Sagnir - 01.06.1999, Page 27

Sagnir - 01.06.1999, Page 27
26 Œslandssiglingar Englendinga  17. ld Sagnir 1999 Innanlandsverslun og landprang hafði ætíð tíðkast á Íslandi, en þessir einstaklingar komust raunar næst því að mynda ís- lenska verslunarstétt. Jón J. Aðils þekkir t.d. einungis eitt dæmi þess að Íslendingur hafi verið í danskri verslunarþjón- ustu á 17. öld.25 Síðasti þekkti íslenski athafnamaðurinn, sem viðriðinn var launverslun svo að séð verði af heimildum, var Pétur Jónsson, sonur séra Jóns Loftssonar í Saurbæjarþingi og Sigþrúðar Ein- arsdóttur og var kvæntur og búsettur í London.26 Vorið 1691 var hann nokkuð umsvifamikill Norðanlands, því kaupmenn á Reykjafirði kvarta undan því í bréfi til konungs að hann hafi ekki skilið eftir handa þeim nema 50 ríkisdala virði af íslensk- um varningi um sumarið.27 Pétur lét ekki þar staðar numið, heldur fór vestur á Hjallasand á Snæfellsnesi og rak þar tals- verða verslun. Það kom í ljós við rannsókn sem fór fram að Ingjaldshóli 31. maí og 4. júní 1692 fyrir tilstilli Laurits Ber- telsonar undirkaupmanns. Við yfirheyrslur viðurkenndu níu menn að hafa ýmist versl- að við Pétur, tekið varning til geymslu eft- ir að hann hélt aftur til Englands eða selt fyrir hann varning um veturinn. Það var einkum tóbak, brennivín, litað klæði og nokkuð af lóðarönglum og skriffærum sem þeir keyptu fyrir ógilt prjónles, að þeir fullyrtu. Fyrir vikið voru þrír þeirra dæmd- ir af búslóð sinni í samræmi við konungs- boð frá 5. maí 1674.28 Samkvæmt rann- sókninni ráðgerði Pétur að koma aftur til landsins sumarið 1692. Ekkert spyrst þó til komu hans í heimildum. Hollenskir fálkafangarar á enskum duggum Á fyrri hluta 17. aldar voru enskir og hol- lenskir fálkafangarar tíðir gestir, en Dana- konungur var fúsari til að veita þeim frem- ur en öðrum framandi mönnum atvinnu- leyfi á Íslandi. Til að treysta samskipti sín við ráðamenn erlendra ríkja gat það komið sér vel að veita fálkameisturum þeirra leyfi til að veiða og kaupa fálka.29 Ekki er laust við að fálkafangarar hafi nýtt sér fálkatekjuleyfin til að reka kaup- skap meðfram veiðunum, því þegar árið 1606 kvörtuðu kaupmenn frá Málmey undan verslun enskra fálkafangara í bréfi til konungs.30 Í minnisbók Odds biskups Einarssonar fyrir árið 1630 má t.d. sjá að hann hefur keypt enskan bjór af enska fálkafangaranum Jason Vest.31 Jason þessi, sem sór landvistareið í lögréttu sumarið 1635, átti í tíðum málaferlum við Íslend- inga og hollenska starfsbræður sína.32 Einn þeirra var Johan Marcusz Mom, sem var fæddur um 1597 í Brabant á Nið- urlöndum en bjó lengst af ævi sinnar í Rotterdam, þar sem hann lést árið 1667.33 Hann kemur fyrst við sögu árið 1620, þá rétt tvítugur, er Krist- ján 4. veitti honum leyfi til fálkaveiða og fálkakaupa í Þingeyj- arsýslu ásamt Johan Verbruggen til 12 ára.34 Fjórum árum seinna var þeim, sem umboðsmönnum Maurits prins af Oran- íu, á ný veitt leyfi sem náði að auki til Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og Múlasýslna.35 Kristján 4. endurnýjaði leyfi þeirra til veiða í Þingeyjarsýslu 10. janúar 1632 áfram til 12 ára, en setti jafnframt það skilyrði að þeir ferðuðust til og frá landinu með skipum verslunarfélagsins í Kaupmannahöfn.36 Með þessum hætti hugðist Danakonungur stemma stigu við ólöglegri verslun fálkafangara á Íslandi. Fyrirkomulagið var hins vegar fálkaföngurunum óhagkvæmt, enda var algeng- ast að dönsk kaupskip kæmu ekki út til Íslands fyrr en um miðjan júnímánuð og dvöldu í höfnum einungis í einn til tvo mánuði.37 Fyrir vikið valdi Johan Mom, líkt og fleiri enskir og hollenskir fálkafangarar, þann hagkvæma kost að ferja sig til 101/2 álnir blár fóðurdúkur, alin breiður hver alin virt á 1 slétt mark 161/2 álnir svört gróf kérsa, 5 kvartil breið 21/2 mark 58 álnir gróft rautt klæði, alin breitt 24 skildinga danska 21/2 álnir stállitað klæði, 2 álna 1 kvartil breitt 2 slétta dali 1 alin 3 kvartil blátt klæði, 11/2 alin 1 kvartil breitt 3 mörk 11/2 alin thanettenbrúnt klæði, 2 álna 1 kvartil breitt 1 ríkisdal 3 álnir og 1 kvartil svart klæði, 21/2 álna breitt 5 slétt mörk 5 álnir og 1 kvartil fieclenbrún gróf kérsa, 5 kvartil breið 21/2 mark 4 álnir græn kérsa, jafn breið 21/2 mark 4 álnir blá kérsa, jafn breið 21/2 mark 1 alin 1 kvartil ljósbrún kérsa virt á 21/2 mark 71/2 álnir mjótt gróft léreft hver alin virt á 8 skildinga 5 álnir léreft 1 slétt mark 121/2 álnir léreft 14 skildinga 5 álnir léreft 24 skildinga 9 barnaskyrtur úr mjóu grófu lérefti hver virt á 2 mörk 3 litlir pípukragar hver virtur á 3 mörk 24 tylftir af hnöppum hver tylft virt á 4 skildinga 3 tylftir af hnöppum 6 skildinga kassi 20 krókahringir, á hverjum hring — 20 krókapör virt á 11 mörk 4 skildinga 10 vasaklútar hver virtur á 12 skildinga 2 hengilásar 12 skildinga 8 smáir lásar 10 skildinga 5 álnir svart silkiband hver alin virt á 8 skildinga 7 álnir blátt silkiband 8 skildinga 6 svört lamber hattabönd hvert virt á 3 mörk 17 hattabönd 6 skildinga 4 trógte [=þrykktir?] léreftshattar 2 mörk 4 bækur grófur pappír hver bók virt á 8 skildinga 2 enskar tóbaksdósir hver virt á 20 skildinga 17 lóð saumþráður virt fyrir 20 skildinga 1/2 lóð silki virt á 1 mark 2 fingurbjargir fyrir 4 skildinga 2 hornkambar 2 skildinga 91/2 pund tóbak hvert pund virt á 3 mörk 6 litlar þráðardokkur virtar á 2 skildinga Samt. 94 sléttir dalir 3 slétt mörk 9 skildingar [eða ca. 60 ríkisdalir] dönsk alin = 4 kvartil = 52 sm.? danskt pund = 32 lóð = 496 gr. Varningur sem Jón Ólafsson sýslumaður í Snæfellsnessýslu gerði upptækan árið 1636 Heimild: ÞÍ. Rentukammerskjöl. Y.4. 1633-1640. Fylgiskjöl með lénsreikn- ingum reikningsárið 1636-1637.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.