Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 13

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 13
12 Sagnir 1999 Söguskoðun samtímans Hvað gekk íslenskri valdastétt, betri bændum, til þegar þeir mótuðu þessar leikreglur samfélagsins og hverjar voru afleiðingar þeirra fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar? Á undanförnum árum hefur þessum spurningum oftsinnis verið svarað, bæði í fræðiritum og stærri fjölmiðlum. Svörin eru flest á einn veg. Bændur voru að gæta eigin hagsmuna og afleiðingarnar fyrir þjóðarhag voru slæmar. Hömlurnar sem lagðar voru á einstaklingsfrelsi og þéttbýlismyndun við sjó tryggðu bændum ódýrt vinnuafl en komu um leið í veg fyrir bestu mögulega nýtingu náttúruauðæfa. Leikreglurnar þjónuðu hagsmunum ráðandi stéttar en ekki hagsmunum heildarinnar. Sú gamla skoðun að velferð heildarinnar væri best tryggð með því að vernda hagsmuni betri bænda telst harla léttvæg. Í rauninni hefur þessari skoðun verið lítill gaumur gefinn á þeim forsendum að hún réttlæti kúgun á lítilmagnanum og sé því í besta falli marklaust hjal. Órökrétt er að segja sem svo að réttlætingar bænda á leikreglum gamla samfélagsins verði ómerkar fyrir það eitt að Byggðastefna bændasamfélagsins Öldum saman beittu íslenskir bændur sér hart gegn þéttbýlismyndun viðsjó og skertu atvinnu- og persónufrelsi meirihluta þjóðarinnar á ýmsanhátt. Vistaskyldan gerði bændum kleift að halda fólki í vinnumennsku og ráða sjálfir kjörum þess. Líkamsrefsingar gagnvart vinnuhjúum voru leyfðar með lögum. Ferðafrelsi var skert með lögum. Fólki var bannað að ganga í hjónaband nema það ætti tilskildar eignir. Oft var vinnuhjúum ekki leyft að giftast og stofna bú fyrr en þau voru komin úr barneign og höfðu eytt mestöllu starfsþreki sínu í þjónustu bænda.1 Gunnar Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.