Sagnir - 01.06.2013, Síða 233
234
læsir um árið 160029 en samkvæmt
Lofti guttormssyni jókst skriftar-
kunnátta almennings ekki að ráði fyrr
en á 19. öld.30 Hér voru engar borgir,
ekkert háskólasamfélag eða mark aður
fyrir ódýrar pappírsbækur eins og á
megin landi Evrópu. Ísland var bænda-
samfélag án borgar myndunar. Hér var
ekki blóm legt viðskipta líf eða fjöl menn
stétt mennta manna. Fjarlægð frá fram-
leiðendum pappírs var mikil og sterk
hefð var fyrir ritun á bókfell. Þegar
Íslendingar fóru að skrifa á pappír að
einhverju ráði hafði hann löngu sannað
sig sem efniviður bæði á hinum norður-
löndunum og á meginlandi Evrópu.
Ítalski fræðimaðurinn Ezio Ornato
nefnir að í þeim löndum sem voru langt
frá framleiðslustöðvum pappírs, eins og
Ísland vissu lega var, hafi einfaldlega ekki
svarað kostnaði að flytja inn pappír.31
Bók fellið sem var framleitt innanlands
var ódýrara en innflutti pappírinn og
nægjan legt framboð af því til að svara
eftir spurn.
Pappír var fluttur inn til prentunar á
bókum allt frá miðri 16.öld, þó í litlum
mæli til að byrja með. Lík legt má telja
að biskupar hafi látið flyt ja pappír inn
sérstaklega fyrir sig, bæði til skrif ta og til
prentunar, þar sem engar heimildir eru
til um skipulegan inn flutning á pappír.
Hugsanlega hafa þeir tekið papp ír með
sér heim eftir dvöl erlendis eða beðið
erlenda vini um að senda hann til
Íslands. Um það er þó ekki vitað. annar
hópur sem vitað er að notaði pappír á
16. öld er veraldlegir embættismenn.
Þeir hafa eflaust einnig látið flytja hann
sérstaklega inn fyrir sig eða flutt með sér
til landsins eftir dvöl erlendis.32 Ekki er
vitað hvaðan Íslendingar keyptu pappír
eða hvaðan hann var upprunninn.
Líklegast er þó að hann hafi verið
fluttur inn frá Dan mörku, noregi og
Þýska landi . Einnig væri áhugavert að
vita hvar pappírinn í íslenskum bréfum
og hand ritum var fram leiddur en með
rannsókn á vatnsmerkjum pappírs væri
hægt að komast að því, sem og hvaðan
Íslendingar fengu pappírinn.sú at-
hugun er í raun einföld en afar tíma frek.
athuganir af því tagi hafa verið fram-
kvæmdar víða erlendis, meðal annars í
Danmörku, noregi og Þýskalandi, og
til eru vefslóðir með gagnabönkum þar
sem hægt er að finna helstu vatnsmerki
sem notuð voru í Evrópu fyrr á öldum.33
nefnt hefur verið að ástæða þess
hversu lítið hefur varðveist af íslenskum
pappírs bréfum og handritum sé einfald-
lega sú að pappírsbréfum hafi frekar
verið hent en skinnbréfum. Björn K.
Þór ólfs son segir: „Menn hafa skrifað
mikil væg bréf og gerninga á skinn, vegna
þess að það er varanlegra en pappír,
en senni legt er að pappír hafi þegar á
fimm tándu öld verið notaður til minni
háttar sendi bréfa, sem eðlilega hafa ekki
geymst“.34 Þetta kann vel að vera rétt.
Ezio Ornato og nils j. Lindberg hafa
bent á að pappír hafi fyrst verið notaður
í rit smíðar sem ekki var ætlað að endast
eins og uppköst bréfa sem síðan voru
hrein skrifuð á skinn.35 Því er ekki ólík-
legt að pappír hafi verið notaður hér í
meira mæli en heimildir gefa til kynna.
Bréf Michaels prests á Möðruvöllum
frá árinu 1423 gæti verið dæmi um slíkt.
Það hefur líklega fyrst verið ritað á
papp ír en síðan hrein ritað á skinn því
það var talinn varan legri efni viður. Ekki
er þó hægt að gera ráð fyrir að pappír
hafi verið al gengur hér á landi, því ef
svo væri ættu fleiri pappírs bréf og hand-
rit að hafa varðveist. Einnig hefur inn-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 234 6/5/2013 5:21:29 PM