Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 62

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 62
Skasta svikamylla auvaldsins 61 kröfur mundu verða gerðar, að útgerðarmenn fengju í sínar hendur umráðarétt yfir erlendum gjaldeyri, og þá væri nauðsynlegt að hafa fiskinn frjálsan, ef svo bæri undir.37 Um þetta urðu miklar umræður, og var að lokum samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að stöðva mætti flotann, teldi stjórnin það hagsmunum félagsmanna til framdráttar, og væri það samþykkt af 4/5 þeirra sem mættir voru á þessum fundi.38 Gengismálið var aftur til umræðu þann 1. mars. Ólafur hóf umræður með því að vísa til þess að á síðasta fundi hefði hann hvatt útgerðarmenn til að fresta inngöngu sinni í S.Í.F., til þess að binda eigi um of hendur sínar gagnvart gjaldeyr- isversluninni. Formaður upplýsti, að nú væri svo komið málum í Sambandinu, að þar stæði aðeins á svörum botn- vörpuútgerðarmanna. Gjaldeyrisspursmálið væri á hinn [boginn] ekki svo langt komið, að rétt væri að fresta ákvörðunum manna um þátttöku þeirra í [Sambandinu]. Vildi hann því biðja menn að líta svo á að þeir væru eigi bundnir neinum skilyrðum af félagsins hálfu í þessum efn- um...39 Mönnum væri frjálst að ráða ráðum sínum í þessu eins og þeim best sýndist sjálfum og „var eigi frekar um þettað rætt“40 eins og stendur í fundargerð. Gengismálið, eða gengisskrán- ing krónunnar, kom aldrei aftur til tals á fundum félagsins. Stöðvun flotans hefði haft víðtækar afleiðingar fyrir efna- hagslífið og afkomu verkamanna. Skipverjar á togaraflotanum voru yfir 1.000, og á framfæri þeirra voru hátt á þriðja þúsund manns. Stöðvun flotans hefði einnig haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir fiskverkafólk í landi. Það má geta nærri um áhrifin, því fyrir voru 623 atvinnuleysingjar í Reykjavík, miðað við 1. febrúar.41 En stöðvun flotans var tvíeggjað sverð. Smærri út- gerðir máttu illa við að missa úr úthaldsdaga, og þó stærri fé- lög hefðu getað haldið út langvinnar vinnudeilur við verka- menn, er óvíst að samstaða útgerðarmanna hefði haldið.42 „Skæðasta svikamylla auðvaldsins“ Á sama tíma og gengismálið var rætt á fundum F.Í.B. hélt Sjó- mannafélag Reykjavíkur almennan félagsfund. Fundarefnið var orðrómurinn um gengislækkunarkröfu útgerðarmanna. Á fundinum sem haldinn var 23. febrúar var skorað á Alþingi að „vinna á móti lækkun íslenskrar krónu“: Sjómannafjelag Reykjavíkur skorar á yfirstandandi Alþingi að vinna á móti þeirri kröfu atvinnurekenda, að lækka gengi íslenskrar krónu, þar sem á þann hátt yrði komið á óbærilegri kauplækkun hjá öllum verkalýð landsins ofan á und[an]farandi atvinnuleysi, enda mundi þeirri ráðstöfun svarað með kröfu um hærra kaup.43 Hefðbundin söguskoðun er sú að gengið hafi ekki verið fellt vegna andstöðu verkalýðshreyfingarinnar.44 Verkamenn töldu að fyrst atvinnurekendum hefði ekki tekist að lækka laun ætluðu þeir að koma aftan að almenningi með kaupmátt- arskerðingu í krafti gengislækkunar. Öllum tilraunum at- vinnurekenda til að velta byrðum kreppunnar yfir á herðar verkamanna var hins vegar afdráttarlaust hafnað, afstaða sem breyttist lítið allan áratuginn.45 Alþýðuflokkurinn benti at- vinnurekendum á að gerðar yrðu launakröfur sem svöruðu til verðhækkana af völdum gengislækkunar46 og Kommúnista- flokkurinn hótaði að efna til allherjarverkfalls yrði gengið fellt.47 Dagblöð verkalýðsflokkanna máluðu gengislækkun svörtum litum, t.d jafnaði Alþýðublaðið henni við rán48 og í október 1931 talaði Verkalýðsblaðið um „skæðustu svikamyllu auðvaldsins“.49 Verkalýðsblaðið fjallaði um yfirvofandi stöðvun togaraflot- ans: „Hnefi útgerðarauðvaldsins er hér reiddur framan í alla alþýðu.“ Verkamenn skyldu þó ekki örvænta, góðir möguleik- ar væru til að hindra þetta „gerræði útgerðarauðvaldsins“. Verkamenn hefðu öfluga bandamenn í baráttu sinni: Gengis- lækkun ylli bæði millistéttinni og fjölda bænda tjóni, „meira að segja fyrir stóra hluta úr burgeisastéttinni sjálfri, svo sem kaupmannastéttina, er krónulækkunin hið mesta tap.“50 Jón Þorláksson (1877–1935) Jón var fjármálaráðherra 1924–1927. Hann var ákafur talsmaður þess að Íslendingar hækkuðu gildi gjaldmiðils síns upp í fullt gullgildi. Jón var formaður Íhaldsflokksins 1924–1929 og Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans árið 1929 og til 1934. Sagnir 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.