Sagnir - 01.06.2013, Page 261
262
bært því hugmynda saga hafði ekki verið
íslenskum sagnfræðingum mjög hug-
leikin fram að því. gísli Ág. gunnlaugs-
son skrifaði hugleiðingu um land helgis-
sam ninginn árið 1901 sem talið var að
Bretar hefðu knúið Dani til að samþykkja
með efna hags þvingunum, gegn vilja og
vit und íslenskra þingmanna. gísli komst
að þeirri niður stöðu að skoða þurfti að-
draganda samningsins með málefna legri
hætti en áður hafði verið gert. sumarliði
r. Ísleifsson velti fyrir sér hvort lokun
Íslands banka árið 1930 hefði verið
afdrifa rík mistök eða eðlileg ráð stöfun
í grein sem áhuga vert væri fyrir fólk
að lesa í ljósi atburða síðastliðinna
ára á Íslandi. Lög skilnaðar menn urðu
ólafi Ásgeirs syni að umfjöllunarefni í
„greinar korni“ en hann skoðaði hug-
mynda fræði þeirra í ljósi samtíðar innar.
Í stuttu máli komst ólafur að þeirri
niður stöðu að viðhorf lögskilnaðar-
manna væru andvana fædd.17 Lokaorð
fjórða árgangs Sagna átti Þór Whitehead
prófessor, sem var þá í óða önn að
rannsaka sögu Íslands í síðari heims-
styrjöld, þar sem hann sagði að það sem
hefði komið honum mest á óvart væri
hversu ólíkt yfirborðið væri því sem
undir býr.18 Þótt Sagnir ársins 1983 hafi
kannski ekki verið mikið fyrir blað að
sjá er ljóst þegar skimað er undir yfir-
borðið að inni haldið er ólíkt útlitinu;
ritið er ríkt af fróð leik og upp lýs ingum.
Í ritnefndar pistli sagði að undir búnings-
vinna við fimmta árgang Sagna væri
komin vel á veg; hvort sem það var rétt
eða ekki urðu Sagnir aldrei samar frá og
með árinu 1984.
1984
Árið sem george Orwell notaði sem bak-
grunn fyrir óhugnanlega fram tíðar sýn
sína, 1984, gat af sér lögin „two tribes“
og „relax“ í flutningi hinnar goð sagna -
kenndu sveitar Frankie goes to Holly-
wood sem urðu tvær mest seldu smá-
skífur ársins. Á Íslandi var snjó koma
og skaf renningur um ára mótin, jan-
úar heilsaði með stórviðri um land allt
en ætla má að mörgum hafi þó fund-
ist spenn andi að árið 1984 væri loks-
ins að renna upp. Líkast til er verk fall
opin berra starfsmanna mörgum eftir-
minni legt en það varði í um þrjár vikur
og olli heil mikilli rösk un í sam félag inu.
Bóka gerðar menn fóru einnig í verk-
fall sem varð til þess að dagblöð komu
ekki út og á sama tíma voru starfs menn
ríkisútvarpsins í verkfalli. stofn að var til
tveggja útvarpsstöðva til að segja fréttir
og miðla annarri dag skrá, sem var kol-
ólöglegt. svo fór að báð um stöðvunum
var lokað með lög reglu valdi en forsvars-
menn þeirra áttu dóms mál yfir höfði
sér fyrir glæp inn. tveimur árum síðar
var rekstur ljós vaka miðla orðinn frjáls
á Íslandi. jóhann Helga son og Björgvin
Halldórs son hlutu silfur verðlaun í
alþjóð legri söngva keppni í Bratislava í
tékkóslóvakíu með lagi jóhanns, „sail
On“. til stóð að Ísland tæki loksins
þátt í Evrópu söngva keppninni en fé
var af skornum skammti. Því voru það
Herrey‘s bræðurnir sænsku sem sigruðu
hjörtu Evrópu búa, enda með gull skó
á fót um. Þeir stigu galvaskir á svið í
grand theatre í Luxemborg og sungu
„Diggi-Loo-Diggi-Ley“ af innlifun, tíu
árum eftir frækinn sigur aBBa í sömu
keppni. sjálfur bítillinn ringo starr
var sér stakur heiðursgestur á útihátíð
í atla vík um verslunarmannahelgina
og gerð var heimildar mynd um kúreka
norðursins.
Flest var með kyrrum kjörum á stjórn-
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 262 6/5/2013 5:21:55 PM