Sagnir - 01.06.2013, Side 247
248
farið að líta á útivistarsvæði bæjanna í
stærra sam hengi og stór svæði eins og
Laugar dalurinn, Elliðaárdalurinn og
Fossvogs dalurinn voru skipulögð sem
ein heild.50 Þótt þessi útivistar svæði séu
ekki flokkuð sem al mennings garðar
er vel hægt að líta á þau sem stóra og
fjölbreytta almennings garða svipaða
Central Park í new York.
Þegar ný hverfi voru skipulögð í
reykja vík á þessu tímabili var gert ráð
fyrir stór um opnum svæðum innan
þeirra, svo köll uðum miðsvæðum. Þar
voru skólar staðsettir, íþróttaaðstaða
byggð upp og litlir verslunarkjarnar opn-
aðir. Þar voru líka ræktaðir al mennings-
garðar og einn slíkur er við hlið sund-
laugar Breiðholts. Hann var skipu lagður
af reyni Vilhjálmssyni og byrjað var að
gróður setja í honum árið 1983. Erfið-
lega gekk með ræktunina fyrst um
sinn, bæði vegna þess að einungis var
örþunnt lag af jarðvegi ofan á lífvana
jökulleir, sem og vegna þess að börnin í
hverfinu áttu erfitt með að láta nýgræð-
inginn í friði. Miklu magni af mold var
ekið á svæðið og börnin lærðu fljótt að
umgangast gróðurinn því að í vinnu-
skólanum á sumrin voru þau látin sjá
um að hirða hann.51
tíu árum síðar var svæði í kringum
settjörn í miðju seljahverfi skipu lagt
af Kolbrúnu Þ. Oddsdóttur landslags-
arkitekt og kallað seljatjörn. Með
hönnun þess reyndi Kolbrún að skapa
vett vang þar sem kynslóðirnar gætu
blandast saman, „því eldri borgarar
njóta þess að sjá yngri kynslóðirnar að
leik og eiga við eitthvað,“ sagði Kolbrún
í viðtali árið 2012, en hjúkrunarheimilið
seljahlíð er í næsta nágrenni við
garðinn. Í tjörninni er „ævintýra eyja“
og steinstiklur liggja út í hana sem eru
áskorun fyrir börn, þ.e. að komast alla
leið eftir steinstiklunum án þess að detta
í tjörnina og blotna.52
Í tilefni af 50 ára lýðveldisafmæli
Íslands lét reykjavíkurborg gera lítinn
al mennings garð á horni Hverfisgötu og
smiðju stígs sem nefndur var Lýðveldis-
garður inn. Hann var formlega opnaður
15. júní árið 1994. Yngvi Þór Loft-
son landslagsarkitekt skipulagði garð-
inn, sem hefur það markmið að tengja
saman sögu lega, jarðfræðilega og land-
fræði lega þætti þingstaða á Íslandi.
Kom ið var fyrir fimm mismunandi
grjót hnull ungum í garðinum, hverjum
úr sínum lands fjórðungi þar sem þing-
staðir voru til forna, auk núverandi
þing staðar landsins í reykjavík. Í hvern
og einn stein var meitlað nafn þing-
staðar ins sem hann var tekinn frá og
heiti berg tegundar innar. Ef kort af
Íslandi, í réttri legu og stærð, er lagt
yfir garðinn, markar hver hnullungur
hvern þingstað.53 Undir lok 20. aldar var
hlutverk almennings garða því töluvert
breytt frá því 100 árum áður.
Samantekt
Í Evrópu og Bandaríkjunum eiga
almenn ings garðar sér langa sögu. Þeir
tóku að spretta upp í borgum og bæjum
í kjölfar iðn byltingarinnar. Hlutverk
þeirra var að bæta aðstæður almennings
og stuðla að líkamlegu og andlegu heil-
brigði bæjar búa. Árið 1875 var austur-
völl ur í reykjavík skipulagður sem
almennings garður. Þar var þó aðeins
ræktað gras í fyrstu og mörg ár liðu þar
til næsti almennings garður, Lysti garður
akur eyrar, leit dagsins ljós árið 1912.
Í milli tíðinni voru m.a. gerðar gróður-
tilraunir og fundið út hvaða gróður-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 248 6/5/2013 5:21:41 PM