Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 ✝ Katrín ÓlöfBöðvarsdóttir fæddist í Reykja- vík 19. nóvember 1980. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítala 22. júlí 2015. Foreldrar Katr- ínar Ólafar eru Böðvar Örn Sig- urjónsson, heimil- islæknir, f. 27. apríl 1954, og Gestný K. Kol- beinsdóttir, þroskaþjálfi, f. 11. september 1955. Bróðir Katrínar Ólafar er Sigurjón Örn Böðvarsson, tannlæknir, f. 16. júní 1986. Katrín Ólöf giftist Þórólfi Heiðari Þorsteinssyni, lög- fræðingi, f. 16. júní 1980. Þau flutti hún ásamt fjölskyldu sinni í Holtagerði 15 í Kópa- vogi. Katrín Ólöf lauk námi frá Menntaskólanum í Kópa- vogi árið 2000. Hún lauk embættisprófi frá Lækna- deild Háskóla Íslands í febr- úar 2009. Katrín Ólöf fékk íslenskt lækningarleyfi árið 2010 og sænskt árið 2012. Hún var í skipulögðu sér- fræðinámi í heimilislækn- ingum í Västerås í Svíþjóð þegar hún lést, en fjöl- skyldan hafði búið í Västerås frá ársbyrjun 2013. Katrín Ólöf tók þátt í fé- lagsstörfum fyrir læknanema á námsárum sínum við HÍ. Hún var m.a. formaður al- þjóðanefndar læknanema. Katrín Ólöf hafði áhuga á útivist, íþróttum, ljósmyndun og stangveiði. Útför Katrínar Ólafar verður gerð frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 30. júlí 2015, og hefst athöfnin kl. 15. opinberuðu trú- lofun sína þann 20. mars 2007 og giftu sig þann 4. apríl 2015. For- eldrar Þórólfs eru Þorsteinn H. Gunnarsson, bú- fræðikandidat og fv. bóndi, f. 16. janúar 1946, og Inga Þórunn Hall- dórsdóttir, fv. skólastjóri, f. 31. júlí 1947. Börn Katrínar Ólafar og Þórólfs Heiðars eru: Matthías Örn, f. 8. nóvember 2007, og Benedikt Arnór, f. 22. sept- ember 2011. Katrín Ólöf ólst upp á Blönduósi og Västerås í Sví- þjóð. Eftir grunnskólanám Okkar hjartkæra Katrín Ólöf er látin. Að svo ung kona sé far- in frá okkur er bæði óraunveru- legt og erfitt að sætta sig við. Katrín kom inn í fjölskyldu okk- ar eins og hlýr sunnan þeyr. Það eru forréttindi að hafa tengst henni og hennar fólki. Hún var ekki bara falleg, heldur bauð hún af sér góðan þokka, var ævinlega róleg í fasi, hafði gott skaplyndi, gamansöm, hlý- leg, yfirveguð og hafði góð áhrif á alla í nánd við sig. Hún lagði ævinlega gott til málanna, var skynsöm, jarðbundin og hafði góða yfirsýn yfir menn og mál- efni. Það var notalegt að hafa hana hjá sér og manni leið vel í návist hennar. Þórólfur, yngri sonur okkar, og Katrín voru unglingar þegar þau fóru að vera saman, kynnt- ust í unglingavinnunni í Blöndu- virkjun og héldu tryggð allar götur síðan. Þau hófu svo form- lega sambúð á Eggertsgötunni eftir stúdentspróf. Þar í sam- félagi háskólastúdenta var gott fyrir þau að vera, ungt fólk með sameiginleg hugðarefni og stutt í miðborgina með sínu líflega umhverfi. Í háskólanum lagði Katrín stund á læknisfræði. Hún hafði ákveðið sem lítil stelpa að verða læknir og það var hennar lífs- köllun að hlúa að öðrum og lækna mein bæði á líkama og sál. Þar fann hún að hennar sterku hliðar fengu að njóta sín. Katrín átti líka auðvelt með að spjalla um daginn og veginn, hafði jákvæða nærveru og traustvekjandi málróm, sem auk faglegrar festu, voru eiginleikar sem nýttust henni vel í starfi. Þegar þau höfðu eignast drengina, Matthías Örn og Benedikt Arnór, þá var Katrín komin með nýtt hlutverk sem hún taldi eitt það mikilvægasta sem henni hafði hlotnast. Þeir bræður gátu alltaf hlaupið í fang mömmu sinnar sem um- vafði þá hlýju. Þau Þórólfur deildu mörgum áhugamálum og var veiði eitt af þeim. Við fórum í silungsveiði með þeim og það var gaman að sjá Katrínu veiða. Þar nýtti hún sér sömu tækni og í öðru, ná- kvæmni, innsæi á hvar fiskurinn héldi sig og einurð að gefast ekki upp þótt erfitt væri að landa aflanum. Litla fjölskyldan lagði land undir fót snemma árs 2013 en Katrín hugðist stunda fram- haldsnám í heimilislækningum. Til Svíþjóðar hafði hugur henn- ar alltaf stefnt og svo fór að þau settust að í Västerås, einungis í göngufjarlægð frá æskuheimili Katrínar, en faðir hennar hafði verið í framhaldsnámi í heim- ilislækningum þar í bæ. Að sjaldan falli eplið langt frá eik- inni hefur aldrei átt betur við en hér. Að Katrín skyldi greinast með krabbamein olli okkur öll- um miklu hugarangri. Hún sjálf tók fréttunum af rósemi og hún fann að hún styrktist við lyfja- gjafir. Vonin um að hægt væri að stöðva framgang meinsins jókst en meinið hafði dreift sér of víða og tími okkar saman varð styttri en nokkurn óraði fyrir. Nú að leiðarlokum finnum við enn frekar en áður hvað Katrín var sterkur persónuleiki og hvað hún hafði mikla útgeisl- un. Það var dýrmætt að kynn- ast henni og eiga hana að. Við minnumst hennar með hlýjum hug og hún á sér ávallt stað í hjörtum okkar. Þorsteinn H. og Inga Þórunn. Elsku Katrín. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig í dag. Ung, falleg stúlka sem áttir lífið framund- an. Þetta er erfitt að skilja. Við viljum trúa því að þér hafi verið ætlað annað hlutverk hinum megin og vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér. Minningarnar hrannast upp. Lítil stúlka fædd með bolluk- innarnar sínar. Stækkaði, dafn- aði, dugleg og ákveðin. Heim- sóknir til ykkar á Blönduós, til Svíþjóðar og í Holtagerðið. Leikur ykkar frændsystkinanna hjá Diddu ömmu. Þú kynntist Tóta þínum og eignaðist gull- molana þína. Þú fetaðir í fót- spor pabba og lærðir lækninn. Fórst í sérnám í heimilislækn- ingum í Västerås eins og pabbi. Að frétta að þú værir svona alvarlega veik var mikil sorg fyrir fjölskylduna sem stóð þétt þér við hlið. Við héldum alltaf í vonina um kraftaverk en sú von okkar brást. Takk fyrir allt elsku frænka og Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar elsku bróðir, Gestný, Sig- urjón, Tóti, Matthías og Bene- dikt. Minning um yndislega stúlku lifir í hjörtum okkar. Helgi, Ragnar, Anna, Hafdís, Svanhildur og Ingólfur. Í dag kveðjum við kæra frænku okkar sem tekin var frá okkur alltof snemma. Það er þyngra en tárum taki að þurfa þess. Það koma upp margar spurningar um tilganginn en það er lítið um svör. Við systk- inin minnumst Katrínar með bros á vör og tár á vanga. Sú yngsta í systkinahópnum okkar, Helga Margrét, hefur alltaf litið svo mikið upp til hennar og ákvað að feta í fótspor hennar síðasta haust og fara í lækn- isfræði. Hún var alltaf svo stolt af Katrínu frænku og það má segja það sama um okkur öll. Við vorum svo stolt að eiga svona klára og flotta frænku sem rúllaði öllu upp sem hún tók sér fyrir hendur. Katrín var með einstaklega góða nærveru og glettinn og skemmtilegan húmor.Við frændsystkinin hitt- umst öll saman síðastliðiðsumar við mat og drykk. Þar áttum við yndislega og skemmtilega stund sem við munum varðveita í minningu okkar um ókomin ár og erum við svo þakklát fyrir það. Elsku hjartans Katrín, minning þín er ljós í hjörtum okkar. Hvíl í friði. Þín verður sárt saknað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku Tóti, Matthías, Bene- dikt, Örn, Gestný, Sigurjón og aðrir aðstandendur, megi guð veita ykkur styrk og ljóssins englar vaka yfir ykkur á þess- um erfiðu tímum. Elísabet (Ellý), Linda, Ólafur (Onni) og Helga Margrét. Elsku besta frænka. Mikið er sárt að þurfa að kveðja þig svona snemma. Þeg- ar við systur hugsum til baka koma svo margar góðar minn- ingar upp í hugann. Þó að þið hafið oft búið langt frá okkur þá hittumst við alltaf reglulega og vorum svo nánar. Við heimsótt- um ykkur til Svíþjóðar þegar við vorum litlar og svo er ógleymanleg Blönduósferðin þar sem við fengum að fara til ykk- ar aleinar í rútu. Þú sást til þess að við borgarbörnin myndum upplifa alvöru unglinga sveita- stemningu og okkur fannst það alveg meiriháttar. Við eigum ófáar minningar um hlátrasköll og gleði þegar við fengum að gista allar saman uppi hjá ömmu. Það sem stóð upp úr var þegar amma kom inn í herbergi til okkar þegar við hlógum sem mest og sagði okk- ur að nú þyrftum við að hætta þessum „rassaköstum“. Þá hlóg- um við enn meira því að við túlkuðum þetta orð á allt annan hátt en amma. Einnig var mjög vinsælt að klæða sig upp í göm- ul föt og skó, bæði heima hjá ömmu og hjá ykkur á Blönduósi enda eru til margar myndir af okkur í alls kyns klæðnaði. Okkur er mjög minnisstætt þegar við fengum símtal frá þér þar sem þú varst svo spennt að fá okkur í Holtagerðið til þín. Þar fengum við að sjá hinn eina sanna Tóta sem þú kynntir fyr- ir okkur sem kærastann þinn. Okkur fannst þetta hálf kjána- legt þar sem við vorum svo ungar enda báðar enn þá í grunnskóla en þú byrjuð í menntaskóla. Þið voruð svo ung og ástfangin og við sjáum fyrir okkur þar sem þið sitjið í sóf- anum og haldið utan um hvort annað. Það sást langar leiðir hvað þið áttuð vel saman og hefur Tóti staðið eins og klett- ur þér við hlið í gegnum súrt og sætt. Það var mikið áfall þegar við fengum fréttir af því hversu al- varleg veikindi þín voru. Við héldum alltaf í vonina og vild- um trúa því að þetta færi allt vel. Þegar þið komuð heim um páskana og giftuð ykkur var svo ánægjulegt að sjá þig í brúðarkjólnum, uppfulla af gleði, hamingju og fegurð. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú tókst á við veikindin af miklu hugrekki. Eins og þú sagðir sjálf þá var þér úthlutað þessu verkefni en það væri bara svolítið stórt. Við munum aldrei gleyma þeirri stundu þegar við hittum þig síðast. Við tókum þéttingsfast utan um þig og sögðum „sjáumst síðar“ en okkur grunaði ekki að það yrði í síðasta skipti sem við fengjum að taka utan um Katrínu okkar. Elsku Tóti, Matthías, Bene- dikt, Örn, Gestný og Sigurjón, megi Guð vernda ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Við kveðjum elsku Katrínu með miklum söknuði. Hún mun allt- af eiga stóran stað í hjörtum okkar. Þínar frænkur, Eyrún Ósk og Sigrún Ólöf. Yndislega Katrín okkar hef- ur verið tekin frá okkur til ann- arra starfa. Það er erfitt að skilja hvers vegna það er lagt á ungt fólk í blóma lífsins að tak- ast á við illvíg veikindi sem sigra svo að lokum. Þær eru óteljandi minningarnar sem við fjölskyldan eigum um Katrínu, úr öllum ferðalögunum, heim- sóknunum á Blönduós, allar samverustundirnar í Holta- gerðinu, útskriftirnar, afmælin og veislurnar sem hafa komið til vegna ungu drengjanna okk- ar. Þetta eru minningar sem við munum alltaf geyma, minn- ingar sem eru okkur dýrmætar, samverustundir sem hafa kennt okkur svo mikið. Alltaf þegar hugurinn leitar til Katrínar minnumst við kærrar frænku sem var alltaf góður vinur, sem var glöð, jákvæð og veitti öllu því sem við vorum að gera mikla athygli. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með ákveðninni og dugnaðinum hjá Katrínu og Tóta þegar hún var í læknanáminu og hann í lög- fræðinni. Metnaðurinn var það mikill að maður fylgdist spenntur með allan tímann hvernig gengi. Margt gekk á eins og gefur að skilja en því var alltaf mætt með æðruleysi og þau eignuðust gullmolana tvo, Matthías og Benedikt. Allt gekk þetta upp þangað til veik- indin gerðu vart við sig á loka- metrunum í sérfræðináminu sem heimilislæknir. Við vissum alltaf að Katrín yrði góður heimilislæknir eins og pabbi hennar. Hún lagði alltaf svo mikið á sig til að aðstoða aðra og bar virðingu fyrir skoðunum annarra enda hafði hún sterkar skoðanir sjálf. Katrín var náin og trú öllum þeim sem hún kynntist og uppskar mikla væntumþykju frá þeim sem hana þekktu. Fjölskyldan var Katrínu allt og mun því vera stórt skarð ófyllt í Holtagerð- inu hjá Tóta og strákunum þeirra Matthíasi og Benedikt og Gestnýju, Erni og Sigurjóni. Við munum styðja þau eins og Katrín Ólöf Böðvarsdóttir HINSTA KVEÐJA Lýstu henni á leiðum nýjum, ljúfi Jesú þess ég bið. Hana umvef anda hlýjum og okkur veittu styrk og frið. Þá hefja skal hugann í hæðir til þín sem hjálp öllum harmþrungnum veitir. Hann lækna mun sárin svo ljós aftur skín og loforð um endurfund heitir. (Ólöf Helgadóttir) Ólöf (amma) og Hörður. Elsku frænka. Við kveðjum þig með söknuði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Þín frændsystkini, Davíð Berg, Inga Lóa, Magnús Þór og Sigurjón Emil. Móðir okkar, SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Holtahólum, Hólabraut 4, Höfn, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Brunnhólskirkju laugardaginn 1. ágúst klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skjólgarð, Höfn. . Ólöf Anna Guðmundsdóttir, Einar B. Guðmundsson, Víðir Guðmundsson, Lucia S. Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓSAFAT TRYGGVI JÓSAFATSSON frá Vatnshóli, Línakradal, lést 26. júlí á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þriðjudaginn 4. ágúst kl. 14. . Guðrún Jósafatsdóttir, Magnús Benediktsson, Stefán Gunnar Jósafatsson, Anna Hjaltalín, Sigríður Jósafatsdóttir, Halldór Líndal Jósafatsson, Katarina Borg, Sigrún Birna Gunnarsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SVANBERGSDÓTTIR, áður til heimilis á Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 25. júlí. Guðrún verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. ágúst kl. 11. . Gísli Ólafsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Óli Ólafsson, Sesselja Einarsdóttir, Hörður G. Ólafsson, Margrét Sigurðardóttir og fjölskyldur þeirra. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÓSKARSSON rafvélavirki, Breiðuvík 37, áður til heimilis á Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 28. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13. . Þóra Guðjónsdóttir, Hjördís Agnarsdóttir, Rannveig Agnarsdóttir, Ólafur Finnbogason, Tryggvi Agnarsson, Inga Jóna Ævarsdóttir, Brynja Agnarsdóttir, Guðfinnur Þór Newman, Lena Haraldsdóttir, Sveinn Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN G. FJELDSTED, Austurströnd 4, áður Veghúsastíg 1, lést fimmtudaginn 23. júlí. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. ágúst kl. 13. . Vigdís Fjeldsted, Óttar Snædal Guðmundsson, Margrét Fjeldsted, Sigrún Fjeldsted, Geirarður Geirarðsson, Anna Fjeldsted, Arnaldur Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.