Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ SnæbjörnHjaltason Arn- ljóts fæddist 17. desember 1928 í Reykjavík. Hann lést á Vrinnevisjuk- huset í Norrköping 30. apríl 2015. Foreldrar Snæ- björns eru Hjalti Magnús Björnsson, stórkaupmaður og konsúll, f. 27.1. 1892, að Ríp í Hegranesi, Skaga- firði, d. 30.4. 1986, og Ovina Anne Margrét Arnljóts Björns- son, f. Velschow, verslunar- maður, f. 4.3. 1900, að Sauðanesi í N-Þing., d. 2.12. 1993. Systkini Snæbjörns eru Halldóra, f. 29.5. 1927, d. 1.2. 2013, maki Þórður Ólafsson, f. 5.5. 1928; Orri, f. 30.6. 1931, maki Heba Guð- mundsdóttir, f. 25.10. 1938 og Guðríður, f. 22.3. 1938, maki Karl Hallbjörnsson, f. 2.8. 1935, d. 21.5. 2012. Snæbjörn eignaðist tvo syni með Gretu Tómasdóttur, f. 19.5. 1933, Guðmund Karl, f. 31.1. 1953 og Bárð, f. 13.11. 1955 (ættleiddur Sigurgeirsson). Maki Guðmundar Karls er Lauf- ey I. Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru fjögur: Guðrún Halla, maki Kristján Smári Smárason, með þrjú börn, Lea Björt, Tandri Karl og Frosti Þór; Tekla Hrund, maki Kjartan Hrafn inkona Arnljóts er Lina Arn- ljóts, barn; Viðar. Snæbjörn eignaðist son með þáverandi sambýliskonu sinni Inger Abrahamsson. Þau eign- uðust David, f. 20.4. 1970; maki Maria Arnljots. Börn þeirra; Er- ik, David og Ingrid. Snæbjörn kvæntist 1983 Ka- nitta Arnljóts, f. 6.9. 1957. Þau eiga saman tvo syni; Þorsteinn, f. 12.1. 1984, og Egill, f. 24.6. 1986, sambýliskona Rebeka Nagy. Snæbjörn varð stúdent frá MR 1949. Eftir útskrift frá læknadeild HÍ 1959 starfaði hann um skeið á Íslandi en fór síðan til Svíþjóðar til vinnu og síðan framhaldsnáms og vann um tíma m.a. í Karlskrona í Blekinge, Västervik, Sundsval og lagði síðan stund á fram- haldsnám í lyflækningum í Vä- nersborg-Trollhättan fram til ársins 1966. Snæbjörn flutti sig um tíma til Sádi-Arabíu og starfaði þar sem yfirlæknir í lyf- lækningum á King Faisal Milit- ary Hospital frá 1974-1979 og svo aftur til Sádi-Arabíu 1984- 1986 með millilendingu sem yf- irlæknir á klínískri lífeðlisfræði- deild í Karlskrona. Hann tók við og byggði upp deild í klínískri lífeðlisfræði við sjúkrahúsið í Norrköping frá 1987 og starfaði þar allt til starfsloka sinna á sjúkrahúsinu 1993. Eftir það starfaði hann á einkastofu ásamt nokkrum kollegum sínum frá sjúkrahúsinu sem voru komnir á aldur eins og sagt er. Útför Snæbjörns fer fram frá Neskirkju í dag, 30. júlí 2015, kl. 15. Loftsson og eiga fimm börn, Álfrún Eva, Davíð Karl, Eydís Klara, Lauf- ey Kara og Þórunn Eyja; Gunnar Há- kon, sambýliskona Ebba Margrét Skúladóttir; Davíð Arnljótur, sam- býliskona Linda Margrét Gunn- arsdóttir. Eiginkona Bárðar er Jenný Axelsdóttir. Börn þeirra eru þrjú: Þóra Kristín, Sigurgeir, maki Sandra Björk Ævars- dóttir, og eiga saman Anítu Eik; Guðmundur Örn. Snæbjörn kvæntist 1953 Jónu Guðrúnu Björnsdóttur, f. 5.9. 1930, d. 9.7. 1992. Þau skildu 1967. Þau eignuðust fjögur börn; Björn, f. 14.4. 1953; Hjalti, f. 7.9. 1957; Anna María, f. 8.8. 1960; Arnljótur, f. 20.1. 1964. Eiginkona Björns er Kristina Margareta Arnljóts. Börn þeirra eru Eiríkur, Dísa, Jóhann og Anna. Eiginkona Hjalta er Birgitta Johansson. Eiga þau tvö börn; Anna og Atli. Eiginmaður Önnu Maríu var Kenneth Brown. Þau skildu. Yolanda er uppeldisdóttir þeirra og að auki eiga þau; Kendra, Kenny, Victoria, Magn- ús, Anna Victoria og Abel. Eig- Fyrir ekki löngu síðan þá hefði mér ekki dottið í hug að ég væri að fara að skrifa minning- argrein um hann pabba. Held nánast að við höfum báðir talið að hann væri bara svona næst- um ódauðlegur, alla vega á þess- um tímapunkti lífs hans. Okkur fannst eiginlega að hann ætti að minnsta kosti eftir til fyrsta hundraðsins. Alla vega eins og hann hugsaði og hagaði sér enda alla tíð við góða andlega og lík- amlega heilsu. Ég sá hann aldrei fyrir mér á elliheimili eða mikið þjónustuþurfi. Hann gat ekki hugsað sér lífið í böndum sjúk- dóma eða rúmlægan hrumleika eins og það hugsanlega hefði getað þróast. Hafði orð um það við mig aðeins nokkrum klukku- stundum fyrir andlát sitt þegar við ræddum dauðann og það sem hann var að mæta og í vændum væri. Vissulega þekkjum við öll hið augljósa sem er sú staðreynd að þegar við náum háum aldri þá nálgumst við endalok lífsskeiðs okkar, hér á jörðunni alla vega. Þó er þetta alls ekkert algilt eins og allir vita um dauðann og ald- urinn. Við vitum oftast ekkert um vitjunartíma okkar eða hvaða útgönguleiðir til hins heimsins eru til staðar. En, á einhvern hátt fann maður aldrei til þessarar nálægðar við dauð- ann í fari pabba, nema þá undir það síðasta. Hann pabbi var ein- faldlega svo fullur af lífi, bæði andlega sem líkamlega að það stirndi nánast á hann og hug- myndaflugið geislaði. Hugmynd- irnar og umræðurnar voru oft á tíðum hárskarpar og lifandi, stundum eins og það gætu ein- faldlega vaxið rósir út frá sam- talinu einu saman. Já, nánast. Ein þessara hugmynda, sem hann vildi meina að mundi bæta mest heilsufar almennings var sú að það þyrfti að auka eða koma á TM hugleiðslu í skóla- kerfinu. Hafði hann ýmsar hug- myndir um raungerningu á því og reyndi að fá ýmsa til að stuðla að slíkum breytingum. Auk þess reyndi hann til þrautar að sann- færa okkur næst sér um ágæti slíks. Ekki laust við að hann hafi uppskorið árangur ákafans, þó ekki hefði það orðið jafn útbreitt og hann hefði kosið. Við kynntumst mest og best á seinni hluta lífsskeiðs hans, síð- ustu þrjá áratugina. Enda ólst ég ekki upp í návist hans með beinum hætti eða þannig. En, kannski þó meira undir óbeinum áhrifum eins og hann benti gjarnan á þegar á það var minnst, því með genatíkinni vær- um við líkari og nær hvor öðrum en einvörðungu uppeldisáhrif hefðu nokkurn tíma getað fært okkur. Við pabbi urðum miklir vinir. Já, samband okkar var meira sem vinir heldur en að við værum fastir í faðir-sonur hlut- verkunum. Þó oft væri langt á milli okkar, bara Atlantshafið, þá varð sambandið alltaf náið í sam- tölum okkar, sem voru stundum nokkur símtöl í viku. Alltaf var hlýju að finna og hláturmilda gleði og ákafa í samtalinu og við vorum alls ekkert endilega sam- mála um hlutina. En við nutum þeirra í botn og þótti báðum vænt um þau eins og okkur lærðist að þykja vænt um og elska hvor annan. Góður vinur og samræðufélagi er horfinn úr lifanda lífi, hlý og glaðvær nærvera samtalsins lifir áfram hið innra. Því er ekki lok- ið, enda harðvírað í genatíkinni eins og hann sagði gjarnan sjálf- ur. Guðmundur Karl. Einn kraftmesti maður og læknir okkar tíma hefur farið til annarra heima. Enginn lifði líf- inu af meiri krafti en þú – allt fram á síðustu stund ævi þinnar. Þú ert ein mín stærsta fyrir- mynd og mesti innblástur, einn allra besti vinur minn og rétt er að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Eftir að þú skildir okkur eftir hérna megin hef ég oft velt fyrir mér hvaða eftirmæli og lærdóma þú hefur gefið mér til að hafa að leið- arljósi í lífinu. Margt kemur upp í hugann en efst er þó vafalaust orðið „ástríða“, þín eilífa og óþrjótandi ástríða fyrir lífinu sjálfu, þessi mikla orka fyrir því sem þú hafðir fyrir stafni hverju sinni. Þú settir rækilega mark þitt á fólk í kringum þig og lést ávallt gríðarsterkar, innilegar og ástríðufullar skoðanir þínar í ljós. Þér fannst það pirrandi ef maður hafði ekki skýringu á reiðum höndum eða skoðun á umræðuefninu. Þú varst ófeiminn við að tak- ast á við skoðanir annarra. Það var enginn meiri maður af því einu saman að gegna hárri stöðu eða vera þekktur í þjóðfélaginu. Fólk bar virðingu fyrir þessari afstöðu þinni og hreifst af ástríðu þinni og mælsku, sem um margt minnti á uppáhaldsskáldið þitt, Einar Ben heitinn. Hver man t.d. ekki eftir ræðu þinni á ættarmótinu á Vårdsnäs í Sví- þjóð þar sem þú, óundirbúinn eins og ávallt, hélst langa og magnaða ræðu sem menn hafa minnst alla tíð síðan. Grunnstoðin var þín sterka samúð og umhyggja fyrir náung- anum, þessi aðdáunarverði, sterki vilji til að aðstoða þá sem áttu í vök að verjast, óháð því hvað öðrum kynni að finnast um það. Þetta var algerlega órjúf- anlegur hluti af þér. Þú gafst mér tækin og tólin að takast á við stóru hlutina í lífinu og hugsunarháttinn til að taka stjórn á eigin lífi. Þú kenndir mér að taka ábyrgð á gjörðum mínum og að sinna og hugsa um nánustu fjölskyldu og vini af ástríðu. Að hafa skoðanir á hlut- unum, góðan húmor, hafa gaman af lífinu, að hafa metnað og leggja hart að sér við það sem skiptir máli. Ekkert dugði nema það besta. Þegar ég kynntist Ís- landi, lærði tungumálið og kynntist uppruna mínum þá skildi ég af hverju þú varst alla tíð „öðruvísi“ en flestir þar sem þú bjóst í seinni tíð. Skopskynið. Talshátturinn. Hugsunarháttur- inn. Ástin á fósturjörðinni. Þú varst alltaf gríðarmikill Íslend- ingur – þrátt fyrir að hafa búið erlendis í meira en hálfa öld. Okkar síðasta brýna verkefni var því að færa þig aftur til Ís- lands, til hinstu hvíldar. Að fá loksins að komast „heim“ til for- eldra þinna, minninganna, í ætt- jörðina. Eins og Einar Ben orð- aði það: Fold vorra niðja, við elskum þig öll; þú átt okkar stríð, þar sem tímarnir mætast, svo hrein og svo stór, þar sem himinn og sjór sjá hringinn um svipmild, blánandi fjöll. Þú ein átt að lifa, að allt að sjá bætast. Þú átt okkar von. Og þú sér hana rætast. (Einar Benediktsson) Þetta er ekki síðasta kveðjan. Þú skalt vita: Ég elska þig af öllu mínu hjarta og mun alltaf gera. Það skiptir ekki máli í hvaða heimi þú ert – þessum, næsta, hliðstæðum – þú munt alltaf vera lifandi fyrir mér. Sonur þinn, Þorsteinn Snæbjörnsson Arnljóts. Kæri bróðir, þú fórst svo fljótt eftir skamma legu í Svíþjóð og finn ég enn fyrir nærveru þinni og trúi varla að þú hafir kvatt svo fljótt. Meðal fyrstu minninga er þegar við deildum saman her- bergi og deildum kommóðu og höfðum hvor sinn litla skápinn og spegil. Þessi mubla er enn til og á ég hana núna, ennþá stend- ur skrifað innan á annarri skáp- hurðinni „Boy“ sem þú merktir sjálfur en ég var kallaður „Lil- liboy“. Þú varst mjög hæfileikaríkur og með frábært minni. Man svo vel að þú mættir ekki vel í menntaskólann og misstir úr nokkuð af fögum, þú fórst létt með þetta, last af kappi í þrjá sólarhringa fyrir hvert fag, t.d. latínuna sem þú trassaðir, en fékkst samt góða einkunn í fög- unum. Ég man að Pálmi rektor hringdi oft í pabba og sagði að þú hefðir vel getað orðið efstur ef þú hefðir stundað námið bet- ur. Þú varst músíkalskur í meira lagi og spilaðir allt á píanóið nótulaust og greipst oft í það. Eindæma félagslyndur varst þú og talaðir um heima og geima við kunningja þína sem sóttu í þinn félagsskap og þú hreinlega gleymdir hvað tímanum leið og mættir seint heim eða í boð, sem var víst kallað óstundvísi. Þú hafði áhuga á öllum málefnum og vildir kynna þér allt til hlítar og fá skilning á öllu. Ég var far- inn að hlakka til tímanna fram- undan þar sem við gætum haft meiri tíma saman eftir langan vinnudag, en svo fór sem fór. Ég kveð þig með söknuði. Orri Hjaltason. Í dag kveðjum við á Íslandi Snæbjörn Arnljóts Hjaltason, föðurbróður minn. Í vor var út- för í heimabæ hans í Norrköp- ing. Snæbjörn fór utan árið 1961 í framhaldsnám í læknisfræði, þá 32 ára gamall, eftir að hafa starf- að um hríð á Íslandi. Ungdómsár Snæbjörns þekki ég persónulega ekki enda er ég fæddur árið 1962, ári eftir að hann fer. Það má álykta að Snæbjörn hafi ver- ið fjörmikill og félagslyndur. Hann hefur verið glæsilegur ungur maður af myndum að dæma og líklegt að hann hafi heillað marga með hressilegri framkomu sinni. Ég get ímyndað mér að hann hafi oft verið hrók- ur alls fagnaðar á mannamótum. Eitt sinn sagði hann mér að hann hefði spilað djass og dans- væn lög á píanó í hljómsveit einni og þótti mér það merkilegt. Kunni ég nú enn meira að meta hann og ekki versnaði það þegar hann deildi með mér dálæti sínu á Johnny Hodges úr hljómsveit Duke Ellington. Beethoven og Bach voru þó númer eitt. Snæbjörn var frændinn sem kom um jólin og á sumrin til Ís- lands og var eilítið framandleg- ur. Hann talaði öðruvísi, notaði önnur orð en ég var vanur að heyra og hafði gaman af því koma skoðunum sínum á fram- færi. Ég hlustaði með athygli, reyndi að drekka í mig hina er- lendu strauma sem fylgdu hon- um. Það mátti treysta því að hann kæmi með allmikið sviss- neskt súkkulaði. Ég kunni vel að meta það. Snæbjörn lá ekki á skoðunum sínum og oft var hans skoðun sú eina rétta og við það sat. Hann fylgdist vel með vís- indum og virtist einnig fylgjast vel með læknisfræðinni fram á síðustu stundu. Ekki kom maður að tómum kofunum hjá honum í heimsmálunum heldur. Framan af átti hann farsælan feril í Sví- þjóð og vann víðsvegar í Svíþjóð, nokkur ár í Sádi-Arabíu og svo síðast sem yfirlæknir frá árinu 1987 á Vrinnevi-sjúkrahúsinu í Norrköping. Þegar hann fór á opinber eftirlaun setti hann upp einkastofu og iðkaði lækningar vel fram yfir sjötugt, lengur en yfirvöldum þóknaðist. Snæbjörn var einstaklega unglegur bæði að atgervi og í hugsun. Það var því ekki nema eðlilegt að hann starfaði lengur en gengur og gerist sem er reyndar genetískt. Snæbjörn sýndi ávallt áhuga á því hvað ég var að fást við. Stundum hringdi hann í mig og vildi að ég sendi sér gögn svo að hann gæti lesið sér til um mál- efnið. Fyrir tveimur árum eða svo hitti ég hann óvænt á ráð- stefnu um þýsk orkumál. Þar deildum við dálæti okkar á þýskri langtímahugsun. Hann hafði ungan huga, sí- kvikan og spyrjandi. Hann var framsækinn fram á síðasta dag og góð fyrirmynd að því leyti. Varla er hægt að skrifa um Snæ- björn án þess að minnast beinna afkomanda hans sem fylla hátt í tuginn. Sjö afkomenda hans eru læknar og sá yngsti, Egill, var að klára læknisfræðina í vor. Þetta er sjálfsagt einsdæmi. Við höfðum á orði hér heima að Snæbjörn hefði verið að yngj- ast með hverju árinu. Með hina myndarlegu Kanittu sér við hlið í meira en 30 ár átti hann góðan tíma sem við áttum von á að yrði mun lengri. Snæbjörn fór of fljótt og frá- fall hans var sannarlega óvænt. Blessuð sé minning hans. Örn Orrason. Fyrir um það bil sjötíu og fimm árum kom ungur drengur frá Reykjavík til sumardvalar að Akri. Hann var kvikur í hreyf- ingum og oftast glaður í bragði. Sumrin hans á Akri urðu fleiri, því þar dvaldi hann hverju sinni að sumarlagi fram á unglingsár. Hann var ári eldri en ég og vor- um við æskufélagar, bæði í leik og starfi og skipti engu þótt ég gerði stundum hæpnar tilraunir til að vinna upp aldursmuninn. Snæbjörn lagði fyrir sig lækn- isfræði. Eins og margir fleiri lauk hann sérnámi í Svíþjóð. Þar staðfestist hann og starfaði meg- inhluta starfsævi sinnar. Ég vissi þó að hann hafði í hyggju að starfa um skeið í Sádi-Arabíu. Hann kom ekki oft til Íslands, en einhverju sinni fyrir mörgum ár- um var hann allt í einu kominn heim að Akri með unga og gjörvilega eiginkonu sína. Hún var austurlensk að yfirbragði og hlýjan stafaði af henni. Ég taldi mig sjá á augabragði hvað þeim liði vel saman. Ég veit ekki betur en að þau hafi verið samferða í lífinu eftir það. Fyrri hjónabönd hans höfðu ekki staðið lengi. Fyrir fáum árum hitti ég ungan og afar þekkilegan lækni á Landspítalanum, sem var sonur þeirra hjóna. Snemma á síðasta ári kom Snæbjörn til Íslands og dvaldi nokkra daga. Við hittumst nokkrum sinnum og rifjuðum upp gamlar minningar. Hann var stálminnugur, mundi t.d. nöfn, lit og önnur sérkenni á hestunum, sem við unnum með á tíð hestaverkfæranna. Hann mundi örnefni og gat lýst fólkinu á bæjum í grennd við Akur o.s.frv. Hann lýsti hugmyndum sínum um nýjungar á sviði heilsuverndar og heilsugæslu, þannig að margt var spjallað. Ég hygg að þeir fundir okkar hafi orðið báðum til ánægju. Nokkur tími er liðinn frá and- láti Snæbjarnar, en ákveðið hef- ur verið að hann hlyti hinstu hvílu í íslenskri mold. Um leið og ég sendi fólkinu hans samúðar- kveðjur segi ég: Velkominn heim, gamli vinur. Pálmi Jónsson. Snæbjörn Arnljóts, fyrrver- andi yfirlæknir við deild klín- ískrar lífeðlisfræði við Vrinnevi- sjúkrahúsið í Norrköping, Sví- þjóð, er fallinn frá 86 ára gamall. Hann syrgja nú hans nánustu: eiginkona hans Kanitta, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Snæbjörn fæddist í Reykjavík og lauk þar læknaprófi. Hann flutti 1961 til Svíþjóðar, þar sem hann hóf störf í Sundsvall. Síðar starfaði hann í sjúkrahúsinu í Malmö, Trollhättan, Väners- borg, Ljungby, Lilla Edet og Karlskrona og síðast Norrköp- ing þar sem hann stofnaði deild klínískrar lífeðlisfræði og var yf- irlæknir þar til hann fór á eft- irlaun árið 1994. Hann hafði áður lokið sérnámi í almennum lyflækningum, síðar klínískri lífeðlisfræði, en áhuga- mál hans og störf beindust æ meir að hjartalækningum. Milli þess sem hann starfaði á sænsk- um sjúkrahúsum starfaði hann jafnframt tvö lengri tímabil við lækningar í Sádi-Arabíu. Þegar hann hætti störfum við Vrinnevi- sjúkrahúsið tók ný áskorun við, að stofna og reka eigin lækna- stofu, sem hann sinnti af ástríðu í 15 ár. Það að halda því fram að sjúk- lingar hans hafi fellt tár þegar þeir fengu fregnir um að það ætti að loka læknastofu Snæ- björns eru engar ýkjur, því sjaldan hefur einn læknir gert svo mikið fyrir svo marga, svo vitnað sé til orða þekkts bresks forsætisráðherra í seinni heims- styrjöldinni. Snæbjörn hafði heildarsýn yf- ir vandamál sjúklinganna sinna og takmarkaði störf sín ekki ein- göngu við læknisfræðilegar þarf- ir þeirra. Hann gafst aldrei upp í leit sinni að hinni réttu lækn- isfræðilegu greiningu og með- ferð. Sjúklingurinn hitti lækni sem hafði mikinn áhuga á samfélags- málum (smá útlistanir um galla og skort á innsæi stjórnvalda voru mjög algengar) og gat með húmanískri menntun og sál- fræðilegu innsæi veitt sjúkling- unum einhverskonar heildar- lausn – sem var svo miklu meira en nokkur orð á pappír sem sjúklingur hefur með sér í apó- tekið. En því skal enginn trúa að hann hafi verið læknir sem alltaf beygði sig undir og fór að eigin óskum sjúklingsins og forðaðist að árétta það, sem honum þótti rangt. Nei, það voru sterkar skoð- anir, hvatning, ábendingar og annað sem fól í sér strangar kröfur til þess sem leitaði ráða hjá honum. Sjúklingurinn bar sjálfur mikla eigin ábyrgð til að hjálpin næði alla leið. Nákvæm- lega þessi persónulega ábyrgð hjá hverjum og einum sjúklingi var leiðarljós Snæbjarnar í læknisstörfum hans eins og reyndar líka í einkalífi hans. Læknirinn var vissulega mikil- vægur, en án eigin hlutverks sjúklingsins þá var hætta á að meðferðin misheppnaðist. Þegar vinnudagurinn var kominn á enda beið flygillinn heima þaðan sem tónar frá hans uppáhaldstónskáldi í klassískri tónlist, kannski þeim allra stærsta, Ludwig van Beethoven, fyllti herbergin í glæsilega hús- inu hans. Heimili hans var ástkær mið- punktur fyrir hans stóru, elsku- legu fjölskyldu, hverrar sorg mun deilast með öllum sem nutu þeirra forréttinda að eiga Snæ- björn að vini. Snjall og góður læknir, mikill persónuleiki og húmanisti hefur hengt upp hvíta sloppinn í hinsta sinn. Bengt-Olof Dike. Snæbjörn Hjalta- son Arnljóts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.