Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 8
Œ gu nijanna Sagnir 1999 7 árið 2900!29 Það hefði varla nokkur maður leitt hugann að eitt hundrað árum áður. Þessi hugarfarslega breyting hefur valdið því að finna má skýra mynd af framtíðarsýn landsmanna í mörgum samtímaheimildum frá síðari hluta nítjándu aldar. Engu að síður voru margir sem báru enn fullt traust til forsjón- ar Guðs, eins og Guðmundur Davíðsson gerði í fyrrnefndri „hugsanabók“ sinni. Þjóðernishyggja og framfaratrú Þegar komið er fram undir miðja nítjándu öld voru vindar hinnar rómantísku þjóðernisstefnu farnir að blása um íslenskt þjóðlíf. Framfarahyggjan var henni samferða og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna það sem eftir lifði af öldinni. Skáldin tóku að yrkja í þessum anda, ræður stjórnmálamanna voru í svipuðum dúr, og greinar blaðanna sömuleiðis.30 Í hinni hversdagslegu umræðu var mikil áhersla var lögð á framfarir og framfaralögmál, en margir töldu að sívaxandi framfarir myndu leiða manninn til móts við nýja og betri tíma, jafnvel til fullkomnunnar.31 Einn þeirra var maður að nafni Guðmund- ur Guðmundsson sem skrifaði í Þjóðólf árið 1886: Framför einstakra manna, heilla þjóða og alls mannkynsins fylgir sömu meginlögum í stóru sem smáu. Munur á fram- förum... er að eins fólginn í því, hvað þær eru skjótar og hve langt þær komast, en allir menn og allar þjóðir feta hinn sama fastákveðna feril að takmarki fullkomnunarinnar.32 Á sama tíma bárust fréttir af vaxandi tækniframförum í blöðum og tímaritum landsmanna. Má þar nefna frásagnir af talsímanum, tilraunum með flugför, og „frjettaþráðum“.33 Slíkar fréttir gáfu fólki tilefni til bjartsýni í garð komandi tíma, þegar tækninýjungar gætu gert lífið þægilegra. Þannig birtist eftirfarandi frásögn í handskrifaða sveitablaðinu Hann og hún í janúar árið 1896, sem tileinkuð var 7. janúar það ár. Þar var rætt um ákveðin tímamót í samgöngumálum: Þann dag var maður á ferð fram dalinn á tveimur jafnfljót- um með litla tösku á hlið; það var hinn fyrsti aukapóstur frá Kesti að Lundi. Mjór er mikils vísir; má vera að 1. janúar 1996 hafi aukapósturinn dróg í taumi ef hann þá ekki kem- ur keyrandi í gufuvagni eða fljúgandi í loptinu, sem eins er líklegt.34 Þessi trú á framfarir tengdist hinni rómantísku þjóðernis- hyggju náið. Segja má að stór hluti þjóðfélagsumræðunnar á síðari hluta nítjándu aldar hafi verið tengd nokkurs konar þjóðerniskenndri framfarahyggju, sem kemur skýrt fram þeg- ar blöð og tímarit frá þessum tíma eru skoðuð. Framtíðarsýn blaða og tímarita 1870–1900 Umræður hinnar fjölbreyttu blaðaflóru frá síðari hluta nítj- ándu aldar snerust að miklu leyti um eflingu lands og þjóðar í þágu komandi tíma, en ótal hugvekjur um framfaramál birtust í velflestum blöðum og tímaritum á þessu tímabili.35 Þær báru sterk merki sjálfstæðibaráttunnar þar sem lögð var áhersla á að vegur þjóðarinnar yrði sem mestur á komandi tímum. Ritið Deo, regi, patriæ er að stofni til frá árinu 1699. Páll Vídalín tók það upphaflega saman, en Jón Eiríksson endurbætti það og gaf út árið 1768. Í ritinu má finna ágæta lýsingu á því hugarfari sem ríkti gagnvart breytingum og framkvæmdum meðal íslensku þjóðarinnar á 17. og 18. öld. Eftir Jón Vídalín biskup, liggur Vídalínspostilla, frægt rit sem inni- heldur útleggingar á boðskapi kirkjunnar. Fólki var ætlað að lesa í postillunni ef það komst ekki til kirkju. Postillan var prentuð marg- sinnis á 18. og 19. öld og er almennt talin hafa haft mikil áhrif á trú- arlíf landsmanna. Hún kom síðast út árið 1995. Útgáfan á myndinni er frá árinu 1838.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.