Sagnir - 01.06.2013, Side 258
259
verið blekktur til að undir rita lögin.
Van traustss tillaga á ríkis stjórn ina var
felld og hún þraukaði árið. Um miðjan
nóvember tilkynnti Vil mundur gylfa son
að hann segði sig úr alþýðu flokk num
og boðaði stofnun nýs flokks, Banda-
lags jafnaðarmanna, auk þess sem hann
lagði fram þingsályktunartillögu um
að skilnað framkvæmdarvalds og lög-
gjafar valds ásamt tillögu um að forsætis-
ráðherra yrði kjörinn í beinni kosningu.
stofnfundur samtaka um kvenna-
framboð var haldinn snemma árs og
kvennathvarfið varð til auk þess sem
fyrsta konan varð dómari við Hæstarétt,
guðrún Erlendsdóttir dósent. Þrátt fyrir
marg víslegan hamagang í landsmálum
gerðist margt skemmtilegt á Íslandi
árið 1982; Íslenska óperan fékk inni í
gamla bíói og tvær goðsagnakenndar
kvik myndir voru frumsýndar, Rokk í
Reykjavík og stuðmannamyndin Með
allt á hreinu. tækninýjungin geisladiskur
leit dagsins ljós í útlöndum en nokkur
ár liðu þó uns þeir fyrstu voru fáanlegir
í verslunum á Íslandi. sagnfræðinemar
létu ekki deigan síga heldur gáfu út þriðja
árgang sagna í maí 1982; vel var við hæfi
að sjálf fjallkonan prýddi forsíðuna.
sagn fræðin var líkt og oft áður nokkuð
til umfjöllunar ásamt kvennasögu og
þjóð ernis hyggju í sagnaritun.
Megnið af efni blaðsins sömdu nem-
endur og kennarar við deildina en ein
grein var eftir breska sagnfræðinginn
Dorothy thomp son, sem nú er nýlátin.
rit nefndin lét vera að kvarta yfir að
henni þætti blaðið ekki nógu snoturt,
enda annaðist prent smiðja setningu
þess en það var enn offset fjöl ritað. Bragi
guð munds son svaraði gagnrýni ingólfs
Á. jóhannessonar, Helga Þor láks sonar
og sigurðar ragnarssonar úr fyrsta
tölublaði Sagna á gæði kennslu bóka í
sagnfræði og óorði því sem sagan hefði
fengið á sig þess vegna. skemmst er frá
að segja að Braga þótti frekar að draga
mætti kennara til ábyrgðar en náms efnið
og benti á ýmsar leiðir til úr bóta.13 Áður-
nefndur ingólfur skrifaði sömu leiðis
greinarstúf um til gang sögu kenn slu í
grunn skólum; „heim ildaritafarganið“
þótti honum hættu legt því mögu-
lega gæti farið svo að nemendur vissu
mikið um lítið en lítið um mikið. Enn
voru fjögur ár þar til spurninga keppni
fram halds skólanna, gettu betur, hóf
göngu sína. stefán stefánsson greindi
frá könnun á þekkingu fólks á Íslands-
sögu sem hann fékk nemendur sína við
Mennta skólann við Hamrahlíð til að
gera; undir rituðum gekk ekkert sérlega
vel í því prófi. gísli Kristjánsson reyndi
að sýna fram á, í stuttri grein, að 19.
aldar mennirnir jón ólafsson og arn-
ljótur ólafsson hefðu ekki aðhyllst
frjáls hyggju nema stundum, þrátt fyrir
að þeir gæfu báðir út bækur í anda
hennar. Í niður lagi greinar um stóra-
dóm og Pál stígs son höfuðsmann talaði
Þor geir Kjartansson um dóminn sem
skrímsli sem eitraði mannlíf og slökkti
gleði og fegurð með því að hella botn-
lausu myrkri sínu yfir Íslendinga; þar
var ekki varnagla súpunni fyrir að fara.14
Kvenna sögu þáttur Sagna var bæði vand-
aður og áhugaverður. Útskýrt var fyrir
lesendum hvað kvennasaga væri, síðan
var stokkið af stað í fræðin og endað
á stuttu viðtali við sigríði th. Erlends-
dóttur sem veturinn eftir sá um kvenna-
sögukennslu á kandídatsstigi við Há-
skóla Íslands. Margir frægir karlar úr
Íslands sögunni komu fyrir í þeim hluta
Sagna sem fjallaði um þjóðernishyggju í
sagna ritun, allt frá jóni helga til Einars
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 259 6/5/2013 5:21:53 PM