Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 105

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Póstsendum hvert á land sem er | Laugavegi 178 | Opið mán-fös 10-18, laugardaga 10-14 | S. 551-2070/551-3366 | www.misty.is MJÚKAR OG ÞÆGINLEGAR MOKKASÍUR ÚR LEÐRI, SKINNFÓÐRAÐAR Stærðir 36-42 Verð frá 14.685,- SÍVINSÆLIR Í stærðum 32-40 D,DD,E,F, og 32-38 FF,G kr. 7.880,- Í stærðum 32-42DD,E,F, og 32-38 FF,G kr. 7.880,- MICHELLE ADAM SEAN MONAGHAN SANDLER BEAN POWERSÝNING KL. 10:35 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus að honum hefði orðið ljóst við tökur á The Misfits að Monroe væri glöt- uð. Ekkert fengi henni bjargað. Í miðjum klíðum þurfti að gera tveggja vikna hlé á tökum meðan Monroe lagðist inn á spítala til afeitrunar. Þegar hér er komið sögu var stjarnan orðin fræg fyrir að mæta ítrekað of seint til vinnu eða bara alls ekki. Best þótti henni að læra línurnar sínar á nóttunni með kennara sínum, hinni umtöluðu Paulu Strasberg. Sjálfur mun Huston hafa drukkið eins og svampur meðan á gerð myndarinnar stóð og stundað fjárhættuspil af miklu kappi. Sá reikningur lenti að hluta á framleið- andanum, Seven Arts Productions. Til að bæta gráu ofan á svart var steikjandi hiti á tökustað, í Ne- vada-eyðimörkinni, meðan á tökum stóð – um og yfir 40 stig. Það reyndi á þolrifin. Tveimur dögum eftir að tökum lauk fékk Gable hjartaáfall og sál- aðist tíu dögum síðar, 16. nóvember 1960. Hann var 59 ára. Orðrómur var um að álagið við gerð The Misfits hefði riðið honum að fullu en Gable heimtaði meðal annars að leika í öllum sínum áhættuatriðum sjálfur. Þá hefur skuldinni líka verið skellt á stífa megrun vikurnar og mánuðina fyrir tökur. Eiginkona Gables, Kay, hafn- aði þessu í viðtali skömmu eftir and- lát hans. „Það var ekki hið lík- amlega erfiði sem varð honum að fjörtjóni. Það var þessi hræðilega spenna, endalaus bið, bið, bið. Hann beið endalaust eftir öllum. Hann varð svo reiður að hann gerði hvað sem var til að halda sér við efnið,“ sagði hún. Hér hlýtur að vera skotið á Monroe sem á móti hélt því fram að þeim Kay hefði komið afar vel sam- an. Fjórum mánuðum eftir andlát Gables ól Kay bónda sínum son og var Monroe viðstödd skírnina.    The Misfits var frumsýnd 1.febrúar 1961, daginn sem Gable hefði orðið sextugur. Monroe mætti á frumsýninguna eftir að hafa fengið leyfi frá geðspítala sem hún dvaldist á um þær mundir. Myndin féll í frjóa jörð hjá gagnrýn- endum, ekki síst frammistaða Monroe og Gables, en aðsóknin varð mikil vonbrigði. The Misfits er víð- ast hvar háttskrifuð í dag. Fjölmargir hafa lagt út af gerð The Misfits gegnum árin, bæði í orði og mynd. Meðal annars byggist síðasta leikrit Arthurs Millers, Fin- ishing the Picture frá 2004, að stórum hluta á þeim atburðum. Þeysireið Monroe til heljar varð ekki stöðvuð, fremur en John Huston gerði ráð fyrir, og hálfu öðru ári síðar var hún öll, 36 ára að aldri. Um það andlát þarf ekki að fjölyrða hér, hvorki ástæður þess né samsæriskenningar. Monroe lék í einni kvikmynd til viðbótar, með því viðeigandi nafni Somethings’s Got to Give, en hún var aldrei kláruð. Þriðja stærsta hlutverkið í The Misfits var, sem áður segir, í hönd- um Montgomerys Clifts, dáðs leik- ara sem ásamt Marlon Brando er iðulega nefndur sem brautryðjandi í svokölluðum method-leik í kvik- myndum. Snemma á sjötta áratugn- um var hann einn eftirsóttasti aðal- leikari Hollywood en dróst aftur úr mönnum eins og Brando, Paul Newman og fleirum vegna vand- fýsni sinnar í verkefnavali. Clift lék aðeins í átján kvikmyndum á ferl- inum en til samanburðar má nefna að Gable lék í 67 myndum. Sumir segja að kynhneigð Clifts hafi líka verið honum fjötur um fót en hann hneigðist jafnt til karla sem kvenna. Það var ekki vel séð í Hollywood á þeim tíma. Árið 1956 slasaðist Clift alvar- lega í bílslysi og náði sér aldrei eftir það – hvorki andlega né líkamlega. Þess vegna er iðulega talað um líf hans eftir slysið sem „lengsta sjálfs- víg kvikmyndasögunnar“. Clift fest- ist í vítahring áfengis- og lyfjamis- notkunar og lést af völdum hjartabilunar árið 1966, 45 ára að aldri. Orð Marilyn Monroe eftir að hafa unnið með Clift að gerð The Misfits segja allt sem segja þarf: „Hann er eini maðurinn sem ég hef kynnst sem er í verra ásigkomulagi en ég sjálf.“ Þeysireið til heljar Álag Montgomery Clift, Marilyn Monroe og Clark Gable við gerð The Mis- fits. Engu þeirra leið vel á meðan og skömmu síðar voru þau öll öll. »Það var ekki hið lík-amlega erfiði sem varð honum að fjörtjóni. Það var þessi hræðilega spenna, endalaus bið, bið, bið. Hann beið enda- laust eftir öllum. Hann varð svo reiður að hann gerði hvað sem var til að halda sér við efnið. AF VILLINGUM Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ríkissjónvarpið sýndi merki-lega kvikmynd að kvöldisíðasta sunnudags, Vill- ingana eða The Misfits eftir John Huston frá árinu 1961. Þar komu saman í fyrsta og eina skipti á hvíta tjaldinu tvær af skærustu stjörnum kvikmyndasögunnar, Clark Gable og Marilyn Monroe, og varð myndin sú síðasta hjá þeim báðum. Þá lék í myndinni Montgomery Clift, einn af fyrstu method-leikurunum – stadd- ur í miðju sjálfsmorði. Monroe hafði lengi dreymt um að vinna með Gable, sjálfum „kóng- inum“ í Hollywood, en sem barn hélt hún því gjarnan fram að hann væri faðir hennar. Gable lagði líka sitthvað á sig fyrir myndina, hristi til dæmis af sér sextán kíló til að líta sem best út við hliðina á gyðjunni. Var kominn í svipað form og þegar hann lék sitt frægasta hlutverk, Rhett Butler í Á hverfanda hveli, meira en tuttugu árum áður. The Misfits var tekin upp sum- arið og haustið 1960 og gekk gerð hennar hægt og illa fyrir sig. Monroe var í afleitu ásigkomulagi enda að ganga gegnum skilnað við leikritaskáldið Arthur Miller, sem einmitt samdi handritið að mynd- inni og var eins og grár köttur á svæðinu. Þá var hún djúpt sokkin í misnotkun áfengis og lyfja. Leik- stjórinn, John Huston, sagði síðar Áfram heldur tónleikaröðin Sumar- tónleikar í Skálholti en hópurinn Nordic Affect efnir nú til fernra- tónleika í kvöld, á laugardaginn og á sunnudaginn. Efnisskráin tengist að þessu sinni aðkomu kvenna að tónlist og bera yfirskriftina HÚN/ SHE! Er verkefnavalið afrakstur leiðangurs listræns stjórnanda hópsins, Höllu Steinunnar Stef- ánsdóttur, í Þjóðarbókasafn Frakk- lands í París síðastliðinn vetur. Í kvöld klukkan 20 fara fram tón- leikarnir HÚN/SHE: Louise, Den- ise og kompaní, en þar verður ljós- inu beint að nokkrum af fremstu nótnariturum Frakklands á fyrri hluta 18. aldar. Á efnisskrá eru því verk sem voru haganlega útbúin meðal annars af Madame Leclair, Mademoiselle Noel og Mademois- elle Bertin. Á laugardaginn klukk- an 15 bera tónleikarnir nafnið HÚN/SHE: Madame Boivin, en þá verða flutt verk sem einn stærsti nótnaútgefandi í Frakklandi um miðbik 18. aldar sendi frá sér. Efn- isskráin er fjölbreytt því marga fjársjóði var að finna í hillum frú Boivin í París og spannar verk- efnaval því allt frá frönskum óperu- aríum til hljóðfæraverka eins og segir í tilkynningu. Sérstakur gest- ur með Nordic Affect á þessum tónleikum er Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Hópurinn endurtekur síðan HÚN/SHE: Louise, Denise og kompaní, klukkan 17 sama dag og lýkur helginni síðan með HÚN/ SHE: Madame Boivin, á sunnudag- inn klukkan 15. Heiðra konur í tónlist  Nordic Affect með ferna tónleika á sumartónleikaröðinni í Skálholti Tónleikar Efnisskrár Nordic Affect tengjast aðkomu kvenna að tónlist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.