Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 58

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 58
Skasta svikamylla auvaldsins Gengisstefna Norðurlandaþjóðanna og Íslendinga Englandsbanki afnam gullinnlausn 21. september 1931. Í kjöl- farið féll pundið mikið í verði, 15% fyrsta daginn, og í árslok var lækkunin orðin 30%.4 Fjölmörg ríki felldu gengi gjaldmiðla sinna í kjölfar Englendinga, þeirra á meðal Norðurlandaþjóð- irnar. Gengisnefnd, sem lögum samkvæmt sá um gengisskrán- ingu íslensku krónunnar, ákvað á fundi 2. október 1931 að gengið skyldi óbreytt gagnvart pundi, 22,15 krónur. Ásgeir Ás- geirsson fjármálaráðherra lagði áherslu á að gengisstefna stjórnvalda hefði ekki breyst, enda var gripið til víðtækra að- gerða til að koma í veg fyrir að gengi krónunnar raskaðist.5 Komið var á skilaskyldu erlends gjaldeyris sem öðrum en bönk- unum var bannað að versla með og bankarnir hvattir til að veita ekki gjaldeyri til innflutnings á „ónauðsynlegum varningi“.6 Á Norðurlöndunum var þróunin nokkuð önnur, því við af- nám gullfótarins var þar tekin upp sjálfstæð gengisstefna. Hagsmunir útflytjenda voru að gengið yrði lækkað, enda fást við lægra gengi fleiri krónur fyrir gjaldeyri sem aflast. Sam- keppnisstaða þeirra batnar á erlendum mörkuðum, samtímis verður innlend framleiðsla hlutfallslega ódýrari en innflutn- ingur. Í Danmörku og Noregi var kröfum um lægra gengi helst haldið á lofti af bændum og samtökum þeirra. Víðtæk sátt náðist um að afkoma atvinnuveganna ætti að ráða genginu, en ekki hugmyndafræðilegar kennisetningar eða þjóðernislegur metnaður. Stjórnvöld reyndu því ekki að ríghalda í ákveðið verðgildi gjaldmiðlanna, þó komið væri í veg fyrir óeðlilega mikið gengisfall.7 Gengi myntanna sveiflaðist nokkuð, en á fyrri hluta árs 1933 staðfestust Norðurlandamyntirnar. Nýja gengið jafngilti 10–20% gengisfalli gagnvart pundi, sé miðað við jafngengi. Mynd I sýnir þessa þróun mjög vel. Efnahags- líf á Norðurlöndunum tók að rétta úr kútnum, og því hljóðn- uðu raddir um frekari gengislækkanir.8 Það er athyglisvert að um svipað leyti og gengismálið fór af dagskrá á hinum Norðurlöndunum var umræðan hér á landi rétt að hefjast. Gengisfelling dönsku krónunnar 31. janúar virðist hafa vakið áhuga margra Íslendinga á gengismálinu, því um miðjan febrúar mátti lesa í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins að „[s]íðan danska krónan fjell um daginn hefir ver- ið orðasveimur um það hjer í bænum, að lækka myndi gengi íslensku krónunnar.“9 Er mark takandi á orðrómi? Langsamlega mest var fjallað um yfirvofandi gengislækkun í Alþýðublaðinu og ævinlega með vísan í „orðróm sem gekk um bæinn“. Slíkar fréttir eru vitaskuld varasamar og óskynsam- legt að álykta um skoðanir manna eða gerðir, sé ekki annað að byggja á en frásögn pólitískra andstæðinga þeirra. Þá er að vonum erfitt að rekja aðdraganda ákvörðunar sem aldrei var tekin, þreifingar af því tagi sem hér er fjallað um skilja eftir sig litlar heimildir. Alþýðublaðið er þó ekki eitt til frásagnar. Fjöldi annarra heimilda renna styrkum stoðum undir þá ályktun að hér hafi meira verið á ferð en gróusaga. Björn Ólafsson, stórkaupmað- ur og einn helsti talsmaður verslunstéttarinnar, skrifaði í Vísi að öllum almenningi hefði verið kunnugt, að af „áhrifamönn- um allra flokka“ hefði verið rætt um gengismálið af „fullri al- vöru.“10 Í Verslunartíðindum kom einnig fram að í upphafi árs gekk sá orðrómur „að á meðal ýmsra megandi stjórnmála- manna“ væri það ríkjandi skoðun að gengislækkun væri áhrifaríkasta leiðin út úr kreppunni.11 Bæði Verslunartíðindi og Björn fullyrtu að miklu minna væri fjallað um málið í blöðun- um en meðal almennings. Ríkjandi hugmyndir um hagfræði En af hverju hafði gengismálið ekki verið rætt fram að þessu? Ein ástæða var sú að samkvæmt klassískri hagfræði, sem mjög var í tísku, voru viðskiptakreppur hluti af gangverki efnahagslífsins og að markaðsöflin ein gætu unnið bug á þeim. Til að auka eftirspurn og koma hjólum viðskiptalífsins af stað varð verðlag að lækka, sérstaklega laun. Í lengstu lög átti að forðast breytingar á verðgildi peninganna. Skrif Hall- dórs Jónassonar, starfsmanns gengisnefndar, í Eimreiðinni endurspegla þessi viðhorf. Hann var ötull talsmaður óbreyttr- ar gengisstefnu: [hér] á bak við felst sú heilbrigða hugsun, að ein af frum- skyldum eins ríkis sé sú, að ábyrgjast þjóðinni öruggan fjárhagslegan samningsgrundvöll, sem ríkið eftir beztu getu heldur föstum. Peningagengið er þar eitt aðalatriðið. Ríkið getur mist á því tökin, en viljand raskar það ekki stöðugu gengi, á þess að svíkja sinn aðal-tilgang.12 Ef verðhækkanir og launahækkanir urðu meiri í einu landi en öðru, átti að leiðrétta það með verðhjöðnun í fyrra landinu. Lægra verðlag gerði útflutning landsins samkeppnishæfari og innlend framleiðsla stæði betur að vígi í samkeppni við inn- 57 Mynd I. Gengi danskrar, norskrar og sænskrar krónu í bönkunum í Reykjavík janúar 1931-desember 1934. Meðaltal mánaðargengis. Heimild: Hagtíðindi 1932–1934. Sagnir 1999 Þar sem gengi íslenskrar krónu hélst stöðugt gagnvart pundi á þessum tíma sjást gengissveiflur norrænu myntanna vel á þessu línuriti. Gengi finnska marksins sveiflaðist einnig mikið á þessum tíma. Vorið 1933 staðfestist það í gengi sem svaraði til 15% gengislækkunar gagnvart pundi. Tvöfalt gengi, og svartur markaður með gjaldeyri í Finnlandi, koma þó í veg fyrir að hægt sé að setja gengisþróun marksins inn á þetta línurit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.