Sagnir - 01.06.2013, Page 255
256
gylfa son. Þó enn væru tæp þrjú ár
þar til Vilmundur til kynnti um stofnun
Banda lags jafnaðar manna kom grein
eftir ólaf Friðriksson um smá flokka-
fram boð á Íslandi í kjölfar við tals ins.
sigur geir Þorgríms son fjallaði um sagn-
fræði nám við Oslóar háskóla; líkast til
átti að sýna sagn fræði nemum fram á
að hægt væri að nema fræðin víðar en
á Íslandi.
tveir kennarar í sagnfræði, Þór White -
head og gunnar Karlsson, veltu fyrir sér
hvort hægt væri að nota söguna í pólí -
tískum tilgangi og ef svo væri, hvernig
það hefði verið gert á Íslandi. gunnar
Karls son taldi mörkin milli heið ar legrar
not kunar og misnotkunar æði vand -
fundin og nefndi þá þjóðlegu sagn fræð-
inga sem lof sungu þjóðlega baráttu í
þeim til gangi að reisa og styrkja borgara -
legt ríkis vald á Íslandi.9 Þór sagði að
sagn fræðinni eins og öðrum fræði-
greinum væru sett ýmis takmörk í leit inni
að sann leikanum og að lýsingar á sögu -
legum stað reyndum væru ófullkomnar,
en ekki endi lega allar jafn gildar. Enga
kenn ingu sagði Þór vera tæm andi eða
endan lega. Loftur guttorms son skrifaði
grein um sögu lega lýðfræði og fólks fjölda
sögu og þrír spekingar settust að hring-
borði og veltu fyrir sér stöðu íslenskrar
sagn fræði. Það voru þeir ingólfur Á.
jóhannes son, sigurður ragnars son og
Helgi Þorláks son sem komust að þeirri
niður stöðu að þörf væri á nýjum kenn-
slu bókum, breyttum og bættum, í sagn-
fræði og að sagan hefði óorð á sér vegna
bágs bóka kosts. Þessum vanga veltum
þeirra svaraði Bragi guðmunds son í
Sögnum tveimur árum síðar. svo var að
sjá að sagn fræði nemar væru mjög upp-
teknir af stöðu fagsins, því svein björn
rafns son, Már jónsson og ingólfur Á.
jó hannes son voru fengnir til að velta
fyrir sér hvort sagn fræðin ætti ekki helst
heima í félags vísindadeild. Þó að þeir
væru ekki alveg sama sinnis um flutning
sagn fræð innar milli deilda voru þeir
nokkuð sam mála um sterk tengsl sagn-
fræði og félags fræði.
Viðamesta fræðigreinin í fyrsta
árgangi Sagna var eftir fyrrum ritnefndar-
mann Hasar blaðsins og fréttamanninn
núverandi, Brodda Brodda son, sem
birti hluta sam an tektar sinnar úr nám-
skeiði um íslensk utanríkismál á fyrri
hluta 20. aldar. Yfirskrift greinar
Brodda var „Víg orðið var: „Verndum
sovét ríkin““ og þar sem hann kannaði
afstöðu Verkalýðsblaðsins og Þjóðviljans til
stór veldanna á árabilinu 1933 til 1939.
auk þess efnis sem hér hefur verið
tíundað voru fáein ljóð í Sögnum, myndir
af gömlum kjörseðlum og slæðingur
af ljósmyndum. Metnaður rit stjórnar
var augsjáanlega mikill, þótt „fjár vana
nýgræðingar“ væru að verki.10
Vilmundur Gylfason alþingismaður og ráðherra
Ljósmynd/Jim Smart
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 256 6/5/2013 5:21:50 PM