Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 31

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 31
30 Sagnir 1999 Vinjar og vín – Um deilur fræðimanna varðandi Vínland Benedikt Eyþórsson Vínland eða Vinland? Málfræðingurinn Sven Södenberg setti fram kenningu um að nafn hins nýja lands sem Leifur og félagar komu til hafi verið Vinland en ekki Vínland eins og menn höfðu gengið út frá í aldaraðir. Gerði hann þetta í fyrirlestri árið 1898 en kenning- in birtist ekki á prenti fyrr en 1910, að honum látnum.1 Söden- berg lagði áherslu á að „...kvikfjárrækt hafi verið ... mikilvæg- asti búskaparháttur Íslendinga og Grænlendinga. Ef þeir hafi ætlað að setjast að í nýjum löndum, hafi landið þurft að bjóða upp á góð beitilönd fyrir kvikfénað þeirra.“2 Nafnið á Vínlandi hafði upp- haflega lýsandi merkingu, forskeytið vin- var gamla norræna hugtakið fyrir beitiland, engi. Þessi notkun á orðinu vin var ekkert einsdæmi. Mörg staðar- nöfn í Noregi nota vin sem forskeyti eða í enda orðs, svo sem: Vinje, Vinju, Björgvin og Granvin. Þetta kemur líka fram í Svíðþjóð, á Orkneyjum og Hjaltlandi en er þó ekki að finna á Íslandi eða Færeyjum. Í hans augum þýddi það þó ekki að landnemar á Íslandi og Færeyjum hafi verið hættir að nota það á þeim tíma sem þessar eyjar byggð- ust. Heldur liggi ástæðan í því að á Íslandi er náttúran öðruvísi en í Noregi og því hafi það ekki verið notað.3 Að útskýra vin-leysið í staðarnöfnum á Íslandi út frá ólík- um náttúruaðstæðum, hér og í Noregi, virðist vera nokkuð hæpið. Þó að löndin tvö séu um margt ólík þá eru það ófár sveitirnar hér á landi sem hefðu getað verið kenndar við vin, í merkingunni beitiland, á einn eða annan hátt. Margir hafa hafnað kenningunni og komið með sterk rök gegn henni. Aðrir hafa þó gripið hana á lofti og talið hana vera lausnina á Vínlandsgátunni. Norðmað- urinn Helge Ingstad, sá sem ásamt eiginkonu sinni gróf upp norrænu rústirnar við L´Anse aux Meadows, tók kenninguna Áárinu 2000 verður þess minnst að árþúsund er liðið frá því að menn frá Græn-landi og Íslandi hófu landkönnun á meginlandi Ameríku. Frá þessum ferðum ogævintýrum landkönnuðanna segir í tveim stuttum Íslendingasögum, Eiríks sögu rauða og Grænlendinga sögu. Á grundvelli vitnisburðar sagnanna hefur Leifur heppni hlotið þann heiður að vera talinn fyrsti hvíti maðurinn til að koma til Ameríku.En um- ræðan um landafundina hefur ekki verið þrætulaus, hvorki hjá leikum né lærðum. Nær- tækasta dæmið er rifrildi Íslendinga og Norðmanna um þjóðerni Leifs. Vilja báðar þjóð- irnar eigna sér hann og nýta sér forna frægð hans sér til framdráttar. Þetta hjákátlega rifrildi frændþjóðanna er þó ekki eina deila sem tengist þessu efni. Alla þessa öld hefur töluvert verið ritað og rætt um Vín hafa haldið því fram að upprunalegt nafn landsins hafi ekki verið Vínland, lands vínsins, heldur Vinland. Forskeytið vin- merki þá beitiland eða grasland en fyrir misskilning hafi nafnið Vínland fests við landið. Hér á eftir verður þessi kenning metin og vegin. Einnig verður vandamálið um legu Vínlands skoðað og reynt að varpa nokkru ljósi á mögulega legu þess. Nafnið á Vínlandi hafði upphaf- lega lýsandi merkingu, for- skeytið vin- var gamla norræna hugtakið fyrir beitiland, engi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.