Morgunblaðið - 15.07.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 15.07.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sérbúin torfærurúta festist í Múla- kvísl 12. júlí 2011. Hún var notuð til að ferja fólk yfir ána eftir að brúna tók af í hlaupi. Nítján manns voru í rútunni þegar óhappið varð, sautján farþegar, bílstjóri og eigandi rút- unnar. Þau björguðust öll. Þetta olli Ágústi Guðjónssyni, eiganda rút- unnar, miklu fjárhagslegu tjóni sem ekki hefur fengist bætt, að sögn bíl- stjórans Björns Sigurðssonar. Óhappið situr í Birni. „Þetta er búið að rústa lífi mínu. Menn hafa veist að mér á förnum vegi og kallað mig aumingja og það- an af verri nöfnum,“ sagði Björn. Hann segir að menn hafi kennt hon- um um óhappið, en sjálfur skellir hann skuldinni á Vegagerðina, yfir- völd björgunarmála, lögreglu og fleiri. „Maður var bara í rusli eftir þetta. Mér var ekki boðin áfalla- hjálp eða neitt. Þetta hefur valdið mér mikilli vanlíðan. Ég fæ alls staðar höfnun og hvergi réttláta málsmeðferð. Það er lágmarkið að ég nái ærunni aftur.“ Þeir Björn og Ágúst hafa leitað eftir því að fá fjárhagstjón sitt bætt en þeim málaleitunum hefur ýmist verið hafnað hjá Vegagerðinni, sem ekið var fyrir, og innaríkisráðuneyt- inu auk ferðaþjónustunnar eða er- indunum ekki verið svarað. Björn sagði að Vegagerðin hefði leitað til sín um að ferja fólk yfir ána á rammbyggðri 39 farþega her- rútu Ágústs, sem Björn sá um út- gerðina á. Rútan var á Hólmavík hjá Ágústi og Björn í Eyjafirði þeg- ar beiðnin barst. Þeir lögðu strax af stað suður og hittust í Vík í Mýrdal snemma að morgni 11. júlí. Björn var á 38" breyttum Toyota Land- Cruiser-jeppa sem hann hafði leigt til aksturs með ferðamenn. Þeir fé- lagarnir voru mættir á vesturbakka Múlakvíslar um morguninn. Akstur með farþega hófst þó ekki fyrr en síðdegis þegar búið var að útvega öll tilskilin leyfi. Mikilvægt að tryggja öryggið „Mér var sagt að þarna yrði mikil gæsla og fullt af fólki m.a. frá Landsbjörg og almannavörnum til aðstoðar. Þegar okkur var tilkynnt að við gætum hafið flutninga þá var ekkert af þessu komið. Ég talaði við yfirverkstjóra Vegagerðarinnar í Vík og sagði að ég vildi hafa örygg- istæki því allt gæti gerst. Áin var í miklum látum og breytti sér á nokk- urra sekúndna fresti,“ sagði Björn. Fljótið rann í tveimur kvíslum og var eyri þar á milli. Jarðýta fór út á eyrina. Þá talaði Björn við bílstjóra trukkanna sem ferjuðu bílana og bað um að allir væru með sterka spotta framan á bílunum þannig að jarðýtan gæti dregið þá upp ef þeir festust. Þetta gerðu allir. „Við hófum akstur og frá klukkan fjögur til tíu um kvöldið flutti ég um 700 manns yfir ána,“ sagði Björn. „Eftir þriðju ferðina sem við fórum yfir fór jarðýtan sem var öryggis- þátturinn.“ Björn kvaðst hafa spurt Vega- gerðina hvert jarðýtan hefði farið og var honum sagt að hún hefði ver- ið send í annað verkefni. „Kannski hefði ég átt að segja stopp á þessum tímapunkti, en mér var sagt að halda áfram.“ Björn ákvað að fara á jeppanum á undan fjallarútunni til að kanna vaðið en Ágúst ók rútunni. Ef fór að vatna yfir húddið á jepp- anum þá taldi hann orðið of djúpt að fara yfir með farþega og var beðið átekta þar til vatnið sjatnaði. „Við þurftum sjálfir að sjá um fólkið sem tróðst inn í bílinn með farangur. Það var engin stjórn á þessu. Þetta gekk þokkalega og allt- af fór ég á undan á jeppanum,“ sagði Björn. Hann sagði að fulltrúi Vegagerðarinnar hefði sagt að allt yrði þetta með betra móti morg- uninn eftir en mikill þrýstingur var á að halda áfram að flytja fólk og bíla. Áin vall fram kolmórauð, full af aur og drullu. Björn gerði sér grein fyrir því að hann þyrfti að taka jeppann gagngert í gegn eftir þessa meðferð til að geta rekið hann áfram í ferðaþjónustunni. Sand- urinn og aurinn þrengir sér um allt, ekki síst inn í drifrásina. Björn kvaðst hafa verið orðinn langeygur eftir því að eitthvað yrði gert til að tryggja betur öryggið við flutn- ingana yfir ána. Eftir að hafa beygt hjólastífu á jeppanum og látið laga hana í Vík kvaðst Björn hafa sagt við fulltrúa Lágmark að ná ær- unni aftur Morgunblaðið/RAX Fjallarútan Björn Sigurðsson, bílstjóri, við rútuna. Búið er að gera við hana fyrir á 13. milljón króna eftir óhappið.  Nítján björguðust úr rútu sem festist í Múlakvísl  Tjónið ekki enn bætt Ljósmynd/Hrafnhildur Inga Múlakvísl Öflug beltagrafa var notuð til að bjarga rútunni sem festist í Múlakvísl 12. júlí 2011. Eigandi rútunnar varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna óhappsins, sem ekki hefur fengist bætt. Magic Sand Heitasta æðið í heiminum í dag Sandur sem mótast eins og leir og þornar aldrei upp. Skilur ekkert eftir sig og er auðvelt að þrífa upp Skapandi og skemmtilegt, örvar skynjunarfærni al UMBOÐSAÐILI: www.danco.is lra Nú á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.