Sagnir - 01.06.1999, Page 13

Sagnir - 01.06.1999, Page 13
12 Sagnir 1999 Söguskoðun samtímans Hvað gekk íslenskri valdastétt, betri bændum, til þegar þeir mótuðu þessar leikreglur samfélagsins og hverjar voru afleiðingar þeirra fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar? Á undanförnum árum hefur þessum spurningum oftsinnis verið svarað, bæði í fræðiritum og stærri fjölmiðlum. Svörin eru flest á einn veg. Bændur voru að gæta eigin hagsmuna og afleiðingarnar fyrir þjóðarhag voru slæmar. Hömlurnar sem lagðar voru á einstaklingsfrelsi og þéttbýlismyndun við sjó tryggðu bændum ódýrt vinnuafl en komu um leið í veg fyrir bestu mögulega nýtingu náttúruauðæfa. Leikreglurnar þjónuðu hagsmunum ráðandi stéttar en ekki hagsmunum heildarinnar. Sú gamla skoðun að velferð heildarinnar væri best tryggð með því að vernda hagsmuni betri bænda telst harla léttvæg. Í rauninni hefur þessari skoðun verið lítill gaumur gefinn á þeim forsendum að hún réttlæti kúgun á lítilmagnanum og sé því í besta falli marklaust hjal. Órökrétt er að segja sem svo að réttlætingar bænda á leikreglum gamla samfélagsins verði ómerkar fyrir það eitt að Byggðastefna bændasamfélagsins Öldum saman beittu íslenskir bændur sér hart gegn þéttbýlismyndun viðsjó og skertu atvinnu- og persónufrelsi meirihluta þjóðarinnar á ýmsanhátt. Vistaskyldan gerði bændum kleift að halda fólki í vinnumennsku og ráða sjálfir kjörum þess. Líkamsrefsingar gagnvart vinnuhjúum voru leyfðar með lögum. Ferðafrelsi var skert með lögum. Fólki var bannað að ganga í hjónaband nema það ætti tilskildar eignir. Oft var vinnuhjúum ekki leyft að giftast og stofna bú fyrr en þau voru komin úr barneign og höfðu eytt mestöllu starfsþreki sínu í þjónustu bænda.1 Gunnar Halldórsson

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.