Sagnir - 01.06.1999, Síða 34

Sagnir - 01.06.1999, Síða 34
Vinjar og vn að þekking á nútíma íslensku gefi mikið for- skot er rýnt er í fornnorræna texta. Verði að hafa vissan fyrirvara á og ekki sé hægt að yf- irfæra gagnrýnislaust nútímaframburð aftur til miðalda.19 Þegar litið er á kenninguna um Vinlands- nafnið þá virðast flest rök hníga í þá átt að hún standist ekki. Miðað við ritheimildir og forn staðarnöfn þá var það ekki lengur lifandi í norrænu máli að kenna staði við vin um síð- ustu árþúsundamót. Ef svo hefði verið ætti nafnið, málfræðilega séð, að hafa verið Vinja(r)land, allt eftir því hvort um eintölu eða fleirtölu nafngift var að ræða. Auk þess er áberandi hve þeim sem aðhyllast Vinlands- kenningna hættir til að fara út á hálan ís í rök- semdarfærslum sínum. M.ö.o. rök þeirra eru oft á tíðum getgátur og nægir að nefna get- gátu Lönnröths þess efnis að menn frá Bret- landseyjum hafi fyrstir komið til Ameríku í þeim efnum. Það má því leiða líkur að því að landið hafi eftir allt saman verið nefnt Vínland í upphafi. Þó erfitt sé að alhæfa nokkuð í því sambandi. Hvar var Vínland? Ef við göngum út frá því að landið hafi í upphafi verið nefnt Vínland, hvar var þá þetta blessaða land? Var það á Nýfundna- landi þar sem Ingstadhjónin grófu upp leifar um búsetu nor- rænna manna eða var það sunnar? Þetta er ein stærsta spurn- ingin í Vínlandsgátunni. Er við hæfi að kanna hér málið nán- ar og reifa nokkrar tilgátur varðandi legu landsins. Enginn veit með vissu hvar hið eina sanna Vínland var ná- kvæmlega. Það sem menn vita er að það var vestur af Græn- landi og fyrir sunnan Labrador (Markland). Hversu langt suð- ur af Labrador er erfitt að segja. „...Vínlands hefur verið leit- að og það fundið á mörgum stöðum á strandlengju Ameríku, allt frá Hudsonflóa til Flórídafylkis.“20 Flestar eru þessar staðsetningar reistar á getgátum, með því að rýna í texta Vínlandssagnanna og staðfæra lýsingar þar yfir á nútímalandakort. Aðeins á einum stað eru óyggjandi sannan- ir fyrir veru norrænna manna í Ameríku, á L´Anse aux Mea- dows á Nýfundnalandi. Með uppgötvun forn- minjanna á 7. áratugnum voru loks komnar tvær óháðar heimildir um Vínlandsferðirnar, sögurnar og fornleifarnar. Menn töldu sig hafa fengið sönnun fyrir þessu seint á 19. öld með Kensingtonsteininum, sem reyndist vera léleg fölsun, og með Vínlandskortinu sem kom í dagsljósið um miðja 20. öldina og er líklega einnig fölsun. Um leið og endanleg staðfesting fékkst loks á ferðum norrænna manna á þessum slóðum kom upp ný spurn- ing. Var Vínland á Nýfundnalandi? Land- fræðilega stóðst það, Nýfundnaland er fyrir sunnan Labrador og í raun fyrsta nýja landið sem komið er að þegar siglt er suður eftir austurströnd Labradors. En ef Vínland var á Nýfundnalandi þá fylgir sá böggull skammrifi að sögurnar um vínber og vínvið standast engan veginn. Þessi blákalda staðreynd hefur gefið tíðræddri Vinlandskenningunni byr undir báða vængi. Helge Ingstad taldi sig hafa fundið Vínland á Nýfundna- landi en um leið og hann gerði það þurfti hann að hafna sög- unni um vínberin. Til að rökstyðja mál sitt vitnaði Ingstad m.a. í Adam frá Brimum. Eftir að Adam hafði lýst hinum stórkost- legu landkostum á Vínlandi með öllum sínum vínberjum og villta korni sagði hann að við norðurmörk eyjunnar væri að finna mikinn hafís, dimma þoku og óbyggilegt land. Þetta finnst Ingstad í öllu falli órökrétt hjá Adam og segja meira um sagnaritarann en margt annað. Með tilliti til vínberjanna þá segir Ingstad að norðurmörk villtra vínberja sé í Norður- Massachusetts. Þar sé á hinn bóginn ekki óbyggilegt land og fullt af hafís og þoku til norðurs, heldur frjósamt land. Vínland getur því ekki verið í tempruðu loftslagi Massachusetts eða annars staðar á Nýja Englandi.21 Hins vegar ef haldið er til Ný- fundnalands lítur málið öðruvísi út. Norður af því landnámi [á L´Anse aux Meadows] eru að- stæður ótrúlega líkar þeim sem Adam lýsir ... mikið magn af ís og ísjökum kemur frá pólarsvæðinu ... Eitt af meginein- kennum þessa svæðis er þokan ... Og ekki er neitt byggilegt 33Sagnir 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.