Sagnir - 01.06.2013, Page 230
231
enn mestmegnis á bókfell. Ef tíma bilið
1501–1570 er skoðað í heild sést að af
1260 bréfum sem vitað er með vissu
hvort skrif uð voru á skinn eða papp ír
eru 145 bréf skrifuð á pappír eða 12%.
til samanburðar má benda á að rann-
sókn sem H.M. Fiskaa gerði á norsk um
bréfum frá sama tíma bili leiddi í ljós að
um 40% allra bréfa voru pappírs bréf.19
Hér var notkun papp írs því ekki farin
að taka yfir að neinu ráði árið 1570,
þótt greina megi hæg fara aukningu í
pappírs notkun frá árinu 1540. talsvert
mörg pappírs handrit hafa varðveist frá
síðari hluta 16. aldar og síðar sem geta
hugsan lega varpað skýrara ljósi á þessa
þróun og verða þau nú könnuð nánar.
Íslensk pappírshandrit
16. og 17. aldar
Langflest pappírshandrit 16. aldar eru
bréfa bækur eða handrit sem inni halda
ýmis skjöl fyrst og fremst em bættis-
bækur. Þarna eru ekki á ferðinni handrit
eins og algengast er að sjá fyrir sér,
fagurlega skreyttar bækur sem inni halda
Íslendingasögur, guðsorða texta eða
jóns bók, heldur var lítið lagt í flest þau
pappírs handrit sem varðveist hafa frá
þessum tíma. Líklega hafa fæst þeirra
verið skrifuð með það í huga að þau
yrðu enn til 450–500 árum síðar. taflan
hér að neðan sýnir hlut fall skinn- og
pappírshandrita eftir tíma bilum á 16. og
17. öld.20
Frá fyrri hluta 16. aldar eru ein ungis
varðveitt tvö pappírshandrit; aM 232
8vo, Bréfabók gizurar biskups Einars-
sonar, skrifuð á árunum 1540–1548, og
aM 264 i Fol, skrifað á árunum 1548–
1550. Það handrit inniheldur ýmsa reik-
ninga varð andi konungsjörðina Bessa-
staði og eignir hennar.
af 135 handritum frá fyrri hluta 16.
aldar er hlutfall pappírs handrita einungis
tæplega 1,5%. Það gefur til kynna að fyrir
árið 1550 hafi papp ír vart verið notaður
við handrita skrif. Pappírs hand ritum
fjölgar talsvert á síðari hluta 16. aldar,
raunar svo mjög að hægt er að segja að
pappír hafi á þeim tíma fest sig í sessi
sem efniviður. Þá voru pappírshandritin
67 eða rúm 33%. Því miður sjáum við
ekki nákvæm lega hvenær mesta fjölgun
papp írs hand rita varð en ef niður staðan
úr fornbréfasafninu frá 1551–1570 er
skoðuð má merkja þar hæga og stöð-
uga fjölgun pappírsbréfa eftir miðja
16. öld þótt sveiflur milli áratuga séu
miklar. Hlutfall pappírsbréfa af heildar-
fjölda bréfa á árunum 1551–1560 er
sam bærilegt við fjölda pappírs handrita
1551–1600 eða um 30%. Bréf unum
Íslensk handrit frá 16. og 17. öld
skinnhandrit Pappírshandrit skinn- og pappír Handrit alls
Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall
1501–1550 133 98.5% 2 1.5% 0 0.0% 135 100%
1551–1600 134 66.7% 67 33.3% 0 0.0% 201 100%
1601–1650 8 5.3% 144 94.7% 0 0.0% 152 100%
1651–1700 6 0.8% 675 99,0% 1 0.2% 682 100%
1601–1700 20 4.3% 448 95.3% 2 0.4% 470 100%
alls 301 1335 4 1640
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 231 6/5/2013 5:21:28 PM