Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 72
Stjrnmlastefna Slobodan Milosevic
Fararsnið á Slóvenum
Í mars 1989 kom Milosevic í gegn breytingum á
stjórnarskrá Serbíu þar sem sjálfstjórnarréttindi
Vojvodínu og Kosovo voru afnumin. Við það juk-
ust völd Serbíu til muna í ríkisráðinu, vegna þess
að með atkvæðum héraðanna réði Serbía í raun
yfir fjórum af átta atkvæðum í ríkisráðinu, þar sem
stjórn Svartfjalllendinga var hliðholl Milosevic.
Valdajafnvægið í Júgóslavíu hafði þar með breyst
í átt til sterkrar miðstýringar undir stjórn Serba. Til
að sporna við þróuninni og tryggja framtíð sína
lögðu Slóvenar fram breytingartillögur að eigin
stjórnarskrá. Þeir vildu binda inn í stjórnarskrána
að Slóvenar gætu ef nauðsyn krefðist sagt sig úr
sambandsríki Júgóslavíu og lýst yfir sjálfstæði
Slóveníu.15 Þegar Serbar fréttu af fyrirhugðum
breytingum á stjórnarskrá Slóveníu kröfðust þeir
að málefnið yrði rætt í sambandslýðveldunum. En
slóvenska stjórnin hafnaði því með þeim rökum að
Serbía hefði breytt eigin stjórnarskrá án þess að
hin sambandslýðveldin hefðu nokkuð um það
fengið að segja. Slóvenar fullyrtu að Serbía hefði
gefið öðrum sambandslýðveldum fordæmi með því að breyta
eigin stjórnarskrá.16 Deilur Slóveníu og Serbíu um hver staða
lýðveldanna ætti að vera innan Júgóslavíu héldu áfram. Sló-
venar gagnrýndu Serba einnig harðlega fyrir mannréttindabrot
og meðferð þeirra á Kosovo-Albönum. Sambandið milli lýð-
veldanna versnaði enn frekar og 1. desember 1989 gáfu
serbnesk stjórnvöld út fyrirskipun um að serbnesk fyrirtæki
skyldu sniðganga allar slóvenskar vörur. Þessi aðgerð skaðaði
ekki bara Slóvena því að serbnesku verksmiðjurnar voru háð-
ar slóvenskri framleiðslu, en það virtist ekki breyta afstöðu
serbneskra stjórnvalda.17
Atburðir sem gerðust á þingi júgóslavneska Kommúnista-
flokksins í janúar 1990 sýndu hversu alvarlegar deilurnar voru
orðnar, en þær skerptust frekar eftir að þinginu lauk. Ennfrem-
ur þótti hegðun serbneska og svartfjalllenska meirihlutans
sýna að viljinn til að finna lausn á deilunum væri ekki til stað-
ar. Eftir að öllum tillögum sem Slóvenar, Króatar, Makedón-
íumenn eða Bosníumenn lögðu fram var hafnað yfirgáfu Sló-
venar þingið. Til merkis um heiftúðlegt andrúmsloftið á þing-
inu var hverri tillögu sem vísað var frá fagnað með lófataki og
hæðnislegum hlátri af meirihlutan-
um. „Samband júgóslavneskra
kommúnista er ekki lengur til“ hljóð-
aði fyrirsögnin flokksblaðsins Borba
í Belgrad eftir þingið.18
Um vorið 1990 héldu Slóvenía og
Króatía fyrstu frjálsu kosningarnar í
sambandslýðveldum Júgóslavíu en
Bosnía-Hersegóvína og Serbía héldu
sínar kosningar í lok ársins. Nær allir frambjóðendur stjórn-
málaflokkanna lögðu áherslu á þjóðernisstefnu í stefnuskrám
sínum. Í blaðaviðtali við þýska tímaritið Der Spiegel svaraði
Kucan því til að hættan á borgarastyrjöld hefði aukist þar sem
sambandslýðveldin leituðust við að verða fullvalda þjóðríki.
Mest væri hún þar sem þjóðernishóparnir byggju hverjir inn-
an um aðra, í Kosovo, Krajina og Bosníu-Hersegóvínu. Ef að
til stríðs kæmi myndu Slóvenar nýta sér nýja ákvæðið í stjórn-
arskrá sinni og segja sig sem fyrst úr ríkjasambandi
Júgóslavíu. Enda var Kucan þeirrar skoðunar að pólitík Serba
gengi ekki út á sameiginleg örlög sambandsríkisins heldur
væri markmiðið að tryggja þá stöðu sem gera myndi þeim
kleift að beygja aðra í Júgóslavíu undir efnahagslega og póli-
tíska hagsmuni þeirra.19
Tudjman notar króatíska
þjóðernishyggju
Króatía var næststærsta sambandslýðveldið og hafði fengið
viðurnefnið „þögla lýðveldið“ eftir að Tító braut þjóðernis-
hreyfinguna MASPOK (Masovni Prokret) á bak aftur árið
1971. Mjög hart var tekið á öllum þeim er tilheyrðu hreyfing-
unni eða tengdust henni á einhvern hátt og til dæmis voru
króatísk menningarfélög leyst upp og bönnuð.20 Eftir þessa at-
burði voru umræður um króatískt sjálfstæði algerlega bannað-
ar í Júgóslavíu á dögum Kommúnista-
stjórnarinnar. Handtökur giltu sem að-
vörun til Króata um að króatísk þjóð-
ernishyggja yrði á engan hátt umbor-
in.21
Um það bil tuttugu árum síðar fór
aftur að bera á leiðtogum MASPOK-
hreyfingarinnar. Króatíski lýðræðis-
flokkurinn (HDZ) samanstóð að hluta
af þeim er voru innan þjóðernishreyfingarinnar, en meðal
þeirra var sagnfræðingurinn og fyrrum hershöfðinginn Franjo
Tudjman.22 Í ljósi þeirrar þjóðernisstefnu sem Milosevic rak í
Serbíu átti Tudjman auðvelt með að afla flokki sínum stuðn-
ings. En Tudjman höfðaði, líkt og Milosevic, til þjóðernis-
kenndar þjóðar sinnar og ól á hugmyndum um að Króatar
hefðu þurft að þola kúgun og óréttlæti af hendi Serba. „Í stað
71Sagnir 1999
Milosevic og Ibrahim Rugova, einn af leiðtogum Kosovó-Albana
hittust í apríl 1999.
... Tudjman höfðaði, líkt og Milos-
evic, til þjóðerniskenndar þjóðar
sinnar og ól á hugmyndum um
að Króatar hefðu þurft að þola
kúgun og óréttlæti af hendi
Serba.