Sagnir - 01.06.2013, Page 239
240
Í skipu lags áætlunum sem þeir unnu var
alltaf gert ráð fyrir almenningsgarði
eða svæði til úti vistar. Í kjölfar þessara
áætlana var sumstaðar ráðist í gerð slíkra
garða, þótt margir þeirra hafi ekki litið
dagsins ljós fyrr en árum eða jafnvel
ára tugum síðar.
Í þessari grein er sögu íslenskra
almenn ings garða skipt upp í fimm
tíma bil til þess að átta sig betur á þróun
þeirra. Fyrsta tímabilið hefst við upp-
haf austurvallar í reykjavík árið 1875
og stendur til ársins 1900. Á öðru
tíma bilinu, frá 1900 til 1920, var fyrsti
eigin legi almennings garður landsins
stofn aður, Lysti garðurinn á akureyri.
Á þriðja tíma bilinu, milli 1920 og 1952,
voru ýmis félaga samtök áberandi í
upp bygg ingu almennings garða. Eftir
seinni heim styrjöldina fóru sveitarfélög
svo í mun meira mæli að sjá um gerð
þeirra. Á fjórða tíma bilinu, frá 1952 til
1978, komu menntaðir garðyrkjumenn
og land slags arkitektar til sögunnar og
skipu lögðu og sáu um uppbyggingu
almenn ings garða. Fimmta tímabilið,
frá 1978 til 1994, hefst á stofnun félags
íslenskra land slags arkitekta (FÍLa) og
endar á gerð Lýðveldis garðsins við
Hverfis götu í reykjavík. Á þessu tíma-
bili urðu töluvert breyttar áherslur í
borg ar skipulagi, því hafist var handa
við upp bygg ingu stórra og fjölbreyttra
úti vistars væða í stað almenningsgarða.
1875–1900 Fyrstu garðarnir og
brautryðjendur
alls má rekja uppruna sex íslenskra al-
mennings garða7 til síðustu tveggja ára-
tuga 19. aldar. af þeim er austur völlur
sá eini sem í upphafi var gerður fyrir
almenning, þrátt fyrir að fyrstu árin
hafi fólki verið meinaður aðgangur að
honum, því völlurinn var nýttur til að afla
fóðurs fyrir búfénað. Það breyttist upp
úr alda mótunum 1900 og hefur hann
verið opinn almenningi síðan. Leiða má
líkum að því að örnefnið austurvöllur
sé jafn gamalt fyrstu byggð í reykjavík,
því völlur inn er austan megin þess sem
nú er talið fyrsta bæjarstæði í reykjavík.
Hann var byggður upp í kjölfar þess að
bæjar stjórn Kaupmannahafnar færði
reyk víkingum styttu eftir Bertel thor-
valdsen að gjöf árið 1874. Þar sem
völlur inn var að mestu grasflöt var fátt
sem stuðlaði að því að fólk dveldi þar
og því vildu ýmsir breyta.8 Lítið breytt-
ist þó í þeim efnum þar til árið 1919
að haldin var samkeppni um skipu lag
austurvallar en í öllum sautján tillög-
unum sem bárust var áætlað að girða
hann og gróðursetja tré og blóm. Með
nokkurri vissu má fullyrða að þessi
sam keppni um hönnun á útivistarsvæði
hafi verið sú fyrsta sinnar tegundar á
Íslandi hins vegar var ekki farið eftir till-
ögunum. Í gegnum tíðina hefur austur-
völlur verið skipulagður á ýmsa vegu
en núverandi skipulag hans er í megin-
atriðum frá árinu 1963.9
Þeir einstaklingar sem ræktuðu tré
og jurtir á þessu tímabili voru bjartsýnir
og höfðu mikla framfaratrú. Þeir þurftu
ekki aðeins að berjast við kaldan norðan-
vind og saltrok, heldur líka vantrú
sam borgara sinna sem trúðu ekki að
gróður gæti dafnað á landinu. Veðurfar
á níunda og tíunda áratug 19. aldar
var einn ig einstaklega óblítt, sumrin
líktust vetrum og hafís lá iðulega með
ströndum landsins.10 Upphafsmenn
þessara fyrstu garða eru því ekki síður
merki legir en garðarnir sjálfir. Þeir voru
braut ryðjendur sem sýndu fram á að á
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 240 6/5/2013 5:21:33 PM