Sagnir - 01.06.2013, Page 269
270
kvenna sem lifðu vistina af í samskonar
fangabúðum og jafnvel þeim sömu
og þær mæðgur máttu dúsa í. Hann
aðhyllist þá kenningu að Erla litla hafi
látist fljótlega og verið grafin í fjölda-
gröf, jafnvel án vitneskju móður sinnar.
Vera sjálf lést eftir mikla þrælavinnu í
fanga búðum í Kasakstan. Í upphafi
bókar er handtöku Veru lýst með augum
Halldórs Laxness sem var viðstaddur. sú
ósanngjarna krafa brýst fram hjá lesanda
að Halldór bregðist við og geri eitthvað
til að bjarga henni frá örlögum sínum,
sem honum var líkast til ómögulegt.
sú krafa að handtakan og framkoma
embættis mannsins sem var að verki
hefði áhrif á hrifningu nóbelsskáldsins
á sovét ríkjunum er líklega ekki jafn
ósanngjörn. Halldór sagði ekki frá
atburðinum fyrr en hann lýsti handtöku
Veru Hertzsch árið 1963 í bókinni
Skáldatíma. Hann hafði veturinn 1937
til 1938 fylgst með sýndarréttarhöldum
yfir „óvinum ríkisins“ en þrátt fyrir að
hafa horft upp á aflvél ráðstjórnarinnar
mylja líf fjölda fólks var skáldið tilbúið
að mæra sovétríkin af alefli í bókum
sínum, Gerska æfintýrinu og Í Austurvegi.
Hugsanlegt er að handtakan hafi haft
djúp stæðari áhrif á Laxness en hann
vildi láta, en í viðtölum sem tekin
voru við hann eftir útgáfu Skáldatíma
Bók jóns ólafssonar heim-spekings Appelsínur frá Abkasíu hlaut fræðirita verðlaun Hagþenkis
árið 2012 og fjallar um örlög þýsk ættuðu
blaðakonunnar Veru Hertzsch, barns-
móður Benja míns H.j. Eiríkssonar. Hún
var hug sjóna kona, kommúnisti sem bjó
lengi í sovét ríkjunum og hafði verið gift
pólskum gyðingi sem bend laður hafði
verið við samsæri gegn vald stjórninni
og horfinn inn í sovéska gímaldið þegar
frásögnin hefst.
Í sovétríkjunum var búið til kerfi
fanga búða, sem almennt hefur gengið
undir undir heitinu gulag, þangað sem
sovétstjórnin sendi fanga af öllum
gerðum, allt frá smá glæpa mönnum til
pólítískra and stæðinga sinna. Fjölmargir
hafa lýst skelfilegu samfélagi þar sem
hver sá sem ekki „hegðaði sér rétt“ gat
átt á hættu að vera sóttur af yfir völdum
og sendur út í óvissuna. slík urðu örlög
Veru Hertzsch. jón ólafs son telur að
á árabilinu 1934 til 1953, þegar stalín
lést, hafi 25 til 28 milljónir manna verið
í haldi í gulaginu til skemmri eða lengri
tíma og að a.m.k. tvær milljónir hafi
látist þar.
jón reynir að endurskapa hugsanleg
örlög Veru og dóttur hennar, Erlu
sólveigar með því að nýta sér heimildir
byggðar á endurminningum annarra
Líkt og hvert annað bílslys?
appelsínur frá abkasíu –
Vera Hertzsch, Halldór Laxness
og hreinsanirnar miklu eftir jón
ólafsson – Bókaspjall
Markús Þ. Þórhallsson
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 270 6/5/2013 5:22:03 PM