Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 16

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 16
Byggastefna bndasamflagsins Sagnir 1999 15 samskipti húsbænda og vinnufólks lytu sömu lögmálum og samskipti foreldra og barna. Fólk sem ekki var sjálfs sín ráðandi var selt undir húsaga í eins konar framlengdri bernsku. Þar á móti kom að húsbændum var skylt að sjá því fyrir lífsviðurværi, líkt og börnum á sínu framfæri. Í „bæn eftir predikun“ í Vídalínspostillu er þess farið á leit við almættið að hann gefi: börnum og hjúum hlýðin og auðsveip hjörtu, að þau séu foreldrum og húsbændum undirgefin í öllu því, er þeim eftir guðs orði og laganna skyldu tilsagt verður.16 Til að tryggja hlýðni og kristilega auðmýkt virðist að minnsta kosti sumum húsbændum hafa þótt tilhlýðilegt að beita sömu ögunaraðferðum við vinnuhjú og beitt var við börn. Þetta sést meðal annars á því að margir töldu að „helst ætti að flengja bæði vinnuhjú og börn á föstudaginn langa svo þau mættu kynnast píslum frelsarans að nokkru.“17 Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi siður talinn hafa tíðkast „á stöku stað fram um miðja 19. öld.“18 Eins og áður sagði höfðu húsbændur framfærsluskyldu gagnvart vinnuhjúum; var skylt að láta þeim í té fæði og klæði. En í sumum tilfellum að minnsta kosti virðast vinnuhjúin hafa búið við falskt öryggi. Jón Steingrímsson segir frá því að hann hafi rekið frá sér tvo vinnumenn sína haustið 1783 og að þeir hafi báðir dáið í móðuharðindunum. Hvorki verður vart við iðrun né afsökunartón í þeirri frásögn.19 Þegar að þrengdi mátti landsvani sín meira en lagaboð. Allt fram á 19. öld þótti ekki tiltökumál að niðursetningar væru settir hjá þegar lítill matur var til. Árið 1813 „hefði fjöldi manns dáið hér af hungri, á innesjum, ef þeim hefði ei gefist mikill skelfiskur“20 segir Guðrún Skúladóttir í bréfi til Gríms Jónssonar. En hættan er liðin hjá þegar bréfið er skrifað og „fólk hefur ei dáið hungurs eða hors dauða nema fáeinir niðursetningar og tveir eða þrír fátæklingar.“21 Af þeim sem dóu af völdum hallæra og sagt er frá á annað borð, virðast fæstir hafa fengið virðulegri eftirmæli en niðursetningarnir sem minnst er á í framhjáhlaupi í bréfi Guðrúnar. Ef til vill má skýra það með sektarkennd þeirra sem eftir lifðu og áttu erfitt með að réttlæta framkomu sína gagnvart þeim sem létu lífið. En hungurdauðinn var svo algengur að segja má að hallærin hafi verið innbyggð í samfélagskerfið. Þegar þau skullu á virðist fólk því þegar hafa gert upp hug sinn um hverjum væri skylt að hjálpa og hverjum ekki. Í því samhengi er fróðlegt að skoða þá ofuráherslu sem lögð var á að raða bændum í virðingarröð sem virðist hafa verið breytileg frá ári til árs. Mannamunur Gyða Thorlacius, dönsk kona sem bjó á Íslandi árin 1801–1815, segir frá því þegar hópur fólks í skemmtiferð kom ríðandi að á nokkurri: „Fylgdarmaðurinn reið í fararbroddi yfir hana og síðan tveir og tveir, karl og kona, samsíða, og „fór röðin eftir mannvirðingum.“22 Þegar efnt var til brúð- kaupsveislna á fyrri hluta 19. aldar kom það í hlut hreppstjóranna að raða fólki í sæti. Eftir frásögn Eiríks Eiríkssonar af lifnaðarháttum í Skagafirði virðist það ekki hafa gengið alveg þrautalaust: „Mikill tími gekk einatt að raða fólkinu niður í hæfileg sæti, því sætin urðu að samsvara virðingarröð hvers og eins.“23 Fyrst niðurröðun í sæti tók svo langan tíma er freistandi að álykta að mælikvarðinn sem miðað var við hafi verið nokkuð flókinn og að oft hafi þótt ástæða til að endurmeta stöðu hvers einstaklings í virðingarröðinni. Af rannsóknum sínum á dreifingu auðs og valda á 18. öld hefur Bragi Guðmundsson komist að svipaðri niðurstöðu og Gísli Gunnarsson, prófessor í sagnfræðiskor, um samfélagslega lækkun kynslóðanna. Þótt auður og embætti hafi ekki þurft að fara saman24 telur Bragi að „eftir því sem lengra leið frá ættföður hafi líkur fyrir lægri stéttarstöðu aukist“25 bæði hvað varðar auð og völd. Hann gerir ráð fyrir því „að í áliti a.m.k. hafi veraldlegir valdsmenn staðið efst, þá klerkar og bændur neðst.“26 En ef tilgáta mín er rétt þá er mikið vafamál að hægt sé að líta á alla bændur sem eina stétt. Miklu líklegra er að skýr virðingarmunur, sem jafna má við stéttaskiptingu, hafi alltaf verið milli þeirra bænda, sem vegna auðs og/eða frændstyrks og ættgöfgi höfðu örugga afkomu, og hinna, sem vegna fátæktar áttu stöðugt á hættu að flosna upp. Ýmislegt bendir til þess að áherslan á virðingarmun hafi gegnt þeim tilgangi að aðgreina málsmetandi bændur með skýrum hætti frá þeim sem helst áttu á hættu að verða undir í Jón Eiríksson „Virðingarröðin staðfesti hve bilið var breitt milli ríks bónda og fátæks enda var það oft á valdi ríkra bænda að rífa upp heimili hinna fátæku og setja börn þeirra niður hjá vandalausum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.