Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nauðsynlegt er að fjölga hjólreiða- stígum til að koma í veg fyrir alvar- leg slys á hjólreiðamönnum og gangandi fólki sem verður fyrir hjólum, að mati Gauta Grétars- sonar, sjúkraþjálfara. Hann býr í Vesturbæ Reykjavíkur og hefur hjólað frá unglingsárum. Gauti hef- ur m.a. hjólað til og frá vinnu í um 25 ár auk þess að hjóla á flesta fundi. Gauti sagði að samgönguleiðir fyrir reiðhjól hefðu alls ekki vaxið í takti við þá sprengingu sem orðið hefur í hjólreiðum. Hjólreiðamenn endi annaðhvort úti á götu, innan um bílana, eða á gangstígum, innan um gangandi fólk, því það skorti hjólreiðabrautir. Þetta bjóði heim hættunni á slysum, bæði á hjólreiða- fólki og gangandi vegfarendum. „Það verða árekstrar,“ sagði Gauti. „Til að koma í veg fyrir þá verður að bæta aðstæður hjólreiðamanna..“ Alvarleg hjólreiðaslys Aukning hjólreiða og hreyfingin sem þeim fylgir er af hinu góða, að mati Gauta. Vandinn sem fylgir er aukin slysahætta. Hann sagði hjól- reiðafólk hafa fengið alvarlega áverka við slys, enda sé ferðin mikil og fólkið tiltölulega óvarið. Einnig hafi gangandi vegfarendur orðið fyrir reiðhjólum og slasast. Gauti hefur orðið var við að fólk ræði þetta mikið sín á milli. Hann kvaðst vita til þess að í Noregi hafi skapast vandamál milli hjólreiðamanna og bílstjóra annars vegar og hins vegar á milli hjólreiðamanna og gangandi vegfar- enda. Gauti sagði að umferð gang- andi fólks og hjólreiðamanna fari ekki saman. Nú sé verið að hvetja fólk til að fara allra sinna ferða hjól- andi, en það sé ekki gert ráð fyrir því í umferðinni og samgöngu- mannvirkjum nema að litlu leyti. Gauti sagði tillitsleysi margra hjólreiðamanna valda vanda. „Gangandi fólk er orðið pirrað á hjólreiðafólki sem kemur á 30-50 km hraða á kappreiðahjólum eftir gang- stígum. Hjólreiðafólkið notar ekki bjöllu því það má ekki þyngja hjólið! Oft má engu muna að hjólreiðamenn hjóli niður gangandi vegfarendur. Fólk hefur orðið áhyggjur af því að fara út að ganga því það geti komi hópar á hjólum og hjólað það niður,“ sagði Gauti. Keppnishjól á sér brautir Hann varð vitni að því á mánudag þegar kona var að ganga yfir götu á grænu ljósi og upp á gangstíg. Þá kom skyndilega hjólreiðamaður á fleygiferð eftir stígnum og svínaði fyrir konuna. Litlu munaði að hún lenti fyrir hjólinu. Gauti sagði það stundum gerast, einkum á morgnana þegar hann hjólar til vinnu, að einhver komi „á milljón“ á kappreiðahjóli og þeysist fram úr honum. „Maður veit ekki af því fyrr en þetta gerist. Það þarf ekki annað en að maður víki aðeins til hliðar til að maður lendi í árekstri,“ sagði Gauti. Lausnin felst að mati Gauta í því að útbúa sérstakar hjólabrautir eða hjólastíga. Eins þurfi að takmarka hraða kappreiðahjóla í þéttbýli. „Þeir sem eru á þessum keppnis- hjólum þurfa að vera á sér svæðum. Það má ekki vera í kappakstri á bíl- um í venjulegri umferð. Fólk sem er að þjálfa sig á keppnishjólum á 40- 50 km hraða á ekki heima innan um börn að leik eða á göngustígum,“ sagði Gauti. Fjölga þarf hjólreiðastígunum  Blöndun hjólreiða og gangandi fólks á sömu stígum býður heim hættunni á alvarlegum slysum, að mati sjúkraþjálfara  Samgönguleiðum fyrir hjól hefur ekki fjölgað í takti við stórauknar hjólreiðar Morgunblaðið/Rósa Braga Sjúkraþjálfari Gauti Grétarsson fer flestra sinna ferða á reiðhjóli. Morgunblaðið/Kristinn Ægisíða Einn á hjóli, annar á hjólaskautum og sá þriðji gangandi. Svæði gangandi vegfarenda er skilið frá hjólreiðabrautinni með málaðri línu. Lögreglan mun hafa aukinn viðbúnað um verslunarmannahelgina en á höf- uðborgarsvæðinu verða Vesturlands- og Suðurlandsvegur vaktaðir og lögð verður áhersla á eftirlit með hrað- akstri og notkun öryggisbelta, að sögn Guðbrands Sigurðssonar, aðal- varðstjóra umferðardeildar lögregl- unnar. Einnig verður hugað að því að ör- yggisbúnaður þeirra sem taka tengi- vagna með sér í ferðalagið sé viðun- andi. „Við hvetjum menn til þess að fara ekki af stað eftir skemmtun helgar- innar ef áfengis hefur verið neytt fyrr en eftir góða hvíld,“ segir Guðbrand- ur. Hann segir að ekki sé gert ráð fyr- ir því að sala áfengis á bensínstöðvum leiði til fleiri ölvunarakstursbrota. „Okkur finnst umferðarmenningin vera að batna hægt og bítandi,“ bætir Guðbrandur við en dregið hefur úr ölvunarakstri á undanförnum árum. Hann biður vegfarendur helgarinnar að gefa sér góðan ferðatíma og bendir á að hjáleið í Mosfellsbæ til móts við Skálatún geti valdið umferðartöfum. Á Suðurlandi mun þyrla aðstoða við umferðareftirlit og í Landeyja- höfn verður fíkniefnahundur á vakt- inni. isak@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Við eftirlit Viðbúnaður lögreglu um verslunarmannahelgina verður aukinn. Þyrla og hundur verða við eftirlit  Fylgjast með hraðakstri og búnaði EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.