Sagnir - 01.06.2013, Side 272
273
Það fylgir því tilhlökkun að setjast niður og lesa Sagnir, tímarit sagn-fræðinema við Háskóla Íslands.
Sagnir hafa allt frá upphafi haldið þeirri
sérstöðu sinni meðal íslenskra fræði-
tíma rita að vera vettvangur fyrir rann-
sóknir sagnfræðinema og miðla bæði
því besta og frumlegasta í rann sóknum
þeirra. Fyrir vikið hefur tímaritið haft
orð á sér fyrir að bjóða lesendum sínum
upp á bæði fjölbreytta og áhugaverða
um fjöllun um ólík viðfangsefni sagn-
fræðinnar. 29. árgangur Sagna er engin
undan tekning hvað þetta varðar.
Sögnum 2009 er ritstýrt af þeim Heiðari
Lind Hanssyni, Kristínu svövu tómas-
dóttur og sölva Karlssyni. af inngangi
þeirra má ráða að þema árgangsins hafi
upp hafl ega verið hugmynda- og hugar-
fars saga en að ritstjórnina hafi síðan
þrotið örendið, einhverra hluta vegna.
Ekki verður séð að þetta komi að sök,
enda tengjast flestar ef ekki allar greinar
ár gangs ins hugmynda sögu með einum
eða öð rum hætti. Ekki er heldur hægt
að kvarta undan skorti á fjöl breytni
í efnis vali þetta árið. Í 29. árgangi
Sagna er að finna um fjöllun um jafn
ólík efni og þjóðarsáttar samningana
og að dragandann að friðun Þingvalla,
kvenna frídaginn og trúleysingja, svo
eitt hvað sé nefnt.
Hvað varðar útlit Sagna er ljóst að
um smekks atriði er að ræða og að alltaf
má gera betur. almennt séð finnst mér
útlitið vel heppnað. spássíur eru að vísu
of litlar fyrir minn smekk og stund um
liggur titill greinar of nálægt megin texta.
Á móti kemur hins vegar að letur stærð
hefur verið samræmd og feit letranir eru
ekki ofnotaðar, eins og stund um vill
brenna við. Myndir og kort eru hófl ega
notuð og ekkert út á það að setja. Það
sama verður hins vegar ekki sagt um
stafs etningu og málfar en þar er víða
pottur brotinn. Ég ætla að láta nægja að
taka þrjú dæmi, máli mínu til stuð nings.
Fyrsta atriðið sem vert er að benda
á er að á nokkrum stöðum í textanum
vantar greini lega bil á milli orða. neðar-
lega á síðu 51 getur til dæmis að líta
eftir farandi setningar hluta: „taldiaðmeð
þvíaðvísamálinutilnefndarístjórnbótam
álinu“. Ljóst má vera að villa sem þessi
hlýtur að stafa af uppsetningu textans,
sem auðveld lega má lagfæra. annað
atriði, ekki ósvipað þessu, er að finna á
miðri síðu 19 en þar bregður fyrir ártalinu
19703. Hér á aftasti tölustafurinn auð-
vitað að vera tilvísunarmerki með litlum
staf, sem líklega hefur misfarist í upp-
setningu. Þriðja atriðið er af öðrum
toga en á síðum 79-80 er að finna eftir-
farandi setningu: „Munurinn á henni og
öðrum var sá að þær einingar sem áður
höfðu hlotið sjálfstæði voru aðilar að
sam bands ríkinu júgóslavíu á sér stöðu
innan júgóslavíu þar sem þrátt fyrir
að vera ekki aðildarríki að sam band-
inu átti það sjálfstæða aðild að forseta-
ráði ríkja sambandsins.“ Eins og sjá má
er setningin óskiljanleg. Með öðrum
orðum: Það þarf að bæta próf arka-
lestur inn.
nú er nóg komið af neikvæðni og
rétt að hyggja að efni 29. árgangs Sagna.
Í tíma ritinu er erindi eftir guð mund
Hálfdanar son prófessor, við tal við
sagn fræð ing ana Árna Daníel júlíus son
og sig rúnu Pálsdóttur og níu greinar
eftir sagn fræði nema og/eða ný bakaða
sagn fræð inga. Eins og stund um áður
snýr hluti efnisins beint að deilu málum
sam tímans, sbr. erindi guð mundar um
hrunið og sjálfs mynd Íslendinga og við-
talið við Árna og sig rúnu um hlut verk
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 273 6/5/2013 5:22:05 PM