Sagnir - 01.06.2013, Page 276
277
gerðir voru í febrúar árið 1990. Árni
beinir sjón um sínum fyrst og fremst að
and stæðum sögu skoðunum um tilurð
sam ning anna og dregur skýrt fram
hvernig þær skiptast eftir pólitískum
línum. annars vegar er söguskoðun
hægri manna en kjarni hennar er sá að
frum kvæði að samningunum hafi alfarið
komið frá aðilum vinnumarkaðarins og
að þáttur vinstristjórnar steingríms Her-
manns sonar í þjóðarsáttinni hafi verið
hverfandi. Hins vegar er síðan sögu-
skoðun vinstrimanna, þar sem áhersla
er lögð á að aðkoma ríkisstjórnarinnar
hafi skipt sköpum og í raun orðið til
þess að samningarnir urðu að veruleika.
niður staða Árna er á þá leið að pólitísk
nauð syn hafi knúið sjálfstæðisflokkinn,
sem þá var í stjórnarandstöðu, til að
eigna sér hlutdeild í samningunum.
Forustu menn flokksins hafi með engu
móti getað sætt sig við að vinstristjórnin
fengi heiður inn af þeim, sérstaklega
eftir að í ljós kom að samningarnir voru
efna hagslegt afrek. Því hafi sú leið verið
farin að eigna Einari Oddi Kristjáns-
syni, Ásmundi stefánssyni, guð mundi
j. guð munds syni og öðrum forustu-
mönn um aðila vinnu markaðar ins
heiður inn.
almennt séð er ég sammála þessari
niður stöðu, enda hef ég alltaf litið svo á
að aðkoma ríkis stjórnarinnar hafi skipt
sköp um. Í lok kjörtímabilsins hafði
vinstri stjórnin komið verð bólgunni
niður á svipað stig og í nágranna lönd-
unum en það markmið var að finna í
málefna sam ningum allra ríkis stjórna
sem setið höfðu á Íslandi frá árinu 1974.
að horfa fram hjá þessari stað reynd ber
keim af þeim ósið íslenskra stjórnmála-
manna að geta aldrei látið pólitíska and-
stæð inga njóta sannmælis. að mínu mati
er hér á ferðinni ein athyglisverðasta
grein 29. árgangs Sagna og þarft innlegg
í íslenska stjórnmálasögu á 20. öld.
síðustu grein Sagna þetta árið á
sölvi Karlsson, sem fjallar um sjálfs-
ákvörðunar rétt þjóða og þær breytingar
sem orðið hafa á hugtakinu allt fram á
okkar daga. Efnið er í eðli sínu alþjóð-
legt og fróðlegt að sjá hvernig höfundur
tengir það við þróun mála í Kósóvó,
suður-Ossetíu og abkasíu. Hvort sjálf-
stæði þessara landsvæða markar þau
tíma mót sem höfundur vill vera láta
skal ósagt látið. Hitt er hins vegar ljóst
að mjög mun reyna á hina nýju túlkun
hugtaksins á komandi árum og ekki
ólíklegt að hér sé á ferðinni eitt mesta
deilu efni alþjóðastjórnmála á 21. öld.
Hér hefur verið stiklað á stóru í
nýjasta árgangi Sagna. Eins og ævinlega
sýnist sitt hverjum. Það sem einum
finnst vel hepp nað finnst öðrum miður.
Þannig verður það alltaf. Þegar á heildina
er litið er niður staða mín þó ótvíræð.
29. árgangur Sagna er vel hepp naður
og rit stjórninni til sóma. Mér líst einnig
vel á þá hug mynd að færa út gáfuna inn
í nám skeið í sagnfræði- og heimspeki-
deild. Útgáfa tímarits á borð við Sagnir
út heimtir mikla vinnu sem eðlilegt er að
nem endur fái metna sem hluta af námi
sínu. Hvert sem fyrirkomulagið verður í
fram tíðinni er þó mest um vert að nem-
endur í sagn fræði við Háskóla Íslands
haldi áfram á sömu braut og að tíma-
rit þeirra, Sagnir, haldi stöðu sinni sem
öflugasta nemenda tímaritið á Íslandi.
Vor2013-A5-288+4bls-BN.indd 277 6/5/2013 5:22:11 PM