Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 80
ÚTIVIST og hreyfing80 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is L öng hefð er fyrir því að fjöl- skyldur komi saman í Vatna- skógi um verslunarmanna- helgina og eigi þar saman ánægjulega stund. Er svæðið allt undirlagt og gestir skemmta sér í mesta bróðerni, príla og sprellast í leiktækjum, fá lánaðan árabát og skella sér í litla ferð út á vatnið, eða slaka einfaldlega á í góða veðrinu með nestið sitt. Það er ekki að ástæðulausu að hátíðin er köll- uð Sæludagar. Ársæll Að- albergsson er framkvæmda- stjóri Vatnaskóg- ar. Hann segir Sæludaga hafa verið haldna í nú- verandi mynd allt frá árinu 1992 og margir þeirra sem heim- sóttu Vatnaskóg með foreldrum sín- um á þeim árum séu núna að koma með sín eigin börn. Heilu fjölskyld- urnar heimsæki svæðið ár eftir ár og vilja ómögulega missa af upplif- uninni og amdrúmsloftinu. „Yfirleitt koma um 1.000 manns á Sæludaga ár hvert en hef- ur farið upp í um 1.300 gesti þegar mest lét. Það fer mjög þægilega um þennan fjölda hér á svæðinu þó það geti farið að bera á bílastæðavanda- málum ef gestafjöldinn er nær efri mörkunum. Með góðu skipulagi gæti Vatnaskógur tekið við enn fleiri gestum en við erum mjög sátt við þessar tölur.“ Segir Ársæll unnið að því að stækka og bæta enn frekar tjald- stæðin svo betur fari um gestina. „Með hverju árinu fækkar í hópi þeirra sem koma með tjald með- ferðis en þeim fjölgar að sama skapi sem mæta með tjaldvagn eða felli- hýsi í eftirdragi sem kalla eðli máls- ins samkvæmt á meira pláss undir hvern gest.“ Leikir og fjör Vatnaskógur er mikill ævin- týraheimur og margir sem eiga verðmætar æskuminningar úr sum- arbúðunum sem þar eru starf- ræktar. Gestir sæludaga hafa að- gang að öllum þeim leiktækjum, áhöldum og byggingum sem á svæðinu eru og að auki er staðið fyrir vandaðri skemmtidagskrá alla helgina. Er miðstöð hátíðarinnar í íþróttahúsinu sem breytt er í stóran tónleikasal. Í ár er von á tónlistarfólki á borð við Pétur Ben, Friðrik Ómar og Regínu Ósk. Flutt verður leik- sýningin Hafdís og Klemmi og leyndardómar háaloftsins, haldnar kvöldvökur, söng- og hæfi- leikakeppnir, og staðið fyrir fræðslufundum. Þeir sem áhuga hafa geta sótt fjölskylduguðsþjón- ustu og sérstök dagskrá er skipu- lögð fyrir unglingana svo þeim ætti ekki að leiðast eitt augnablik. „Á fimmtudeginum eru öll leik- tæki opin, bátar á vatninu og hoppukastalarnir uppblásnir. Sjálf skemmtidagskráin hefst svo á föstudeginum. Ungir sem aldnir geta spreytt sig á íþróttum af ýms- um toga og Sæludagsleikarnir eru fastur liður í prógramminu,“ segir Ársæll og bætir við að allir aldurs- hópar eigi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Aðstaðan er fjarska góð og liggur við að fólk þurfi ekki að koma með neitt meira en góða skapið. „Sumir eru jafnvel bara á svæðinu yfir daginn en aka svo aft- ur til höfuðborgarsvæðisins á kvöld- in enda ekki nema um 45 mínútna akstur aðra leið. Á Sæludögum starfrækjum við veitingastað þar sem kaupa má ljúffenga rétti á hag- stæðu verði og eins er Café Lindar- rjóður sem er kaffihús staðarins þar sem slaka má á með heitan bolla og kökusneið eða samloku.“ Á tjaldsvæðunum er góður að- gangur að vatni og rafmagni og dugar ekkert minna nú þegar ekki kemur til greina að láta hleðsluna á snjallsímanum klárast. Ársæll bendir þó á að Vatnaskógur sé ekki svo vel tengdur að börn og full- orðnir geti verið með nefið við snjallsímaskjáinn alla helgina. „Netsambandið er ágætt niðri við vatnið en getur verið takmarkað á öðrum stöðum.“ Fræðsludagskráin endur- speglar vel áherslur Sæludaga. Samkoman er með öllu vímu- efnalaus og áherslan á að fjöl- skyldan eigi heilbrigða og gefandi samverustund. „Efni fræðslu- fundanna er þannig að bæði þeir ungu og þeir sem eldri eru ættu að hafa áhuga á að hlusta. Er t.d. fjallað um uppeldi, samband feðra við börnin sín, hvernig einstakling- urinn á að horfa á sjálfan sig, hvernig við getum vaxið í því sem við fáumst við í lífinu, og lifað lífinu vel og fallega,“ útskýrir Ársæll. Sterkari fjölskyldubönd Selt er inn á svæðið við hliðið og einnig hægt að kaupa miða á skrifstofu KFUM og KFUK. Eru vitaskuld allir velkomnir á Sælu- daga og bendir Ársæll á að miða- verðið þyki nokkuð hófstillt miðað við margar aðrar samkomur helg- arinnar. Veitir hátíðargjaldið ókeypis aðgang að öllum leik- tækjum og skemmtunum. Lýsir Ársæll andrúmsloftinu sem afslöppuðu og öruggu. Fjöl- skyldurnar komi sér vel fyrir, blandi geði við nágranna sína á tjaldstæðinu og eignist nýja vini. Oft hafa foreldrarnir það huggulegt í tjaldinu eða tjaldvagninum og leyfa börnunum að valsa um svæðið og fá útrás í leiktækjunum. „Hér líður fólki vel og finnur vel að Vatnaskógur er öruggur staður. Það er ekkert vesen á neinum og okkar fólk er á stöðugri ferð um svæðið til að tryggja að allt sé í sóma.“ Afslöppuð og áhyggjulaus í Vatnaskógi  Sæludagar í Vatnaskógi hafa verið haldnir í núverandi mynd frá árinu 1992  Enginn skortur er á leiktækjum, vatn og rafmagn á öllum tjaldsvæðum og varla að gestir þurfi að koma með meira meðferðis en góða skapið Upplifun Íþróttahúsinu er breytt í stóran samkomusal þar sem haldnir eru tónleikar og leiksýningar, fyrirlestrar og hæfileikakeppnir. Ársæll Aðalbergsson Áskorun Íþróttastarf og þrautir bíða þeirra sem vilja spreyta sig. Skopp Leiktækin eru af öllum toga og eitthvað í boði fyrir alla aldurshópa á Sæludögum. Kátína Það er auðvelt að eignast nýja vini í Vatnaskógi og ævintýrin við hvert fótmál. Morgunblaðið/RAX Allir fjölskyldumeðlimir, meira að segja þeir fjórfættu, eru vel- komnir á Sæludaga. Segir Ár- sæll að hundar séu á ábyrgð eigenda sinna og verði hver og einn að meta hvort seppi á er- indi á hátíðina eða yrði ham- ingjusamari í pössun í bænum. „Hundar mega þó ekki fara inn í húsin og þurfa eigendur að hafa góðar gætur á hundum sínum. Hefur hundahaldið ekki verið til neinna vandræða og fylgja þeir eigendum sínum við hvert fót- spor og hafa gaman af mannlíf- inu.“ Fjórfættir gestir velkomnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.