Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 18

Sagnir - 01.06.1999, Qupperneq 18
Byggastefna bndasamflagsins Sagnir 1999 17 1. Húnvetningur 1, 1875, bls. 58 2. Huizinga, J.: The Waning of the Middle Ages, London, 1955 bls. 94: For the history of civilization the perennial dream of a sublime life has the value of a very important fact. And even political history itself, under penalty of neglegting actual facts, is bound to take illusions, vanities, follies, into account. There is not a more dangerous tendency in history than that of representing the past, as if it were a rational whole and dictated by clearly defined interests. 3. Húsfreyjan á Bessastöðum. Bréf Ingibjargar Jónsdóttur til bróður síns, Gríms amtmanns. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. (Rv. 1946) bls. 119 4. Ólafur Stefánsson: „Um Jafnræði Bjargræðisveganna á Íslandi.“ Rit Lærdómslistafélagsins nr. 7. 1786:2. bls. 119–120 5. Sveinbjörn Rafnsson: „Um mataræði Íslendinga.“ Saga 21, 1983, bls. 84– 85. 6. Guðmundur Hálfdánarson: „Mannfall í Móðuharðindum,“ Skaftáreldar 1783-1784. Ritgerðir og heimildir, Rv. 1984, bls. 146 7. Gunnar Pálsson: Bréf Gunnars Pálssonar 1. Gunnar Sveinsson bjó til prentunar, Rv. 1984, bls. 398 8. Sigfús Haukur Andrésson: „Aðstoð einokunarverslunarinnar.“ Skaftáreldar, bls. 222 9. Hjálmar Jónsson frá Bólu: „Lítil ritgjörð eða frásaga skrifuð 1868,“ Sagnaþættir, sendibréf og fleira. Ritsafn 5, Rv. 1949, bls. 200 10. Skrifarinn á Stapa. Sendibréf 1806-1877. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar. Rv. 1957, bls. 99 11. Norðri, mars, 1861, bls. 20-23 12. Norðri, 1861, bls. 22 13. Braudel, Fernand: The Structures of Everyday Life, London, 1983, bls. 33 14. Braudel, Fernand: The Structures of Everyday Life, London, 1983, bls. 33 15. Hannes Finnsson: Mannfækkun af hallærum, Rv. 1970, bls. 164 16. Jón Þorkelsson Vídalín: Hússpostilla eður einfalda predikanir yfir öll hátíða og sunnudaga guðspjöll árið um kring, Rv. 1945, bls. 5 17. Hjalti Hugason: „Kristnir Trúarhættir“. Íslensk þjóðmenning 5. Trúarhættir. Rv. 1988, bls. 214 18. Hjalti Hugason: „Kristnir Trúarhættir“. Íslensk þjóðmenning 5. Trúarhættir. Rv. 1988, bls. 214 19. Jón Steingrímsson: Ævisagan og önnur rit, Rv. 1973, bls. 195 20. Sendibréf frá íslenskum konum 1784-1900. Finnur Sigmundsson bjó til prentunar, Rv. 1952, bls. 45 21. Sendibréf frá íslenskum konum 1784-1900. Rv. 1952, bls. 45 22. Gyða Thorlacius: Endurminningar frú Gyðu Thorlacius frá dvöl hennar á Íslandi 1801-1815, Rv. 1947, bls. 41 23. Eiríkur Eiríksson: „Lifnaðarhættir Skagfirðinga á 19. Öld,“ Skagfirðingabók. Rit Sögufélags Skagfirðinga, 14. Árg. Rv. 1985, bls. 87 24. Bragi Guðmundsson: Efnamenn og eignir þeirra um 1700, Rv. 1985, bls. 103 25. Bragi Guðmundsson: Efnamenn og eignir þeirra um 1700, Rv. 1985, bls. 63 26. Bragi Guðmundsson: Efnamenn og eignir þeirra um 1700, Rv. 1985, bls. 62 27. Tíðindi frá Alþingi Íslendinga. 1869, bls. 91 28. Hannes Finnsson: Mannfækkun af hallærum, Rv. 1970 bls. 205 29. Hannes Finnsson: Mannfækkun af hallærum, Rv. 1970 bls. 139. 30. Hannes Finnsson: Mannfækkun af hallærum, Rv. 1970 bls. 201 31. Páll Vídalín og Jón Eiríksson: Um viðreisn Íslands. Deo, regi, patriae, Rv. 1985, bls. 35 32. Tíðindi frá Alþingi Íslendinga, 1869, bls 82 Ræðumaður er Hallgrímur Jónsson (1826-1906) bóndi, Guðrúnarteigi, Akranesi 33. Alþingistíðindi C, 1887, bls. 165 Úr greinargerð með frumvarpi til laga um húsmenn eða þurrabúðarmenn. Flutningsmaður var Þorlákur Guðmundsson (1834-1906) bóndi, Fívuhvammi. Tilvísanir jafnvel fátækasti bóndi var yfir þá hafinn sem ekki komust í bænda tölu. Betri bændur gátu tryggt samkeppnisaðstöðu afkomenda sinna með því að koma í veg fyrir giftingar lægra settra á þeim forsendum að af óráðsfólki kæmu óráðsbörn. Einnig var hægt að losa jarðnæði með því að tvístra heimilum fátæklinga á þeim forsendum að þeir væru hyski sem ekki sinnti uppeldi barna sinna. Samfélagsleg lækkun kynslóðanna leiddi til harðvítugrar baráttu um það hverjir fengju haldið sér í bændastétt. Svo virðist sem virðingarröð byggð á auð og frændstyrk hafi þjónað þeim tilgangi að tryggja þeim sem meira máttu sín aðgang að jarðnæði. Mælikvarðinn sem notaður var til að aðgreina „hyski“ og „óráðsfólk“ frá öðru fólki þjónaði einnig þeim tilgangi að réttlæta harðneskjulega framkomu gagnvart þeim sem biðu lægri hlut. Niðurstöður Hugmyndirnar um „reglu“ í samfélaginu, jafnvægi bjarg- ræðisveganna og nauðsyn sjálfsþurftar, kunna að hafa seinkað því að þjóðin nýtti sér náttúruauðæfi sín til fullnustu. Frá sjónarhóli nútímamanna virðist sem Íslendingar hafi óeðlilega og óþarflega lengi búið við sára fátækt. Því er spurt hverjum eða hverju sé um að kenna. Hefðbundin svör eru, með mismunandi áherslum, illt stjórnarfar, illir verslunarhættir, erfið náttúra Íslands og eiginhagsmunagæslu íslenskra höfðingja og betri bænda. Síðastnefnda svarið hefur fengið mest vægi í umræðu undanfarinna ára. Hér hefur verið sýnt fram á að þótt íslenskir bændur beittu fullri hörku við gæslu eigin hagsmuna þá verðum við að forðast of einfeldningslega umfjöllun um meinta illsku þeirra. Meginorsök flestra þeirra viðhorfa sem stóðu efnahagslegum framförum fyrir þrifum má rekja til eðlilegs ótta við hungur- sneyð. Bann við þéttbýlismyndun við sjó og vistaskylda veitti stórum hluta þjóðarinnar aðhald sem hafði hemil á fólksfjölgun. Tortryggni gagnvart verslun og áherslan á sjálfsþurft eru einnig eðlileg í ljósi aðstæðna. Verslunar- fyrirkomulagið varð til þess að fiskútflutningur hélt áfram án tillits til aðstæðna og sjávarfangið nýttist því ekki sem forði gegn hungursneyð. Í reynd dugðu þær lausnir, sem betri bændur lögðu fram til að leysa vanda þjóðarinnar, harla skammt. Hallæri og hungur komu með reglulegu millibili þó að bændur réðu flestu því sem þeir vildu ráða. En það er einföldun á sannleikanum að segja sem svo, að ef allir einstaklingar í gamla samfélaginu hefðu notið fulls frelsis þá hefði aukin sköpun auðæfa og velferð sjálfkrafa fylgt í kjölfarið. Valið stóð sjaldnast milli góðs og ills. Algengara var að íslenskir bændur ættu fárra kosta völ og engan góðan. Illskásti kosturinn var oftast valinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.