Sagnir - 01.06.1999, Side 21

Sagnir - 01.06.1999, Side 21
Af hverju fóru menn að hugsa um norræn fræði? Ein ástæðan var pólitík, héraðs- eða svæðapóli- tík. Í Englandi hafði löngum verið talið að allt gott kæmi frá Lundúnum, skoðun sem er reyndar enn við líði í dag. Norræn menning var ekki talin tengd Lundúnum, heldur er kjarnasvæði hennar vestar og norðar; úti í sveit. Ekki síst hjá Jórvík þar sem víkingar voru eitt sinn allsráðandi. Allt voru þetta að nokkru leyti víkingasvæði fyrir næstum 1000 árum. Fólk var farið að uppgötva héraðssögu en áður hafði öll áherslan verið á landssögu. Áður lærðu menn bara góða ensku en á 19. öld fóru menn að skoða mállýskur og þar komu í ljós allskonar áhrif bæði úr íslensku og norsku. Ég man eftir að amma mín sagði við mig: „Andrew, stop mithering me!“ Að mæða, í merk- ingunni að pirra, var mállýska hjá henni, það eru til þúsundir svona orða í enskri tungu. Þetta fóru menn að skoða á 19. öld. Miðstéttin eða efri miðstéttin, sem las íslensku fornbókmenntirnar var áhrifamikið fólk í þjóðfé- laginu. Sérstaklega þó liberal stjórnmálamenn, þeir tóku hina norrænu heimsmynd sér til fyrir- myndar hvað varðaði þátttöku í lýðræðinu, þó að raunveru- leiki hins norræna lýðræðis hafi kannski ekki verið nákvæm- lega eins og þeir hugsuðu sér. Stjórnmálamennirnir vitnuðu oft í Heimskringlu er útvíkkun kosningaréttarinns var á dag- skrá, þeir vísuðu í öll þingin og þingfundina þar sem fólkið kom saman og lagði sitt í pottinn. Þessir menn voru að leita að fyrirmynd sem var öðruvísi en Róm — þeim fannst menning- in í suður Evrópu vera of imperialísk og þrælelskandi. Ekki var kaþólska kirkjan neitt betri, þar sem Páfinn var allsráðandi yfir öllum og lýðræði ekki til. Fyrirkomulagið fyrir norðan, eins og það birtist í Heimskringlu var meira eftir þeirra smekk. Heimskringla var vopnið þar sem hún var miklu betur þekkt en Íslendingasögurnar þangað til að Njála var þýdd. Orkney- ingurinn Samuel Laing þýddi Heimskringlu; Laing var engin íslenskusnillingur; hann þýddi úr norsku. Það sem skipti mestu máli var 200 blaðsíðna formáli sem Laing skrifaði á undan útgáfunni. Formálinn var ótrúlega áhrifamikill. Laing taldi gamla norska þjóðfélagið hafa verið til fyrirmyndar, þar öxluðu smábænd- ur ábyrgð, skuldsettu sig ekki, heldur borðuðu kartöflur sem uxu úti í garði og voru sjálfum sér nóg- ir um flesta hluti, ekki ósvipað eins og hlutirnir voru í Orkn- eyjum. 20 Andrew Wawn Sagnir 1999 bara séð Gullfoss/Geysi og slíkt. Það sem aðskildi „túristann“, sem kom rétt á helstu söguslóðir, frá „ferðalanginum“, sem leit á ferð sína sem háalvarlega fræðaferð, var að sá síðar- nefndi undirbjó sig undir ferðalagið, las sér til. Þegar heim var komið var mikilvægt að svara vel spurningunni: „Hvernig var á Íslandi?“ Á tímum sjónvarps- og útvarpsleysis fóru menn út að hlusta á erindi í klúbbum og menningarfélögum. Erindin voru svo oft birt í félagstímariti klúbbsins. Áhrifin voru eins og að kasta steini í tjörn, þó sérstaklega hjá þeim sem ég kalla „Middle England,“ þe. hjá læknum, herforingjum, kennurum, prófessorum og bankamönnum — þesskonar áhrifamiklu fólki; Heimskringla var lítið lesin af múrurum eða veiðimönn- um. Áhuginn var greinilega stéttatengdur, og þá mestur í mið- stétt eða aðeins efri miðstétt. Viktoría Bretadrottning var einnig vel heima í norrænum fræðum, það má segja að þau hafi komist í tísku við hirðina. Margir hirðmenn og meyjar höfðu áhuga, t.d. var aðallæknir Viktoríu „Íslandsfíkill“ og aðalpresturinn í Windsor kastala þýddi Friðjólfssögu handa Viktoríu. Á síðari hluta 19. aldar voru margir „meðal“ enskir séntilmenn komnir með Heimskringlu og aðrar norræn- ar bækur í bókasafn sitt. Á síðari hluta 19. aldar voru margir „meðal“ enskir séntil- menn komnir með Heimskringlu og aðrar norrænar bækur í bókasafn sitt. William Morris (1834 – 1896). Árið 1868 hitti Morris Eirík meistara Magnússon og hófust þeir handa við að þýða norrænar bókmenntir á enska tungu. Á skömmum tíma þýddu þeir: Saga of Gunnlaug the Wormtounge, The Grettis Saga og The Laxdaela Saga. Þýðingarstíll þeirra Morris og Eiríks var ólíkur. Morris sóttist eftir að skapa norræna stemmningu með setningum eins og „it betid“ og „King Ethelred was mickle mind-sick“ á meðan Eiríkur lét sér nægja að skrifa „it happened“ og „King Ethelred was sorely bewildered“

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.