Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 14

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 14
Byggastefna bndasamflagsins Sagnir 1999 13 þjóna hagsmunum málflytjenda. Þær hljóta að eiga sér stoð í þeim raunveruleika sem sagnfræðingar leitast við að brjóta til mergjar. Því er ekki úr vegi að athuga nánar nokkrar hugmyndir bænda um þjóðþrifamál á 18. og 19. öld og þá skírskotun til ytri aðstæðna sem látin var réttlæta mannréttindasjónarmið og „byggðastefnu“ gamla samfélagsins. Athugum um leið hugmyndir bænda um „reglu“ í þjóðfélaginu, það sem þeir töldu rétta og eðlilega þjóðfélagsskipan, og hvernig sú hugmyndafræði var til komin.2 Málsvörn betri bænda Hinar gömlu hugmyndir um „jafnvægi bjargræðisveganna“ tóku í rauninni mið af gagnkvæmum og knýjandi þörfum bænda annars vegar og þeirra sem höfðu aðalframfæri sitt af sjósókn hins vegar. Bréf sem Ingibjörg Jónsdóttir (1784-1865) húsfreyja á Bessastöðum skrifaði haustið 1829 gefur vísbendingu um þarfir hinna síðarnefndu: Bágt er ef harðindi koma norðanlands. Þá er ég viss um, að nesjabúarnir hérna lifa engu sældarlífi, því mestallt sitt smjör fá þeir að norðan, og þegar það ekki fæst verða hér líka harðindi...3 Í bréfinu kemur fram að sjávarafli hefur verið í meðallagi og að mörg kaupskip eru komin. En Ingibjörg kallar það „harðindi“ þegar smjör fæst ekki keypt. Þótt frægt sé orðið af Sölku Völku að fátæklingar við sjávarsíðuna drægju fram lífið af soðningu í alla mata gerir Ólafur Stefánsson ráð fyrir því árið 1786 að þurrabúðarfólk kaupi af bændum allan mjólkurmat og enn fremur kjöt. Hann taldi einnig ull og sauðskinn til nauðsynja sem þurrabúðarfólkið gat einungis keypt af bændum.4 Þörfin var gagnkvæm því að í sveitum var hertur fiskur, með smjöri, dagleg fæða árið um kring.5 En hvers vegna var það þá talið skaða hagsmuni heildar- innar að leyfa óhefta búðsetu? Sú gamla röksemdafærsla að þurrabúðarfólki væri hættara við hungurdauða virðist vafasöm í ljósi þess að í móðuharðindunum varð mannfall mun meira í sveitum en við sjávarsíðuna.6 En dæmið af móðuharðindunum sýnir líka að við þáverandi stjórn og verslunarfyrirkomulag kom sjávaraflinn landsmönnum að takmörkuðum notum í hungursneyð. Séra Gunnar Pálsson lýsir eðlilegum áhyggjum bænda þegar hann árið 1782 talar um „nýja kauphöndlun með eftirlegum, fiskisníkjum á sjó og landi, og alls útsogi sem mögulegt kann sýnast.“7 Hann hafði lög að mæla, því mitt í hungursneyðinni tveimur árum síðar var fluttur frá Íslandi álíka mikill fiskur og í meðalári.8 Óttinn við að jafnvægið milli atvinnuveganna myndi raskast, ef búðseta og sjósókn væri gefin frjáls, virðist allt í einu fullkomlega eðlilegur. Fiskurinn var eftirsótt út- flutningsvara og „fiskisníkjur“ kaupmanna ógnuðu mögu- leikum þjóðarinnar á að vera sjálfri sér nóg með fæðu frá ári til árs. Þótt hungursneyð vofði alltaf yfir var matur aðal út- flutningsvara þjóðarinnar. Við þær aðstæður var tæpast við því að búast að bændur hefðu að leiðarljósi langtímasjónarmið um mögulega aukningu á þjóðarframleiðslu með aukinni útgerð. Þá var sjálfsþurftin öruggari enda taldist mikið af þeim vörum, sem landsmenn keyptu fyrir matvæli, til óþarfa. Sjálfsþurftarhugsjón Íslendinga byggði á gamalli reynslu sem Hjálmar Jónsson lýsir svo árið 1868: Það hygg ég vera þá verstu hjátrú, að eiga líf manna og skepna undir hending og tilviljun hjá framandi þjóðum, sem jafnan breyta við oss eftir eigin velþóknun og reynast oss verst þegar líf vort stendur í mestri hættu og þarfir vorar eru strangastar.9 Ljóst er að bændastéttin gat haldið því fram með gildum rökum að of mikil sjósókn og verslun sömuleiðis væru landsmönnum óhagstæð. En hvernig réttlættu bændur vistarbandið og bann við öreigagiftingum? Þegar að er gáð skorti þá ekki rök sem við skulum kynna okkur áður en við reynum að dæma um gildi þeirra. Allir vilja búa Þegar slakað var á góðri reglu og of mörgum vinnuhjúum leyft að giftast og stofna bú í góðæri þótti mörgum stefna í óefni. Grípum niður í bréf sem Páll Pálsson amtsskrifari (1806- 1877) skrifaði árið 1833: Allt er í brjáli. Jarðræktinni fer aftur eftir því sem fólks- fjöldi vex. Hvers vegna? Af því að allir vilja búa en enginn býr þó. Flestir hokra. Vinnufólkið vantar. Allir vilja vera fríir og sínir eigin herrar, giftast og eiga börn.10 Mynd til vinstri: Uppskipun á fiski við bryggju í Reykjavík árið 1875. Á 18. og 19. öld var töluverður ótti við að jafnvægi milli atvinnuvega milli raskast ef búðseta og sjósókn væri gefin frjáls. Mynd til hægri: Bóndi með fjölskyldu sína á sjöunda áratug 19. ald- ar. Margir töldu að landi og þjóð væri hætta búin af of miklum fólks- fjölda. Því væri eðlilegt að koma í veg fyrir fólksfjölgun umfram það sem landið gat borið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.