Morgunblaðið - 15.07.2015, Side 20

Morgunblaðið - 15.07.2015, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015 Ég er hjartanlega sammála þeim Frosta Sigurjónssyni og Guðlaugi Þór, að það er miklu nauðsynlegra og skynsamlegra að reisa nýtt hús- næði fyrir Landspítalann heldur en nýja Landsbankabyggingu. Núver- andi staðsetning Landsbankans er líka hentugri og meira miðsvæðis en á lóðinni við Hörpu, þar sem nýju bankahúsnæði er ætlað að rísa, og þægilegra fyrir fólk að komast í bankann þarna í Austurstrætinu. Ég sé ekki, hvernig maður á að komast í bankann, sem ætlað er að reisa við Hörpu, ef maður er gangandi, eins og bílaumferðin er mikil á svæðinu og mjög erfitt er að komast yfir göt- ur. Þeir verða að hugsa út í aðgengi fyrir notendurna, ef þeir vilja fara út í slíka nýbyggingu. Þess vegna líst mér engan veginn á þessar áætlanir um nýtt bankahúsnæði, fyrir utan kostnaðinn, og finnst skynsamlegra, að farið sé fyrst í byggingu á nýju sjúkrahúsi, sem er miklu brýnna. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nýtt Landsbanka- hús eða nýr Landspítali? Landsbankinn Á að byggja nýjar höfuðstöðvar eða ekki? Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Mikið er rætt og skrafað um áform um iðnaðaruppbyggingu í Skagabyggð og kröfu Húnvetninga um nýt- ingu staðbundinna auðlinda í heima- byggð, þ.e. orku Blönduvirkjunar. Einstaka þingmenn og ráðherrar hafa tjáð sig um málið og þar á meðal hátt- virtur iðnaðarráðherra. Hann hef- ur látið hafa eftir sér að Húnvetn- ingar hafi engan sérstakan rétt til að gera kröfu til orku virkjunar- innar. Ekki sé boðlegt að draga fram rykfallin loforð um slíkt, hafi þau þá einhvern tímann verið gef- in. Formaður atvinnuveganefndar hefur einnig ítrekað komið fram í fjölmiðlum og komið þeim skila- boðum á framfæri að engin orka sé í boði. Þessi gömlu loforð þekki ég ekki enda barn þegar umræður um byggingu virkjunarinnar fóru fram. Í Húnavatnssýslu eru þó enn sveitarstjórnarmenn að störfum sem ættu að þekkja feril málsins og gætu því skerpt á umræddum loforðum. Það sem hvatti mig hins vegar til þess að stinga niður penna var að mér finnst að ekki sé einungis um að ræða gömul rykfallin loforð. Hæstvirtum iðnaðarráðherra og al- þingismönnum ætti að vera ljóst að á Alþingi Íslendinga þann 15. jan- úar 2014 var eftirfarandi þings- ályktunartillaga samþykkt: „Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að koma á samstilltu átaki stjórnvalda og sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku sem framleidd er í Blöndu- virkjun. Markmiðið með átakinu er að efla samkeppnishæfni svæðisins og undirbúa það fyrir þá uppbygg- ingu sem fylgir orku- nýtingu Blönduvirkj- unar og jafnframt vinna að markaðs- setningu svæðisins sem iðnaðarkosts, svo sem fyrir gagnaver.“ Ég get ekki betur séð en að í þessari ágætu tillögu séu, til þess að gera nýlega, Húnvetningum og nærsveitungum gefin ágætis fyrirheit um að orka Blönduvirkjunar verði nýtt til uppbyggingar í hér- aði. Við meðferð málsins sá At- vinnuveganefnd ekki ástæðu til að leggja til breytingar á tillögunni en sendi frá sér álit þar sem nýting orku Blönduvirkjunar er nefnd sérstaklega og áréttað að í um- sögnum um tillöguna hafi verið nefnt að mikilvægt sé að nýta tæki- færi sem víðast um landið. Það er gott að búa í Húnavatns- sýslu enda þar góð samfélög og gott fólk. Svæðið má muna fífil sinn fegurri enda þurft að greiða dýru verði stórfelldar breytingar á atvinnuháttum. Húnvetningar hafa allt of lengi sætt sig við að stað- bundin auðlind, þ.e. orka Blöndu- virkjunar, hefur ekki verið nýtt svæðinu til framdráttar. Alþingi hefur sent frá sér vel ígrundaða til- lögu sem styður réttmæta kröfu Húnvetninga og því er rétt að leggjast saman á árarnar og snúa vörn í sókn. Gömul og ný loforð um orku Blönduvirkjunar Eftir Halldór Gunnar Ólafsson Halldór Gunnar Ólafsson »Húnvetningar hafa allt of lengi sætt sig við að staðbundin auð- lind, þ.e. orka Blöndu- virkjunar, hefur ekki verið nýtt svæðinu til framdráttar. Höfundur er sveitarstjórnarmaður á Skagaströnd. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Aldrei hefur verið auðveldara að heyra Enn er bætt um betur með nýju ReSound heyrnartækjunum sem gefa eðlilega og áreynslulausa heyrn. Taktu þátt í framþróuninni og prófaðu þessa hágæða tækni. GOLDEN LOBE AWARDS 2014 ASSOCIATION OF INDEPENDENT HEARING HEALTHCARE PROFESSIONALS Most Innovative Concept 2014 presented to: Resound - LiNX made for iPhone Vilt þú vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga! HRINGDU NÚNA 820 8080 Sylvía Löggiltur fasteignasali sylvia@fr.is Brynjólfur brynjolfur@fr.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.