Sagnir - 01.06.2013, Page 231
232
fækkar síðan niður í 12% á tímabilinu
1561–1570. Frá árunum 1551–1580 eru
einungis varð veitt tólf pappírshandrit
sem vitað er nákvæm lega hvenær voru
skrifuð. af 67 pappírs handritum sem
varðveitt eru frá síðari hluta 16. aldar
eru því ein ungis tæp 18% örugg lega
frá 1551–1580. af þessu má draga þá
ályktun að pappírsnotkun hafi ekki
farið að nálgast notkun bókfells fyrr en
á tveimur síðustu áratugum 16. aldar.
Á fyrri hluta 17. aldar sést að algjör
um skipti hafa orðið hvað varðar efni-
við í handritum. Þá eru ein ungis átta
hand rit skrifuð á skinn eða rúm 5%.
Pappírshandritin eru aftur á móti 144
eða tæp 95%. sama niður staða kemur
fram ef skoð uð eru þau hand rit sem
skráð voru sem 17. aldar handrit, án
þess að hægt sé að tímasetja þau nánar.
af 470 handritum í þessum flokki eru
ein ungis tuttugu skinnhandrit eða rúm
4%. Pappírshandritin eru hins vegar
448 eða yfir 95 prósent allra hand rita.
Því má áætla að þegar pappír fór að taka
yfir í einhverjum mæli hafi umskiptin
orðið snögg. Á síðari hluta sautjándu
aldar má segja að skinn sé að mestu
horfið. Þó eru varðveitt sex skinn-
handrit frá þeim tíma sem er innan við
1% af heildarfjölda hand rita.
Á fyrri hluta 16. aldar barst prent un
til landsins og þegar leið á öld ina fjölg-
aði prentuðum bókum smám saman.
Það gefur til kynna að auðveldara hafi
verið orðið að útvega pappír bæði
til hand rita skrifa og bókaprentunar.
gott að gengi að pappír var einmitt ein
grunn for senda prentunar á bókum.
Í næsta kafla verður litið á prentun á
Íslandi fram yfir árið 1600 þegar pappír
var orð inn alls ráðandi.
Prentun festir sig í sessi
talið er að prentverk hafi borist til
Íslands fyrir tilstilli jóns biskups ara-
sonar um árið 1530 og var prentsmiðjan
í fyrstu sett upp á Hólum.21 aðeins er
kunn ugt um eina bók sem prentuð var í
tíð jóns, lat neska bænabók eða tíðabók
presta, Breviarium Holense.22 Eftirmaður
jóns ara sonar á Hólastóli eftir siðaskipti
var ólafur bisk up Hjaltason sem tók
við em bætti árið 1552. Hann hefur ætíð
stað ið í skugg anum af eftirmanni sínum
á Hólum, guðbrandi Þorlákssyni, þegar
bóka útgáfu ber á góma en hann hlýtur
þó að teljast brautryðjandi í bókaútgáfu
á Íslandi í lútherskum sið. Eftir því
sem best er vitað voru fjórar bækur
prentaðar í bisk ups tíð ólafs; Passio
eða Píslar-predikanir, sem talið er að
prentuð hafi verið 1559, Guðspjallabók
Ólafs Hjaltasonar og Catechis mus, báðar
prentaðar árið 1562, og Postilla epistolica
Corvini eftir antonius Cor vinus.23
Eftir andlát ólafs var guðbrandur
Þorláks son skipaður biskup yfir Hóla-
stifti árið 1570. Fyrsta bókin sem prentuð
var í tíð guðbrands var Lífsins vegur eftir
niels Hemmingsen sem biskup þýddi
sjálfur á íslensku. Í formála að bókinni
segist bisk up vilja sjá til þess að menn
lesi frekar guðs orð heldur en heiðinna
manna sögur. segir það nokkuð um
mark mið hans með bókaútgáfu sem var
að efla trú og siðgæði með þjóðinni sem
honum fannst skorta nokkuð upp á.24
Frá því að Lífsins vegur kom út er talið
að guð brandur hafi gefið út yfir eitt
hundrað rit. Margar merkar bækur eru
í þeim hópi og má þar nefna Jónsbók frá
1578, sem er elsta bók prentuð á Íslandi
sem nú er til í heilu lagi. Ein ný psálmabók
frá 1589 var fyrsta sálmabókin sem
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 232 6/5/2013 5:21:29 PM