Sagnir - 01.06.2013, Qupperneq 238
239
Í dag er almennt talið að almennings-garðar og önnur útivistarsvæði séu nauð synleg til þess að borgir og bæir
geti dafnað og íbúum þeirra líði vel.1 Í
kjölfar iðn byltingar átti sér stað mikil
um ræða um mikilvægi hreinlætis og
almenns heil brigðis í erlendum borgum
og var sjónum m.a. beint að mikilvægi
al mennings garða fyrir líkamlega heilsu
fólks.2 Í þessari grein verður fjallað um
íslenska almennings garða og stiklað á
stóru í sögu þeirra og þróun. Í greininni
eru almennings garðar skilgreindir sem
rými eða svæði í þétt býli sem eru í
umsjá sveitar félags og ætluð almenningi
til af nota að kostnaðar lausu. garðarnir
eru yfirleitt af markaðir á skýran hátt,
t.d. með girð ingu eða skjólbeltum, og í
þeim er að finna marg víslegan gróður,
s.s. tré, runna og blóm ásamt grasflötum.
Um garð ana liggja göngustígar og
með fram þeim er yfirleitt komið fyrir
bekkjum. Í görðunum er einnig oft að
finna stein hæðir með margvíslegum
blómum, gos brunna, tjarnir, leiktæki,
högg myndir, fána stangir og ýmislegt
annað sem almenningur getur notað til
athafna eða áhorfs. almenningsgarðar
voru áður fyrr ýmist nefndir skemmti-
garðar, skrúðgarðar eða lysti garðar. Í
grundvallar atriðum eru almennings-
garðar gerðir með það fyrir augum að
búa til stað þar sem fólk getur komið
saman við aðstæður skapaðar til hvíldar
frá dag legu amstri og fyrir leiki barna og
full orðinna.
Hingað til hefur almenningsgörðum
verið gefinn lítill gaumur í íslenskum
sagn fræði rannsóknum. Þar koma til
ýmsar ás tæður, t.d. eru garðarnir fáir,
flestir ungir í sögulegum skilningi auk
þess sem þeir hafa ekki haft mikil mót-
andi áhrif á helstu viðburði í sögu
þjóðarinnar. rannsóknir á sögu garð-
yrkju og landmótunar á Íslandi á 19. og
20. öld eru fremur nýjar af nálinni3 en í
flestum löndum beggja vegna atlants-
hafsins hafa þær lengi verið álitnar
mikilvægur hluti sögu borga og bæja.4
rithöfundurinn j.B. jackson skrif aði t.d.
eftirfarandi í bók sinni A sense of place,
a sense of time þar sem hann fjallaði um
gildi almenningsgarða í Banda ríkjunum:
„in every city, in every town, even in
every village in america i go to i expect
to find an outdoor recreation area or
what is usually called a park; and i am
seldom disappointed.“5 Víða erlendis
er litið á gamla almennings garða (e.
historic gardens) sem sérstök menn-
ingar verðmæti sem beri að vernda.
Mat á gildi slíkra garða virðist hins
vegar skammt á veg komið á Íslandi.
Frá sjónar hóli sagnfræðinnar er margt
merki legt að finna í sögu almennings-
garða á Íslandi. Í görðunum má ekki
aðeins lesa garðyrkjusögu landsins,
held ur líka skipulagssögu því görðunum
þurf ti að velja stað, félagssögu þar sem
garð arnir voru byggðir af fólki fyrir
fólk, og stjórn málasögu enda gátu garð-
arnir orðið að pólitísku bitbeini sveitar-
stjórnar manna.
Umræða um mikilvægi almennings-
garða hófst hér á landi skömmu eftir
alda mótin 1900. Í ritinu Um skipulag bæja
sem kom út árið 1916 skrifaði guð-
mundur Hannesson læknir: „jafn framt
því sem bæirnir stækka þá neyð ast
menn til að ætla ríflega svæði fyrir lysti-
garða handa almenningi á víð og dreif
um borgirnar, leikvelli handa börnum
o.s.frv.“6 guðmundur og guðjón
samúels son, húsameistari ríkis ins, voru
frem stir í flokki þeirra sem skipu lögðu
bæi á Íslandi á árunum 1921 til 1938.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 239 6/5/2013 5:21:33 PM