Morgunblaðið - 15.07.2015, Page 16

Morgunblaðið - 15.07.2015, Page 16
VIÐTAL Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Starf lögfræðinga á Íslandi krefst meiri sveigjanleika en á Englandi, segir enski lögfræðingurinn Simon David Knight. Hann varð á dögunum meðeigandi í lögmannstofunni Juris og er því einn örfárra erlendra lög- fræðinga sem hafa náð þeim árangri á íslenskum lögmannsstofum. Verk- efni Simons snúa bæði að úrlausn ágreiningsmála og einnig hefur hann unnið að fjármögnunar- og fjárfest- ingarverkefnum hér á landi. Þar hef- ur hann á síðari árum orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á Ís- landi. Þessi áhugi á að hans mati ræt- ur að rekja til nýrra tækifæra sem opnuðust með fríverslunarsamningi Íslands við Kína. Simon lærði lögfræði við háskólann í Cambridge, Englandi, og starfaði frá 2005-2007 hjá alþjóðalögfræðifyr- irtækinu Simmons & Simmons bæði í London og Abu Dhabi. Árið 2007 flutti hann síðan til Íslands og hóf sama ár störf hjá Kaupþingi en bú- ferlaflutningurinn hafði þó ekkert að gera með lögfræðiferilinn. „Mig lang- aði að kynnast einhverju nýju. Ég hafði unnið á Íslandi í tvo til þrjá mánuði sumarið 2005 á farfuglaheim- ili í Laugardalnum og naut þess mik- ið. Þegar ég fékk réttindi mín árið 2007 langaði mig í ævintýri og kom til Íslands,“ segir Simon. Upphaflega hugðist hann taka sér hlé frá lögfræð- inni en á þeim tíma var Kaupþing að ráða fólk og með nóg af verkefnum á alþjóðasviðinu. Simon ákvað því að sækja um. Allt breyttist árið 2008 Þegar Simon hóf störf hjá Kaup- þingi árið 2007 sneru verkefni hans helst að ýmsum verkefnum útibúa Kaupþings erlendis. Þetta breyttist þó allt í hruninu. „Þá þurftum við lög- fræðingarnir einfaldlega að takast á við öll þau vandamál sem komu upp,“ segir Simon. Við fall fjármálakerfis- ins var Kaupþingi skipt í tvennt og fór Simon yfir í slitastjórn Kaupþings. „Á milli 2009 og 2012 varð vinnan meira rannsóknartengd og ég fór að vinna í hópi í slitastjórn bankans sem ein- beitti sér að málaferlum til að end- urheimta glataðar eignir.“ Til að mynda var Al Thani-málið eitt verk- efna hans í slitastjórninni. Árið 2012 fór Simon síðan yfir í lög- mannsstofuna Juris. „Eftir að hafa unnið í nokkur ár hjá Kaupþingi ákvað ég að það væri kominn tími á breytingu og ég þekkti til lögfræð- inga hjá Juris.“ Eftir að hafa frá hruni, nær eingöngu unnið að mála- ferlum, segir hann að það hafi verið gott að fá fjölbreyttari verkefni. Meiri sveigjanleiki á Íslandi Spurður um mun á vinnuumhverf- inu hér á landi og því sem hann kynnt- ist þegar hann starfaði hjá Simmons & Simmons nefnir hann fyrst og fremst að hér sé miklu meiri fjöl- breytni í starfi. „Umhverfið hér er ekki jafn fast í skorðum. Á lögmanns- stofu í London þar sem starfa þúsund lögfræðingar hafa allir mjög ákveðið sérsvið en á Íslandi er allt miklu meira fljótandi. Þegar ég var hjá Kaupþingi þurftu allir að geta glímt við öll mál.“ Að hans mati er fjölbreytileikinn heillandi. „Einn helsti kostur þess að vinna hér, fyrir utan það að fá að búa á Íslandi, er að ég veit aldrei við hvaða verkefni ég fæst á morgun.“ Sem dæmi nefnir hann að fyrir fimm árum voru allir lögfræðingar að vinna í gjaldþrotum fyrirtækja en núna er áhuginn á fjárfestingum og stórum innviðaverkefnum. Áhugi fjárfesta á Íslandi aukist Nýlega hefur Simon unnið mikið að fjármögnun ýmissa verkefna og segir hann að mikil uppsveifla hafi verið í kaupum og sölu fyrirtækja ásamt er- lendri fjárfestingu. Ástæður fyrir þessum aukna áhuga eru að hans sögn margar. „Kostnaður hér á landi er lægri en hann var áður fyrr. Orkan er alltaf mikið aðdráttarafl en fjár- festar koma ekki aðeins hingað vegna orkuverðsins heldur einnig vegna eig- inleika hennar og framboðs. Síðan er það auðvitað fríverslunarsamningur- inn við Kína. Hann hefur opnað dyr fyrir erlenda fjárfesta að framleiða hér á landi og selja út á nýjan mark- að.“ Hann segir að áhugi erlendra fjár- festa á Íslandi gefi líka til kynna trausta innviði. „Hér eru fyrirtæki sem búa yfir þekkingu og það hjálpar erlendri fjárfestingu, að menn viti að ekki þurfi að byrja frá grunni.“ Fjárfestar líta til Íslands Morgunblaðið/Kristinn Atvinnulífið Simon David Knight hefur starfað á Íslandi í rúmlega átta ár.  Simon David Knight er fyrsti útlendingurinn í eigendahópi Juris  Orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi í kjölfar fríverslunarsamningsins við Kína 16 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á notkun innanlands og 15% erlendis. Íslandsbanki segir að þessar tölur ásamt aukningu í innflutningi neysluvara og þróun kaupmáttar launa það sem af er ári styðji það að vöxtur í neyslu landsmanna muni vaxa í ár en bankinn spáir 4,6% vexti í einkaneyslu í samanburði við 3,7% vöxt í fyrra. Kortavelta útlendinga hér á landi í júní jókst um 4,4 milljarða króna milli ára. Útlendingar náðu því að velta meiru hér en landsmenn í út- löndum sem leiddi til jákvæðs kortaveltujöfnuðar sem nam 9,2 milljörðum króna í þessum mánuði. Nokkur vöxtur var í kortaveltu landsmanna í júnímánuði í saman- burði við sama tíma í fyrra. Vöxt- urinn nam 15,3% í kortaveltu er- lendis og 7% innanlands sem telst hraðari vöxtur en var að jafnaði á síðasta ári. Greining Íslandsbanka segir að því sé útlit fyrir að vöxtur einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi verði nokkuð myndarlegur þar sem kortaveltan hafi tekið verulegan kipp upp á við í síðasta mánuði. Ef miðað er við fyrstu sex mánuði árs- ins er raunvöxtur kortaveltu ein- staklinga 4,9% frá sama tímabili í fyrra, vöxturinn er 3,6% í korta- Kortavelta landsmanna vex hraðar  Stefnir í myndarlegan vöxt í einkaneyslu að mati greiningar Íslandsbanka Morgunblaðið/Kristinn Kort Útlendingar hér á landi notuðu kortin meira en landsmenn erlendis. ● Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga hafa selt 3 milljónir hluta í N1 en með viðskiptunum fór eignarhlutur sjóðsins niður fyrir 10% af heildarhlutafé fyr- irtækisins. Fyrir viðskiptin áttu sjóðirnir, sem reknir eru undir sama hatti, 48 milljónir hluta en eftir viðskiptin eru þeir orðnir 45 milljónir. Sá hlutur svarar til þess að sjóðirnir eigi samanlagt 9,57% í N1. Söluandvirði hlutabréfanna nam um 118 milljónum króna. Miðað við dagslokagengi í Kauphöllinni í gær nemur eignarhlutur sjóðanna eftir við- skiptin tæpum 1,8 milljörðum króna. Lífeyrissjóður verslunarmanna er eft- ir sem áður stærsti hluthafi fyrirtæk- isins. Næststærsti eigandinn í N1 minnkar hlut sinn                                    !"# !$! "#% % $ $ !" !### #   #!# &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 % !#% ! "  %% $%%$  !# #%%  % "$ !# !  " ## %% $   !#$% # #  % !$ ● Útboði á flugfar- miðakaupum rík- isins sem átti að fara fram á fyrri hluta ársins hefur verið frestað til haustsins, segir í tilkynningu frá Fé- lagi atvinnurek- enda, FA, en félagið hefur gagnrýnt að ekki hafi verið efnt til útboðs og að ríkisstarfsmenn fái vildarpunkta til einkanota vegna flug- ferða sem þeir fljúga á kostnað skatt- greiðenda. Haft er eftir Ólafi Stephensen, fram- kvæmdastjóri FA, að það sé miður að enn dragist á langinn að efna til út- boðs. „Það er þó gott að málin eru komin á hreyfingu og þetta útboð þarf að auglýsa hið fyrsta. Það er ótækt að þrjú ár líði án þess að hundraða millj- óna króna viðskipti ríkisins séu boðin út,“ segir Ólafur. Útboði á kaupum flug- miða frestað til hausts Ríkið frestar út- boði á flugmiðum STUTTAR FRÉTTIR ... Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.