Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 40

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 40
nefndur á nafn árið 1701 án þess að sök hans sé nefnd.4 Árið 1726 er þess krafist að Þorsteinn Jónsson fálkafangari borgi skuld sem honum ber að greiða og óskar sýslumaður í Skaftafellssýslu (þaðan sem Þorsteinn strauk reyndar árið 1723 „sigtaður um þjófnað“) að sá sýslumaður, „í hvers sýslu nefndur Þorsteinn vera kann, tilhaldi honum að betala þess skuld.“5 Hér er lýst eftir sakamanni þótt lýsingin sé með nokk- uð öðru sniði en gengur og gerist í Alþingisbókum. Ekki er gefin útlitslýsing á Þorsteini og get ég mér þess til að fálkafangari eins og Þorsteinn hafi átt erfiðara með að fara huldu höfði á landinu en „meðal-Jóninn.“ Því er e.t.v gert ráð fyrir að sýslumenn eigi auðvelt með að finna hann. Tíu ár á umræddu tímabili innihalda engar sakamannalýs- ingar en ógjörningur er að segja hvers vegna meira er um lýs- ingar eitt árið en annað. Þó má t.d. benda á hve harðindaárin Sakamannalsingar  Alingi menn, klausturhaldarar og hverjir aðrir” sem gætu rekist á Jón myndu handtaka það „illmenni“ sem hann er kallaður í lýsing- unni. Þarna sést greinilega hverjum slíkar lýsingar voru ætlaðar, en augljóst er að bæði þeir sem hlýddu á umræður í lögréttu og fengu ein- tak af Alþingisbókum voru heldri menn samfélagsins. Jón Hreggviðsson var eini mað- urinn sem lýst var eftir á Alþingi árið 1684 og lýsingin er þörf lesn- ing fyrir þá sem ætla sér að lesa Ís- landsklukku Halldórs Laxness. Hún skerpir mynd Jóns í huga les- andans og er ágætis viðbót við þá mögnuðu bók, en Halldór byggir á lýsingunni eins og sjá má ef lýsing hans á Jóni er borin saman við lýsinguna hér að ofan.2 Sakamannalýsingar á Alþingi með og án auðkennalýsinga á árunum 1684-1730 Í heild er lýst eftir 90 sakamönnum á Alþingi á tímabilinu 1684-1730, eða um það bil tveimur á ári og auðkennum þeirra er lýst í 83 tilvika. Þegar auðkennalýsingu er sleppt er yfirleitt vitað hvert á land menn hafa flúið undan refsingu.3 Oft er þó ekki hægt að finna neina ástæðu fyrir slíku, eins og þegar strokumaðurinn Árni Sigurðsson úr Múlaþingi er einungis 1697–1703 eru lífleg hvað sakamannlýsingar varðar og virð- ist veðráttan ekki hafa dregið úr mönnum þegar þeir frömdu glæpi eða lögðu á flótta. Slæmt ár- ferði og hungur hefur frekar átt þátt í að auka glæpi, t.d. þjófnaði. Sam- félagið var í miklu uppnámi á þessu tímabili og ástandið var embættis- mönnum mikið áhyggjuefni.6 Flest það fólk sem lýst er eftir á Alþingi er ógæfufólk samfélagsins og oft er hægt að finna lýsingar í Alþingisbókunum þar sem hræðsla yfirvalda við flakk landsmanna kemur í ljós. Slíkt er til dæmis að finna á eftir lýsingu á Ívari Þor- steinssyni árið 1693. Áréttað er fyrir sýslumönnum „að þeir á engan hátt hjá hliðri eður öðrum líði yfir að hilma skaðlega umhleypinga, letingja, þjófa eður aðra aðskiljanlega óráð- vanda stráka, án þess að þeim sé fyrir sína óráðvendni undir alvarlegt straff og refsing haldið.“ Standi sýslumenn landsins ekki sína plikt er framtíðin ekki björt: „Annars kynni að ske, sem herrann forbjóði, að sá margbreytti strákalýður fái innan fárra tíma þá yfirhönd í landinu bændalýðinn útarma og byggðunum að foreyða, svo innbyggjararnir ei við reist geti.“7 Þess ber að geta að við upphaf þess tímabils sem hér er um rætt koma Bessastaðapóstar til sögunnar, en þeir verða að telj- ast vitnisburður um auknar áhyggjur og hörku yfirvalda í aga- málum landsmanna. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem lýst er eftir eru karl- menn. Á tímabilinu er aðeins hægt að finna fjórar eftirlýstar konur og eru tvær þeirra í greinilegu samfloti með karlmönn- um.8 Siðferðisbrot eru algengustu glæpirnir sem þetta fólk fremur en þjófar eru líka fjölmennir í hópnum og einnig menn sem hlaupa frá konum sínum og fjölskyldum og úr vist, en slík ævintýramennska var yfirvaldinu mikill þyrnir í augum á þessum tíma eins og alkunna er. Vinnubrögð yfirvalda Yfirleitt skrifuðu sýslumenn eða aðstoðarmenn þeirra saka- mannalýsingar sem auglýstar voru á Alþingi, þó einnig komi fyrir að barnsmæður gefi lýsingarnar upp þegar leitað er að barnsfeðrum þeirra.9 Þeir sem hafa átt sökótt við viðkomandi sakamann, t.d. grunað hann um þjófnað, hafa eflaust oft gefið lýsingu á honum og einnig má gera ráð fyrir að húsfreyjur í leit að eiginmönnum sínum hafi tíundað auðkenni þeirra fyrir yfirvaldinu. Lögmenn og landfógeti láta einnig til sín taka í sakamannalýsingum, en ég sé fyrir mér að oftast hafi sýslu- menn fengið veður af flóttamönnum á vorþingum og haldið til Alþingis í júlí með lýsinguna. Vinnubrögðin hjá Þórði Björns- syni lögsagnara í Strandasýslu koma í ljós þegar lýst er eftir Ásmundi Ögmundssyni, meintum barnsföður Ragnheiðar Þorgrímsdóttur á þinginu 1711. Tekið er fram að Þórður hafi „gaumgæfilega eftirspurt í Strandasýslu nú í vor á manntals- þingunum“ hvort téðan Ásmund væri að finna í sýslunni.10 Á einstaka lýsingu má merkja að yfirvaldið hefur kynnst viðkomandi flóttamanni persónulega og á það t.d. við um strokufanga og menn eins og Þorleif Bernharðsson sem Bene- 39 Lýsingar með auðkennum 1684 – 1690 1691 – 1700 1701 – 1710 Samtals 1711 – 1720 1721 – 1730 14 23 16 8311 19 Lýsingar án auðkenna 0 1 3 70 3 Heildarfjöldi eftir- lýstra sakamanna 14 24 19 9011 22 Sagnir 1999 Heimild: Alþingisbækur Íslands IX. Rvk, 1957–1964 bls. 171 og Alþingis- bækur Íslands XI Rvk, 1969 bls. 269. Lýsing Halldórs Laxness á Jóni Hreggviðssyni: ...tötramaður í rifinni mussu, gyrður reipi úr hrosshári, berfættur og svartur á fótum, með sára úlnliði bólgna, en handsmár, koldökkur á hár og skegg og gráfölur í andliti, mógeygður, snarlegur í fasi og harðlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.