Sagnir - 01.06.2013, Page 263
264
væri dæmt til að mis takast.19 Hátt á annan
tug greina birtust í þessum endurfæddu
Sögnum, „rýndar, umsteyptar og endur-
smíðaðar“.20 Forsíðu myndin var af mál-
verki Benedikts gröndal,21 „norður-
fjöllin“, þar sem gefur að líta útsýnið úr
reykja vík norð ur yfir sundin og Esja,
skarðs heiði og akrafjall blika blá í
baksýn. Málverkið tengdist meginþema
ritsins sem var „reykjavík og hafið“.
nokkrar greinar um efni því ótengt
birtust í Sögnum auk svokallaðs „smælk-
is“, sem var efni héðan og þaðan, þjóð -
sögur, gaman sögur og ýkjusögur birtar
líkt og til upp fyllingar. Þótt vel væri
vandað til verka hafa þó orðið að
minnsta kosti tvenn mistök við vinnslu
blaðs ins. Í því ein taki sem greinar-
höf undur las var mynda texti á bls. 21
límdur við hlið teikningar og í grein
um síldar verk smiðjuna Faxa hafði birst
„röng mynd“ af sveini s. Einarssyni,
sem var líklega leiðrétt með því að
senda áskrifendum lítinn miða með
réttri mynd og afsökunarbeiðni. Þess
háttar miði var límdur inn í eintak það
sem höf undur hafði undir höndum,
sem bendir til að þeim tveimur tugum
fólks sem kom að útgáfu Sagna var ekki
sama um hvað frá því fór.
Helgi Þorláksson sagði blaðið hafa
fengið góðar móttökur og selst vel í
hinum nýja búningi, enda var lagt upp
með að textinn væri frísklegur, upp-
setning fjör leg og myndaval ríku legt.22
Helgi hitti naglann á höfuðið hvað allt
þetta snerti því flest efni fimmta árgangs
Sagna er mjög læsi legt, áhugavert og
lifandi, hvort sem það var ritað af
nemendum eða reynd ari fræðimönnum.
Ætla má að mikil alúð og natni hafi verið
lögð í gerð fyrir sagna, val á myndum og
ekki síst ritun frísk legra en fræðilegra
greina um sagn fræðileg málefni.
nokkrir þeirra sem þarna stigu sín fyrstu
spor á fræði manna ferlinum hafa enda
verið áberandi á slóðum sagnfræðinnar
undanfarin ár, hver með sínum hætti.
Helgi Þorláksson var þeirrar skoðunar
árið 1997 að varla nokkur efaðist um að
breytingin sem gerð hafðu verið gerð á
Sögnum 13 árum fyrr hefði verið rétt mæt.
Dansarar sýna diskódans á skemmtistaðnum Hollywood árið 1984. Ljósmynd/Jim Smart.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 264 6/5/2013 5:22:01 PM