Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 www.gilbert.is VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er í mjög góðu standi, sem betur fer. Fyrirtækin nota góðan búnað sem stenst stífustu kröfur, bæði íslenskar og norskar. Þetta er allt annað en var þegar ég var að þjónusta fiskeldið fyrir tæpum þrjá- tíu árum,“ segir Kjartan Jakob Hauksson, kafari og eigandi Fisk- eldisþjónustunnar, sem sérhæft hef- ur sig í eftirliti, þvotti og viðgerðum á sjókvíum og veitir öllum fiskeld- isfyrirtækjunum á Vestfjörðum þjónustu. Mikilvægur liður í eldi laxfiska í sjókvíum er að tryggja að kvíarnar séu í lagi og að fiskur sleppi ekki út. Slys hafa orðið hérlendis og erlend- is. Það er mikilvægt fyrir fiskeldis- fyrirtækin að koma í veg fyrir slysa- sleppingar, þau geta ekki selt fisk sem sleppur, og það er álitshnekkir fyrir viðkomandi fyrirtæki þegar fiskur sleppur og gengur í ár. „Ég hef stundum sagt að flest fyr- irtæki geyma peningana sína í pen- ingaskápum eða bönkum. Fiskeldis- fyrirtækin geyma sína fjármuni í sjó og eiga því allt undir því að búnaður- inn sé í lagi,“ segir Kjartan. Fyrirtækin sáu sjálf um að halda sjókvíunum í lagi þar til Kjartan stofnaði fyrirtæki sitt og fór af krafti inn í þennan rekstur á síðasta ári. Fékk hann viðskipti hjá flestum eða öllum fyrirtækjunum á Vestfjörðum en þar eru flest stærstu eldisfyrir- tækin. Rippað í götin Þjónustan felst í því að setja út búnaðinn, hafa með honum eftirlit og annast viðhald og viðgerðir. „Við vökum alveg yfir nótunum til að koma í veg fyrir að göt komi á þær,“ segir Kjartan. Farið er yfir kvíarnar á þriggja vikna fresti og segir hann það mun meira eftirlit en áður var. Kjartan og samstarfsmenn hans hafa sótt námskeið í Noregi og eru með búnað þaðan til að tryggja að þjónustan sé sú sama. Telur hann að þjónustan á Íslandi sé komin í sama horf og í Noregi. Sjö starfsmenn eru hjá Fiskeldis- þjónustunni. Þeir hafa til umráða þjónustuskip, fjarstýrðan kafbát með myndavél og fjarstýrða þvotta- vél sem einnig er með neðansjávar- myndavél. „Við erum alltaf á tánum við eftirlitið og ég tel að ekkert fari framhjá okkur. Ef við sjáum eitt- hvað athugavert fer kafari strax nið- ur til að laga það. Það gerist raunar sjaldan. Það fara kannski einn eða tveir möskvar en fiskar komast ekki út um gatið. Það er samt rippað í til öryggis, til að gatið stækki ekki.“ Kjartan er einnig í samvinnu við Ísfell sem er að setja upp þvottastöð fyrir nætur á Þingeyri. Þar eru næt- urnar yfirfarnar þegar búið er að slátra fiskinum upp úr þeim, þær þvegnar og gert við það sem þörf er á, áður en þær eru settar út í sjó á nýjan leik. „Öll fyrirtækin gera þetta af al- vöru og ekkert er til sparað til að hafa hlutina í lagi,“ segir Kjartan. Hann segir ekki hægt að bera vinnubrögðin saman við fyrri fisk- eldisbylgjur. Fyrirtæki hafi þá iðu- lega verið að vinna með lélegan bún- að og haft takmörkuð fjárráð til að halda honum í lagi. Kraftmikil uppbygging Kjartan segir áhugavert að koma að kraftmikilli uppbyggingu fisk- eldis á Vestfjörðum. „Fiskeldið er mikil lyftistöng fyrir þessi byggð- arlög enda hafa þau lítinn kvóta til að sækja sjóinn,“ segir Kjartan. Ekkert fer fram hjá okkur  Kjartan Jakob Hauksson kemur upp sérhæfðu fyrirtæki til að þjónusta fiskeldið  Annast eftirlit með sjókvíunum og þvær næturnar  Ekkert til sparað til að koma í veg fyrir slysasleppingar Laugardaginn 1. ágúst verður opnuð biblíusýning í Auðunarstofu á Hól- um í Hjaltadal. Sýndar verða m.a. biblíur sem ríkisstjórnin gaf Hóla- dómkirkju á 900 ára afmæli biskups- stóls á Hólum árið 2006. Biblíurnar voru úr safni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar. Mun þetta vera eitt stærsta og merkilegasta biblíusafn landsins, segir í frétt á heimasíðu Biskupsstofu. Meðal þeirra gersema sem sýndar verða eru Gutenbergsbiblía, Biblía Gustavs Vasa, Biblía Kristjáns III, Þorláksbiblía, Steinsbiblía, Summ- aria, Biblia laicorum, Nýja testa- menti Guðbrands biskups og margar fleiri fágætar biblíur. Sýningin er nú í tilefni af 200 ára afmæli Hins ís- lenska biblíufélags, en það var stofn- að hinn 10. júlí árið 1815 og telst elsta starfandi félags landsins. Á Hólum var prentuð fyrsta íslenska biblían, Guðbrandsbiblía, árið 1584 og er hún til sýnis í Hóladómkirkju. Opnunarhátíð verður í Auðunar- stofu laugardaginn 1. ágúst kl. 14.00. Þar munu Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir syngja biblíu- ljóð og boðið verður upp á veitingar. Sýningin er opin alla daga í ágúst kl. 10-18 og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hólastaður Sýningin verður opin alla daga í ágústmánuði. Merkar biblíur sýndar á Hólum Kjartan Jóhann Hauksson er betur þekktur sem ofurhugi og ræðari en kafari og stjórnandi fiskeldisþjónustu. Hann lenti í miklum ævintýr- um þegar hann reri einn á báti hringinn í kringum landið á ár- unum 2003 og 2005, fyrstur manna. Hann varð að hætta róðrinum í fyrri atrennu eftir að bát hans rak upp í Rekavík á Hornströndum og eyðilagðist. Hann lauk hringferðinni á nýjum bát sumarið 2005. Ferðin var farin til styrktar Sjálfsbjörg. Kjartan fór fyrir hópi róðrar- kappa sem reru frá Kristian- sand í Noregi yfir Atlantshafið til Íslands á árunum 2013 og 2014. Róðurinn var óstuddur og án fylgdarbáta. Þurftu þeir að gera nokkur hlé á róðrinum. Af- rekið er einstakt og var skráð í Heimsmetabók Guinness. Ræðari og ofurhugi RERI HRINGINN Hlaðseyri Sjókvíar eru í öllum fjörðum Vestfjarða, frá Ísafjarðardjúpi í Patreksfjörð. Í kringum það myndast blómlegur atvinnuvegur. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Til þjónustu Kjartan Jakob Hauksson veitir fiskeldisfyrirtækjunum sérhæfða þjónustu. Farið er reglulega með kaf- bát með myndavél til að kanna ástand kvíanna og fjarstýrða þvottavél. Markmiðið er að enginn fiskur sleppi út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.