Morgunblaðið - 15.07.2015, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
✝ Sigþór Péturs-son fæddist í
Grundarfirði 17.
desember 1943.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
4. júlí 2015.
Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
ríður Kristjáns-
dóttur frá Móabúð í
Eyrarsveit, f. 29.8.
1911, d. 11.5. 1992
og Pétur Sigurðsson, verslunar-
maður frá Suður-Bár í Eyrar-
sveit, f. 17.7. 1910, d. 27.12. 2005.
Systkini Sigþórs eru: 1) Aðal-
steinn, læknir, f. 7.9. 1933, d. 9.1.
1985, maki Halldóra Karlsdóttir,
f. 17.2. 1936. 2) Ingibjörg, hjúkr-
unarfræðingur, f. 19.8.1937, d.
30.11. 2014. 3) Kristján, skip-
stjóri, f. 19.8. 1938, maki Erla
Magnúsdóttir, f. 3.2. 1939. 4) Sig-
rún ljósmóðir, f. 21.9. 1939, maki
Björn Ólafsson, f. 30.11. 1936. 5)
Sigurður Kristófer læknir, f.
4.12. 1942, maki Helga Magnús-
dóttir, f. 16.1. 1946. Hinn 20. des-
ember 1969 giftist Sigþór eft-
irlifandi eiginkonu sinni, Colleen
Mary Pétursson hjúkrunarfræð-
ingi og ljósmóður, f. 25.6. 1936.
Foreldrar hennar voru Thomas
Raymond Bache, f. 13.11. 1910,
d. 1993 og Kathleen Mary Hill, f.
27.1. 1911, d. 2011.
Börn þeirra eru: a) Anna, f.
19.12. 1970. Börn hennar af
fyrra hjónabandi eru Joanna
Beth Jordan, f. 1991 og Sarah
May Jordan, f. 1994. Eiginkona
Önnu er Donna Co-
ughlin, f. 1968. b)
Katrín Mary, f. 24.4.
1972, maki Alister
Paul Faulkes, f. 14.2.
1970. Börn þeirra
eru Orri Sigþór
Faulkes, f. 2003 og
Matthías Smári
Faulkes, f. 2008.
Sigþór ólst upp í
Grundarfirði. Hann
stundaði nám við
Héraðsskólann að Reykjum í
Hrútafirði og Menntaskólann að
Laugarvatni þaðan sem hann
lauk stúdentsprófi 1965. Hann
hélt til náms í Bretlandi og lauk
grunnnámi í efnafræði frá há-
skólanum í Edinburgh 1970. Á
árunum 1970-1975 kenndi hann
við Menntaskólann í Reykjavík
og árin 1973-1975 vann hann
samhliða kennslunni sem
framkvæmdastjóri hjá undirbún-
ingsfélagi Þörungavinnslunnar
á Reykhólum. Sigþór fór aftur til
náms í Bretlandi og lauk dokt-
orsnámi frá háskólanum í Birm-
ingham 1978. Hann starfaði að
efnafræðirannsóknum við Ox-
ford-háskóla á árunum 1978-
1990. Þá flutti hann heim til Ís-
lands og hóf störf við Háskólann
á Akureyri. Þar starfaði hann
sem prófessor í efnafræði þar til
hann lét af störfum vegna ald-
urs.
Útför Sigþórs verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, miðviku-
daginn 15. júlí 2015, og hefst kl.
13.30.
Fjölskyldan hans pabba er stór
og samheldin. Hún stendur þétt
við bakið á okkur öllum, hvetur
okkur áfram og grípur okkur þeg-
ar einhver hrasar.
Bói frændi var lengi vel fulltrúi
framandi heima í fjölskyldunni.
Hann bjó í Oxford þegar ég var að
alast upp og við systurnar kynnt-
umst honum aðallega í gegnum
kvöldsögurnar sem pabbi sagði
okkur úr eigin uppvexti. Sögurn-
ar af pabba og Bóa voru ævintýri
góðra vina. Eftirminnilegastar
eru frásagnir af lífshættulegum
uppákomum eins og sagan af
rottueitrinu í súkkulaðibúðingn-
um sem er reglulega rifjuð upp
hjá okkur systrum. Það ævintýri
endaði með langri sjúkrahúslegu
bræðranna og líklega höfum við
afkomendurnir aldrei skilið al-
mennilega hættuna sem þeir
komu sér í með því að gæða sér á
búðingnum úr balanum. Við
dáumst að því að bræðurnir kom-
ust í gegnum allar þær hremm-
ingar sem þeir lentu í. Þessar
hremmingar virtust alltaf vera
eins og ævintýrin og enda vel.
Sjálf kynntist ég Bóa betur
þegar hann og pabbi ákváðu vista-
skipti frumburða sinna. Við Anna
erum fæddar á sama ári og feng-
um á einhverju unglingsárinu að
skipta um heimili í nokkrar sum-
arvikur. Þá upplifði ég mitt eigið
ævintýri með Bóa, Colleen og
Katrínu. Þykkar gardínurnar í
herberginu hennar Önnu, BBC og
Open University, sögur af gull-
fiskum, heimsóknir til Oxford,
ódýrt Twix og ferðir um Cornwall.
Bói tók vel á móti mér þá og hann
tók vel á móti allri fjölskyldunni
minni seinna meir á Akureyri.
Bói átti sína sterku rödd í syst-
kinahópnum. Þótt hann væri
yngstur í hópnum þá var ekkert
lítið við hann. Nú hefur þessi rödd
þagnað en ég veit að minningin
um Bóa, eins og minningin um
Alla og Ingibjörgu, hvetur okkur
áfram til að hafa sterkar raddir og
takast á í jólaboðum og á öðrum
vettvangi.
Hugur minn er hjá Colleen,
Önnu, Katrínu og fjölskyldum
þeirra og ég votta þeim innileg-
ustu samúð mína.
Brynhildur Sigurðardóttir.
Við hjónin erum harmi slegin
yfir þeim fréttum að góður vinur
og fyrrverandi samstarfsmaður,
Sigþór Pétursson, sé fallinn frá,
langt um aldur fram. Við kynnt-
umst Sigþóri þegar við komum til
starfa sem prófessorar við Há-
skólann á Akureyri upp úr síðustu
aldamótum, en hann var þá einn
örfárra prófessora við skólann.
Þrátt fyrir bága aðstöðu og lítinn
skilning háskólayfirvalda tókst
Sigþóri að stunda metnaðarfullar
rannsóknir og rita greinar í vel-
metin tímarit, enda var hann í
samvinnu við hæfa erlenda vís-
indamenn. Námskeið Sigþórs við
Sjávarútvegsdeild og síðar Auð-
lindadeild voru mjög vönduð og
gerðu kröfur til nemenda. Var oft
hart sótt að honum af samstarfs-
mönnum að minnka kröfur svo
fallprósentan yrði lægri. Sigþór
lét ekki bugast af þessu einelti, gaf
hvergi eftir og hélt uppi gæðum og
gerði sambærilegar kröfur til
nemenda sinna og sjálfs sín og
gerðar eru í bestu háskólum. Það
kom fram í máli margra eldri
nemenda hans sem heimsóttu
skólann að í námi þeirra bæru
námskeið Sigþórs af. Þau hefðu
reynst þeim besta veganestið í
starfi og framhaldsnámi, hefðu
kennt þeim vísindaleg vinnubrögð
og hvernig ætti að ná árangri í
akademískri vinnu og hagnýtum
rannsóknum. Sigþór hafði áhuga á
mörgu sem tengdist fagsviði hans.
Hann lét t.d. til sín taka í umræðu
um framtíðareldsneyti og tók for-
svarsmenn vetnisvæðingar eftir-
minnilega „í bakaríið“ og benti á
að við vetnisframleiðslu þyrfti
meiri orku en kæmi út úr fram-
leiðslunni. Sigþór varð einn nán-
asti samstarfsmaður Hrefnu og
kenndi hún m.a. námskeið hans er
hann fór í námsleyfi. Hann lét fús-
lega af hendi öll kennslugögn og
aðstoðaði hana dyggilega við að
koma kennslunni af stað. Þó að
fagsvið þeirra innan efnafræðinn-
ar væru ólík voru þau samt í nán-
um faglegum samskiptum og að-
stoðuðu hvort annað bæði í
rannsóknum og kennslu. Sigþór
hafði beinskeyttan og skemmti-
legan húmor og gat ef sá gállinn
var á honum sagt mjög skemmti-
lega frá. Hann var góður og
traustur samstarfsmaður sem
ávallt studdi þann málstað sem
hann taldi réttastan og sanngjarn-
astan. Hann og Colleen kona hans
voru góðir gestir í samkvæmum
og frábærir gestgjafar. Sigþór
fékk alvarlegt áfall fyrir nokkrum
árum þegar hann var síðla dags
við vinnu á skrifstofu sinni. Svo
heppilega vildi til að við hjónin
vorum nálægt og gátum kallað á
sjúkrabíl svo hann komst undir
læknishendur og í sjúkraflug suð-
ur í tæka tíð og virtist hann hafa
náð sér að fullu. Eftir að Sigþór
fór á eftirlaun ætluðu þau Colleen
að flytja til höfuðborgarinnar og
við hlökkuðum til að fá þau í ná-
grennið. Við hittum Sigþór á
skemmtikvöldi prófessorafélags-
ins fyrir „emerita“ rétt fyrir síð-
ustu jól og áttum með honum góða
kvöldstund. Sigþór var hress og
hraustlegur og afslappaðri en
nokkru sinni fyrr. Sala á húsinu
þeirra Colleen á Akureyri hafði þó
tafist, en við bundum fastmælum
að hittast í sumar hvort sem þau
væru flutt suður eða ekki. Við
hörmum að af því varð ekki og
vottum Colleen og dætrum þeirra
og fjölskyldum innilega samúð
okkar.
Hrefna Kristmannsdóttir
og Axel Björnsson.
Kveðja frá auðlinda-
deild Háskólans á Akureyri
Fallinn er frá dr. Sigþór Pét-
ursson, efnafræðingur og prófess-
or emeritus við auðlindadeild Há-
skólans á Akureyri. Sigþór var
annar af tveimur sem fyrst voru
ráðnir til kennslu að nýstofnaðri
deild við HA sem þá hét sjávarút-
vegsdeild. Það hljóta að hafa verið
viðbrigði fyrir Sigþór að koma frá
einum elsta og virtasta háskóla
heims, Oxford, til þá yngsta há-
skóla álfunnar hér á Akureyri.
Sigþór tók ríkan þátt í að byggja
upp og móta hina nýju deild og
þar með skólann allan.
Sigþór hafði mikinn metnað
fyrir sitt fag og deildina og vildi
veg hennar sem bestan. Hann var
mjög nákvæmur um alla hluti og
ætlaðist til þess af öðrum. Meðal
greina sem Sigþór kenndi var
efnafræði á fyrsta misseri sem
reyndist mörgum nemendum erf-
ið. Það tók smátíma „að ná karlin-
um“ en þeir sem það gerðu kunna
að meta þá þekkingu og þau ög-
uðu vinnubrögð sem hann kenndi
þeim og nýtast vel í námi og starfi.
Enn rifja nemendur upp og leika
handbragðið við títrun. Sigþór
lærði fljótt nöfn nemenda sinna
og fylgdist með þeim eftir að námi
lauk.
Sigþór átti einnig farsælan feril
sem vísindamaður. Í Oxford, áður
en hann kom til starfa til HA,
vann hann að mjög sérhæfðum
rannsóknum sem tengjast efna-
smíði m.a. við lyfjagerð. Aðstæður
við Háskólann á Akureyri leyfðu
ekki slíkar rannsóknir fyrst í stað
en hann vann markvisst að því að
koma þeim upp og síðustu árin
hafði hann aðstöðu til að stunda
þessar rannsóknir hér og í sam-
vinnu við sitt gamla umhverfi í
Oxford. Hann stundaði einnig
rannsóknir á stöðuleika ýrulausna
úr fiskpróteinum og fitusýrum.
Sigþór lét formlega af störfum í
lok árs 2014 en var þó virkur fram
í það síðasta. Hann var leiðbein-
andi í meistaraverkefni um efna-
smíði, sem varið var í lok maí og
hann var enn að vinna við greina-
skrif þegar yfir lauk.
Eftir hann liggur mikill fjöldi
vísindagreina, kennslubóka, bók-
arkafla og greina almenns eðlis
sem lýsa vel hans markvissu
vinnubrögðum og eljusemi.
Við samstarfsmenn hans kveðj-
um Sigþór með söknuði. Það var
mjög gott að vinna með honum,
hann kom heiðarlega fram og vildi
hafa hlutina á hreinu. Hann var á
stundum dálítið af gamla skólan-
um, kannski áhrif frá Englandi,
t.d. átti ég einu sinni við hann
skemmtilegar umræður varðandi
texta í auglýsingu um hvort væri
við hæfi að taka fram að auglýst
væri eftir karlmanni í tæknistarf.
Þegar niðurstaða var komin var
það ekki rætt frekar nema hann
gerði sjálfur smá grín að þessu
seinna.
Persónulega á ég og við hjónin
Sigþóri mikið að þakka því segja
má að hann hafi komið okkur
saman þó með óbeinum hætti
væri. Þannig var mál með vexti að
Sigþór kenndi efnafræði í MR sín-
um tíma og hann sannfærði Sig-
urbjörgu um að hún gæti lært
efnafræði og aðrar raungreinar.
Hún valdi því að fara á náttúru-
fræðibraut í stað málabrautar.
Fyrir í þeim bekk var ég og höfum
við verið saman síðan. Við rifjuð-
um þetta upp með Sigþóri og
hafði hann gaman af.
Eftirlifandi eiginkonu, Colleen
Mary Pétursson, dætrum þeirra
og öðrum aðstandendum vottum
við samúð okkar.
Fyrir hönd auðlindadeildar
HA,
Hjörleifur Einarsson,
deildarformaður.
Sigþór
Pétursson
www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565 9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898 5765
Ragnar
s: 772 0800
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG ERLINGSDÓTTIR,
frá Ásbyrgi,
Lundi 1,
Kópavogi,
sem lést á heimili sínu 6. júlí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 17. júlí kl. 13.
.
Sigrún Jónasdóttir, Björn E. Johannessen,
Helga Jónasdóttir, Tómas Þór Tómasson,
Jón Erlingur Jónasson, Védís Jónsdóttir,
Úlfhildur Jónasdóttir, Þorsteinn S. Karlsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
JENS KRISTINSSON,
Höfðavegi 37,
Vestmannaeyjum,
lést 12. júlí.
Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 17. júlí kl. 16.
.
Guðný Gunnlaugsdóttir,
Elías Vigfús Jensson, Sigríður Gísladóttir,
Jensína Kristín Jensdóttir, Halldór Bjarnason,
Guðný Jensdóttir, Guðmundur Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku faðir minn, tengdafaðir og afi,
BJÖRN Ó. HELGASON,
fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður,
lést föstudaginn 10. júlí. Útför hans fer fram
frá Fossvogskirkju mánudaginn
20. júlí kl. 15.
.
Kristín Anna Björnsdóttir, Sigþór Bragason,
Daníel Freyr Birkisson.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
BÁRA PÉTURSDÓTTIR,
Klapparhlíð 3,
Mosfellsbæ,
(áður Akureyri),
lést á heimili sínu mánudaginn 13. júlí 2015.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Margrét Sveinbjörnsdóttir, Viðar Sveinbjörnsson,
Gunnar S. Sveinbjörnsson, Elmar A. Sveinbjörnsson,
makar, systkini,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
MARÍA KRISTÍN HELGADÓTTIR
frá Arndísarstöðum,
lést 12. júlí á Dvalarheimilinu Hlíð.
Útför hennar fer fram frá Þorgeirskirkju
laugardaginn 18. júlí kl. 13.30.
.
Helgi Hallsson,
Gerður Hallsdóttir,
Jósep Hallsson,
Jófríður Hallsdóttir,
Ragnar Hallsson,
Auður Hallsdóttir,
Stefán Hallsson
og fjölskyldur.
Okkar góði bróðir, frændi og vinur,
JÓHANN BOGI GUÐMUNDSSON,
húsasmíðameistari,
Sólvallagötu 74,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 17. júlí kl. 15.
.
Margrét Guðmundsdóttir, Friðrik Ágúst Helgason,
Gerður Guðmundsdóttir, Þór Whitehead
og fjölskyldur.
Okkar elskulega móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURBJÖRG AXELSDÓTTIR,
skókaupmaður,
Prestastíg 6,
sem lést á Landspítalanum 12. júlí,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. júlí kl. 13.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans við
Fossvoginn.
.
Sigrún Óskarsdóttir, Ársæll Sveinsson,
Óskar Axel Óskarsson, Sigríður Sigurðarsdóttir,
Guðrún Ó. Axelsdóttir, Sigríður Björk Þormar,
Adolf Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.