Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 228
229
ekki rakið nánar hér.13 Bréfið er undir-
ritað af biskupi: „augmundus dei gracia
Episcopus skalholltensis“.14
4. aM. Fasc. 74,2.15 Hér er um að ræða
frum rit pappírsbréfs sem skrifað var 16.
september 1532 í Engihlíð í Húna vatns-
þingi og er vitnisburður um landa merki
Engihlíðar. skrifari bréfsins er óþekktur
en líklegast er að sýslumaður eða annað
yfir vald fyrir norðan hafi látið skrifa
vitnis burðinn.
5. add. British Museum 11,099.
Bréfið, sem varðveitt er í London, er
frum bréf skrifað á pappír. Það var ritað
á Álfta mýri í arnarfirði 13. ágúst 1536
og er kvittun Ögmundar biskups Páls-
sonar um biskupstíundir guðrúnar
Björns dóttur. Líklega er bréfið skrifað
af Ög mundi sjálfum í vísitasíuferð hans
um Vest firði árið 1536.16
6. ríkisskjalasafn Dana, island nr.
13.17 Bréfið, sem var ritað 1. sept ember
1539, er frumrit á pappír og varð veitt
í ríkisskjalasafni Dana í Kaup manna-
höfn. Bréfið var skrifað að Úlfljóts vatni
og er vitnisburður þeirra jóns Lopts-
sonar og Péturs Péturssonar í þjóf-
naðar máli. skrifari bréfsins er óþekk tur
en líklega var vitnisburðurinn tek inn af
lög manni eða sýslu manni.18
Þá eru elstu pappírsbréfin upptalin
en eftir árið 1540 fór þeim smám saman
fjölg andi, sbr. næsta kafla. Pappírs bréfin
tvö frá 15. öld, það sem varðveitt er
frá árinu 1437 og bréfið frá 1423 sem
talið er upphaflega skrifað á pappír,
voru annars vegar rituð af bónd anum á
Möðruvöllum og hins vegar af norskum
presti, Michael jóns syni, á sama stað.
Ekki er óvarlegt að áætla að pappír hafi
verið notaður á Möðruvöllum á fyrri
hluta 15. aldar þar sem bæði þessi bréf
voru skrif uð á staðnum. Hugsanlega
hefur Michael prestur tekið hinn nýja
efnivið með sér frá noregi. Bréfið frá
1508 var skrifað á Hólum í Hjaltadal
og var dómur presta. næsta bréf, sem
skrifað var árið 1527 á svalbarðsströnd,
er vitnis burðar bréf sem embættismenn
á stað num hafa líklega látið taka. Mestar
líkur eru á að þriðja bréfið frá 16. öld
hafi verið skrifað af Ögmundi bisk upi
árið 1528 og það fjórða er vitnis burður
um landa merki sem skrifað var árið
1532, væntan lega af embættis manni á
staðnum. Fimmta bréfið var skrifað af
Ögmundi bisk upi árið 1536 í arnarfirði
og það sjötta er vitnis burðar bréf í
þjófn aðar máli frá árinu 1539. Það bréf
hefur verið skrifað af embættismanni
eða umboðs manni hans. Þessi athugun
leiðir í ljós að þeir sem notuðu pap-
Dagsetning Efni bréfs tegund Frumrit apograf Erlent
13.09.1437 jarðasala frumrit Fasc. 10,6
07.01.1508 kirknafé afrit ap. 692
29.04.1527 jarðasala afrit ap. 190
03.04.1528 Ögmundur biskup frumrit Fasc. 47,13 ap. 1185
16.09.1532 landamerki frumrit Fasc. 74,2 ap. 593, ap. 5764
13.08.1536 biskupstíund frumrit BM 11,099
01.09.1539 vitnisburður frumrit ra-island nr.13
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 229 6/5/2013 5:21:28 PM