Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 63

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 63
62 Skasta svikamylla auvaldsind Sagnir 1999 „Burgeisastéttin“ Verkalýðsblaðið hitt naglann á höfuðið. „Burgeisarnir“, sérstak- lega kaupmenn og heildsalar, voru ekki síður andsnúnir geng- islækkun en verkamenn. Þó margir sjálfstæðismenn væru hlynntir gengis- lækkun var flokkurinn mjög klofinn. Bæði dagblöð hans, Morgunblaðið og Vísir tóku skýra afstöðu gegn gengis- lækkun og skoðanabræður þeirra bjuggu að sterku vígi í Verslunarráði Íslands. Verslunarráðið sendi ríkisstjórninni bréf þann 1. mars þar sem mótmælt var „þeim orðrómi, blaðaummælum og fundarályktunum, er miða að því að lækkað verði gengi ís- lenskrar krónu“.51 Í bréfinu var lögð áhersla á hversu skaðleg slíkt yrði fyrir verslunarstéttina. Kaupmenn og innflytjendur hefðu aflað sér mikils veltufjár erlendis, bæði byðu erlendir bankar betri kjör en íslenskir og líka vegna þess að hérlendis væri ekki nægt lánsfé. Skuldirnar myndu þyngjast að sama skapi og krónan lækkaði. Stéttin hefði þegar orðið fyrir mik- illi kjaraskerðingu af völdum innflutnings- og gjaldeyrishafta, sem gripið hefði verið til til verndar krónunni. Verslunarráð sagði óréttlátt að þær byrðar hefðu verið bornar til einskis. Björn Ólafsson benti einnig á að innflytjendur hefðu jafnvel skuldsett sig fyrir áeggjan stjórnvalda, sem ekki veittu inn- flutningsleyfi nema aflað væri langs greiðslufrests.52 Síðar á áratugnum varð þetta atriði mjög mikilvægt í málflutningi verslunarstéttarinnar gegn gengislækkun.53 Auk þess að standa vörð um hagsmuni stéttarinnar, töldu innflytjendur sig bera hag þjóðarheildarinnar fyrir brjósti. Verslunarráðið benti á að erlendar skuldir ríkis og banka væru miklar. Vextir og afborganir af þeim hækkuðu í krónutölu við gengislækkun, og því yrði að mæta með skatta- og vaxta- hækkunum.54 Áhyggjur af áhrifum gengislækkunar á erlendar skuldir eru skiljanlegar í ljósi þess hversu mikið þær höfðu aukist. Árið 1929 voru erlendar skuldir alls 49 milljónir, (23,6% af vergri þjóðarframleiðslu) og vaxtagreiðslur ríkisins innan við milljón og 8% af ríkisútgjöldum. Skuldirnar voru orðnar 75 milljónir árið 1933 (39,3% af vergri þjóðarfram- leiðslu). Þá voru vaxtagreiðslurnar orðnar 1,7 milljónir, og 12% af útgjöldum ríkisins.55 Á Verslunarþingi 1936 fullyrti Eyjólfur Jóhansson, fram- kvæmdastjóri, að gengið hefði verði fellt fyrir löngu ef bank- ar og ríki væru ekki jafn skuldug. „Bretinn heimtaði sitt“, og því væri sá kostur tekinn að reyna að fljóta einhvernveginn áfram.56 Þessar áhyggjur voru ekki bundnar við Verslunarráð Íslands og Morgunblaðið.57 Alþýðublaðið staðhæfði að erlendu skuldirnar útilokuðu gengislækkun.58 Morgunblaðið minnti einnig á sparifjáreigendur: „En um hag þeirra, sem leggja sparifje sitt í rekstur þjóðarbúsins er ekkert hugsað enn í þessu landi.“59 Í góðri trú legði almenningur peninga til ávöxtunar í bönkunum. Til innistæðanna hafði verið stofnað í hágeng- iskrónum, en yrðu endurgreiddar í lággengiskrónum yrði gengið lækkað. Andstæðingar gengislækkunar í hópi Sjálfstæðismanna höfðu einnig mikla trú á að gengislækkun myndi sverta ímynd landsins. Útlendingar myndu líta á slíkt sem sönnun þess að Íslendingar hefðu misst tökin á fjármálastjórn sinni, gengis- lækkun yrði skoðuð sem „siðferðileg uppgjöf“. Aðrar þjóðir kynnu jafnvel að bregðast við gengislækkun með verndartoll- um og viðskiptasamningum við Englendinga kynni að vera stefnt í voða.60 Gengisskráning krónunnar kom ekki mikið við sögu í viðræðum við ensk stjórnvöld. Þó virðist sem íslensk stjórnvöld hafi bundið vonir við að fast samband krónunnar og pundsins gæti liðkað fyr- ir viðskiptasamningum við Englend- inga, og bætt ímynd landsins.61 Rökin að gengislækkun kæmi hart niður á sparifjáreigendum og að hún sverti ímynd landsins eru endurómun frá þriðja áratugnum. Rök Jóns Þor- lákssonar fyrir hækkun krónunnar upp í fullt gullgildi voru meðal annars þau að ríkið mætti ekki veikja trú almennings eða útlendinga á íslenskri krónu, lág- gengiskrónan væri „kotungskróna“. Jón, sem enn var formað- ur Sjálfstæðisflokksins, hafði ekki skipt um skoðun og ljóst er Ásgeir Ásgeirsson (1894–1972) Ásgeir var fjármálaráðherra í september 1931 þegar gengi krónunnar var fellt, og forsætisráðherra frá júní 1932 til júlí 1934. Hann var formaður gengisnefndar 1927–1935. Hann barðist hart gegn gengishækkun krónunnar 1925, en lagði alla áherslu á festu í gengismálum. Verslunarstéttin hefði þegar orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu af völdum innflutnings- og gjaldeyrishafta, sem gripið hefði verið til til verndar krón- unni. Verslunarráð sagði órétt- látt að þær byrðar hefðu verið bornar til einskis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.