum
í Hjalta dal þann 7. janúar 1508. Ekki
er vitað hver skrifaði bréfið en Árni
Magnús son skrifaði á minnismiða sem
fylgdi apo grafinu9 að það væri skrifað
eftir „lacera charta veteri“ sem þýðir að
af skriftin var gerð eftir gömlu skemmdu
pappírs blaði. Mögulegt er að Árni hafi
skrifað apo grafið eftir pappírsafskrift
af frum bréfinu. setja verður þennan
fyrir vara þegar þetta bréf er nefnt fyrsta
pappírs bréf 16. aldar því hugsanlega
var frum bréfið frá 1508 skinnbréf.
2. aM. apogr. 190.10 afskrift Árna
Mag nús sonar af pappírsbréfi sem
skrifað var 29. apríl 1527 á sval barði
á sval barðs strönd og er vitnis burður
fjögurra manna um sölu jarðar innar
sval barðs. skrifari bréfsins er ekki
nefndur en líklegt er að yfirvöld á
stað num, t.d. sýslu maður, hafi staðið
fyrir vitnis burðinum. Árni Magnússon
skrifaði þetta um bréfið sem hann gerði
af skrift sína eftir: „Ex originali sval-
bardensi accuraté. 4 innsigle hafa under
bref enu vered, nu er ei nema 3. brefed
er ritad a pappir“.11 Því fer ekki milli
mála að Árni hefur gert afskrift sína
eftir frum ritinu frá 1527 og að frumritið
var skrif að á pappír.
3. aM. Fasc. 47,13.12 Frumrit bréfs
sem skrif að var á pappír 3. apríl 1528
í skál holti af Ögmundi Pálssyni
biskupi. Um er að ræða sendi bréf sem
Ögmundur sendi jóni bisk upi ara syni
á Hólum. Þetta bréf var liður í svo köll-
uðu Vatns fjarðar máli sem Ögmundur
biskup blandaði sér í en það verður
Elsta pappírsbréfið frá 13.9.1437, skrifað á Möðruvöllum í Eyjafirði.
© The Árni Magnússon Institute, Reykjavík. From: AM dipl isl fasc X 6 Photographer: Jóhanna Ólafsdóttir.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 228 6/5/2013 5:21:28 PM