Sagnir - 01.06.2013, Síða 270
271
sagði hann atburðinn hafa verið eins
og hvert annað bílslys, sem hann hefði
ekkert getað skipt sér af. Munurinn á
ókunnu fórnar lambi bílslyss og Veru er
hróplegur enda var hún ástkona vinar
Halldórs. Hann þekkti hana ágætlega,
hafði fært henni appelsínur frá sam-
yrkju búi í abkasíu, þau áttu löng og
áhuga verð samtöl og hann hafði setið
að snæðingi á heimili hennar kvöldið
sem fulltrúar ráðstjórnarinnar numu
hana og dóttur hennar á brott. Kald lyndi
Halldórs Laxness gagnvart örlögum
Veru Hertzsch er því sláandi og dregur
óneitan lega úr hrifningu þess sem hér
skrifar á nóbelsskáldinu. Kannske að
ósekju.
jón ólafsson býr að því að kunna
rússnesku og hefur því getað nýtt sér
heimildir sem hann hefur komist yfir í
skjala söfnum í rússlandi. Upplýsingar
um Veru sjálfa eru af skornum skammti,
en skrif annarra kvenna sem lifðu
af hörmungar fangabúðanna dýpka
skilning á hvað hún kann að hafa mátt
þola. Þó að bókin hverfist um Veru og
örlög hennar er hún jafnframt mögnuð
lýsing á samfélagi ógnarstjórnar og
ótta; um hreinsanirnar miklu og fanga-
búðakerfi þeirra ómannúðlegu og stál-
hörðu sovétríkja sem jósef stalín
skapaði. samfélagið var gegnsýrt van-
trausti, hver sem var gat lent í mulnings-
vélinni og nánasta skyldulið hand tekins
„föðurlandssvikara“ gat hvenær sem
er átt yfir höfði sér hand töku og dóm.
Lýsing jóns á fyrstu dögum Veru í
fanga vistinni er hræðileg; umsvifa laust
hófst markvisst og ákveðið niður brot
fangans til að gera hann auð sveipan
í hinu nýja samfélagi. Líkast til auð-
velt verk, því veröldin utandyra var í
raun ekki ólík þeirri innan fangelsis-
veggjanna. Veru og dóttur hennar var
holað niður í klefa með á annað hundrað
kven kyns föngum, og þó margar þeirra
væru í sömu stöðu virðist sem Vera hafi
álitið sig umkringda illskeyttum glæpa-
kvendum.
Appelsínur frá Abkasíu er afskaplega
vel unnin og skrifuð bók, jóni tekst vel að
fanga óhugnað stalíns-tímans, firringuna
og þá gríðarlegu mannfyrirlitningu sem
í alræðisvaldi getur falist. Vistin í fanga-
búðunum hefur verið helvíti líkust,
og þó kvennabúðirnar hafi sennilega
verið skömminni skárri en námur og
freðmýrar fangelsi segir jón að vistin hafi
verið stanslaus mannleg niðurlæging.
Öllum gildum hefðbundinna samskipta
var þar varpað fyrir róða, kúgun, ofbeldi
og illska voru meginstef í því samfélagi
sem til varð innan gúlagsins. smá-
glæpa mennirnir voru konungar fanga-
búðanna. Við liggur að lesturinn hafi
á köflum valdið líkamlegri vanlíðan,
enda tekst jóni frábærlega að lýsa hvaða
áhrif það hafði á saklaust fólk að dúsa
í fanga búðum, prísund sem það vissi
ekki hvort það losnaði nokkurn tíma
úr. Þunga miðja bókarinnar er frásögn
hans af þessum skelfingarbúðum ásamt
umfjöllun um hvernig hreinsanirnar
miklu hófust og brjálæðið sem fylgdi
þeim.
allmargir Íslendingar, einkum þó
Benjamín H.j. Eiríksson og Halldór
Laxness eru áberandi í bók jóns, og gjöf
þess síðar nefnda - appelsínurnar - eru
líkt og júdasar koss á kinn Veru Hertzsch
enda lýsir jón í bókarlok heimsókn sinni
á úti markað í Moskvuborg þar sem
honum er ráðið frá að kaupa grjótharðar
og gall súrar appelsínur frá abkasíu.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 271 6/5/2013 5:22:03 PM