Sagnir - 01.06.2013, Blaðsíða 245
246
svokölluðum óformlegum stíl öfugt við
hinn formlega stíl sem hér hafði tíð kast
og reyndar um meginland Evrópu,“
sagði jón að lokum.37
Á þessum tíma voru flest bæjarfélög
farin að ráða menntaða garðyrkjumenn
til að skipu leggja og hirða opin svæði
og gróður setja tré og annan gróður
víðs vegar um bæina. sumarblóm voru
einnig orðin áberandi bæði í gróður-
beðum og í blómakerjum við götur og
torg.38 Íslenskir bæir höfðu tekið stakka-
skiptum frá aldamótum og gunnar
thor odd sen, borgarstjóri reykjavíkur,
lýsti þróun inni svo árið 1954:
reykjavík er ung borg, sem hefur
í rauninni skapazt á nokkrum ára-
tugum. Í önnum dagsins hugsuðu
lengi fáir um útlit hennar og fegrun.
Það var ekki talið til nauðsynjamála.
En á þessu hefur orðið stórfelld
breyt ing á síðustu árum. Með vaxandi
vel megun hefur skilningur bæjarbúa
vaxið á gildi fegrunar bæjarins. Margir
skemmti garðar hafa verið gerðir á
fáum árum án þess að neinn virðist
sjá eftir því fé, sem hann þarf að láta
til þeirra, og einstak lingar keppast við
að mála hús sín og fegra umhverfi
þeirra.39
Þróun þessi hélt áfram því að í kjölfar
Hallar garðsins var jón H. Björns son
fenginn til þess að teikna al mennings-
garð á Ísafirði sem var nefndur austur-
völlur. Þrátt fyrir að bærinn hafi staðið
að upp byggingunni hafði kvenfélagið
ósk lagt hart að bæjaryfirvöldum að
hefja fram kvæmdir og hefði garðurinn
senni lega ekki orðið til nema fyrir
þrýsting þess.40 Margt er líkt með
þessum tveimur görðum jóns og mætti
kalla þá systur garða. Á tímabili voru t.d.
tjarnir með gos brunnum í þeim báðum.
gos brunnar höfðu áður verið gerðir í
almennings görðum, t.d. í Lystigarðinum
á akur eyri kringum 192641 og á stríðs-
árunum þegar fjárhagur landsmanna
batn aði. gosbrunnar voru t.d. byggðir
í Hellis gerði42 árið 1942, í skalla-
gríms garði árið 1944 og í Kvenfélags-
garð inum í neskaupstað árið 1951.43
gos brunn arnir hafa margir verið
endur nýjaðir eða breytt í gegnum tíðina.
sumir þeirra hafa þó einnig horfið eins
og sá í Hallargarðinum, sem var fjar-
lægður árið 1979 því hann var orðinn
ónýtur.44
reynir Vilhjálmsson var annar
íslenski landslags arkitektinn og skömmu
eftir heim komu hans árið1962 tók
hann að sér að skipu leggja Miklatún,
sem nú heitir Klambra tún. Það er
stærsti almenn ings garður lands ins og
gott dæmi um stór hug lands manna
á þessum árum.45 reynir skipu lagði
einnig skrúð garðinn á Húsavík sem
byrjað var á vorið 1975 en kvenfélag
Húsa víkur hafði barist fyrir gerð hans
í nokkur ár. Upp bygging skrúð garðsins
á Húsavík sker sig nokkuð úr upp-
byggingu annarra almenningsgarða á
Íslandi vegna þess hve seint var ráðist
í að byggja hann upp og hversu margir
komu að upp byggingu hans. Hann var
í raun samstarfs verkefni kvenfélagsins,
rótarý klúbbsins, garðyrkjufélagsins og
bæjar yfirvalda, sem á tímabili fengu
marga bæjar búa til að leggja hönd á
plóg inn með sjálfboðavinnu.46 Fleiri
almenning sgarðar voru gerðir á þessu
tíma bili eins og Hamrakotstún á akur-
eyri, garðaflöt í Bústaðahverfi í reykja-
vík og grasagarðurinn í reykjavík.
garðyrkjumenn skipulögðu marga
garða á þessum árum, enda ekki nema
tveir landslags arkitektar starfandi í land-
inu. garðyrkjumaðurinn sigurður a.
jónsson teiknaði t.d. skipulag grasa-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 246 6/5/2013 5:21:39 PM