Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Ef þú hleypur 10 kílómetra notarðu
jafnmikla orku og þarf til að hafa kveikt
á einum ljósastaur í átta klukkustundir
Samtökin 78 eru hagsmuna- og bar-
áttusamtök hinsegin fólks á Íslandi.
Markmið þeirra er að lesbíur,
hommar, tvíkynhneigðir, asexual,
pankynheigðir, intersex fólk, trans-
fólk og annað hinsegin fólk verði
sýnilegt og viðurkennt og njóti
fyllstu réttinda í íslensku samfélagi.
Hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar um þessi málefni á www.
samtokin78.is.
Á vettvangi samtakanna samein-
ast fólk um hugðarefni sín og áhuga-
mál í margskonar hópum. Starfs-
hópar eru formlega hluti af
Samtökunum 78, eins og Norður-
landshópurinn og ungliðahópurinn.
Þar er ungu fólki á aldrinum 14-20
ætlað að styrkja félagsleg tengsl sín
á milli og hittast vikulega.
Fræðslunefnd er til dæmis vett-
vangur áhugafólks um fræðslustarf
samtakanna og rannsóknir á mál-
efnum hinsegin fólks.
Áhugavert og fjölbreytt starf
Sýnileiki og viðurkenning
Morgunblaðið/Ómar
Laufey Rún Ketilsdóttir
laufey@mbl.is
Við viljum fjalla um jaðar-málefnin og stuðla aðdýpri fræðslu,“ segir Sig-urður Júlíus Guðmunds-
son, einn skipuleggjenda viðburðar-
ins „Nú skal hinsegja“ sem haldinn
verður næstkomandi mánudag, 3.
ágúst.
Er viðburðurinn haldinn utan
dagskrár á Hinsegin dögum sem
hefjast formlega daginn eftir og
bjóða upp á margvíslega fræðslu
fram að hápunkti daganna, gleði-
göngunni.
Nafn viðburðarins hefur vakið
mikla lukku enda hefur það augljósa
skírskotun til hins alíslenska og
skemmtilega lags „Nú skal segja“.
„Það hafa nokkrir haft orð á því við
Skilgreiningar skipti máli
en ekki í hugum annarra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jaðar Sigurður Júlíus er einn skipuleggjenda „Nú skal hinsegja“ þar sem
fjallað verður um hin ýmsu jaðarmálefni hinsegin fólks á fróðlegan hátt.
„Nú skal hinsegja“ er viðburður utan dagskrár hinsegin daga þar sem farið verð-
ur dýpra í jaðarmálefni hinsegin fólks. Réttindabarátta hinsegin fólks er í fullum
gangi en gæta þarf þess að nýir og minni hópar verði ekki fordómunum að bráð.