Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 78
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ að hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Útilífs að áhugi landans á útivist og íþróttum hefur aukist mjög. Helgi Benediktsson er vöru- stjóri útivistar hjá Útilífi og segir hann að núna virðist sem að salan sé farin að ná jafnvægi eftir mik- inn vöxt á undanförnum árum. Það hjálpi til við að halda jafnvægi í rekstrinum að þegar hægir á sölu á útivistarvörum virðist sem sala á íþróttavörum aukist, og öfugt, og komi því ekki að sök þó að seljist ögn færri gönguskór og úlpur á þessu ári en því síðasta. Hann segir að mögulega sé markaðurinn að mettast og Íslend- ingar upp til hópa búnir að koma sér upp góðu safni af útivistarfatn- aði og -vörum, en svo geti líka ver- ið að veðrið sé að setja strik í reikninginn. „Veðurlagið í sumar hefur verið að stríða okkur, kalt er uppi á hálendi og ófærð svo að ekki hefur verið hægt að komast á marga vinsæla ferðastaði.“ Reyna meira á sig Undirstöðuvörurnar seljast vitaskuld best. Áður en haldið er af stað í útilegu þarf að fjárfesta í vönduðum skóm, fatnaði við hæfi, bakpoka, svefnpoka og tjaldi. Helgi segir ekki óalgengt að fólk reyni að velja fatnað sem henti margskonar útivist og dugi hvort heldur í göngu upp á jökla eða í fjallahjóla- ferð. „Við sjáum að áherslurnar í útivistinni eru að breytast ögn í þá átt að fólk er að reyna meira á sig í ferðunum og fer hraðar yfir, og er náttúruhlaup ört vaxandi sport. Þarf þá skóbúnað og fatnað sem er þeim mun léttari, heftir ekki hreyf- ingu og gerir ráð fyrir meiri átök- um.“ Þá segir Helgi að minna sé um að hin dæmigerða vísitölu- fjölskylda fjárfesti í tjaldi fyrir úti- leguna. Þess í stað velji fólk með börn að ferðast um landið með tjaldvagn eða fellihýsi í eftirdragi. „Þeir sem velja að gista í tjöld- unum vilja þá vera nær náttúrunni og eru að leita að mjög léttu og meðfærilegu tjaldi sem auðvelt er að festa við bakpokann og bera með sér á staði sem eru utan al- faraleiðar.“ Gaman er að sjá þær framfar- ir sem orðið hafa á útivistarbúnaði. Tjöldin eru einmitt gott dæmi um hvernig tækniframfarir hafa skilað léttari og betri vöru. „Léttustu tjöldini í dag eru innan við 2 kg að þyngd en ekki þarf að leita langt aftur til að finna tíma þar sem var erfitt að finna tjöld sem voru létt- ari en 3,5 kg,“ útskýrir Helgi. „Fæst þetta með því að nota þynnri efni sem eru jafnframt sterkari. Með því að velja léttustu tjöldin er fólk þó stundum að fórna vatnsvörninni að einhverju marki.“ Svefnpokarnir virðast líka verða fullkomnari með hverju árinu. Helgi segir að verð á dúni hafi hækkað og framleiðendur því tvíeflst í tilraunum sínum við að þróa betri gerviefni sem veita góða einangrun. „Dúnninn er ennþá besti kosturinn; léttastur, og pak- kast vel. Trefjapokarnir eru samt orðnir mjög fínir og léttir.“ Gott að sofa á góðri dýnu Framleiðendur hafa líka þróað nýjar uppblásanlegar dýnur sem Helgi segir að séu mun betri en eldri tegundir. „Er þá svampur inni í dýnunni svo að hún nánast blæs sig upp sjálf. Þarf bara tvö eða þrjú púst í viðbót. Mest munar samt um hvað nýju dýnurnar ein- angra vel. Gömlu vindsængurnar einangruðu varla nokkuð og gat verið ískalt að liggja á þeim.“ Prímusarnir hafa líka batnað til muna og eru orðnir nettari og léttari. „Þeir þola meiri vind og eru oft sambyggðir við potta og önnur ílát sem pakkast vel og taka mjög lítið pláss í bakpokanum.“ Þrátt fyrir tækniframfarirnar standa margar gamlar og góðar útivistarvörur enn fyrir sínu. Bendir Helgi á að þrátt fyrir GPS- tæknina og snjallsímana megi t.d. ekki gleyma að hafa áttavita og hefðbundið kort með í för. „Sím- tækin og GPS-tækin eru ekki endi- lega mjög nákvæm þegar komið er í óbyggðir og bleyta og hnjask get- ur skemmt þessi tæki, eða raf- hlaðan tæmst. Áttavitinn ætti því alltaf að vera með í för.“ Morgunblaðið/Eggert Þægindi „Gömlu vindsængurnar einangruðu varla nokkuð og gat verið ís- kalt að liggja á þeim,“ segir Helgi um breytingarnar á allra síðustu árum. Úti Helgi segir að hin dæmigerða vísitölufjölskylda velji í dag að sofa í tjaldvagni frekar en tjaldi. Eru tjöldin frekar notuð af þeim sem vilja komast nær náttúrunni. Framleiðendur útivistarvarn- ings eru stöðugt að bæta hjá sér vörurnar svo þær taka minna pláss, þola betur veður og vind og auka þægindi ferðafólksins. Prímusarnir afkasta meiru og svefnpokarnir pakkast betur. Allt verður léttara og sterkara  Það munar um hvert kíló þegar haldið er af stað í göngu eða í hlaupaferðir um óbyggðir landsins  Þrátt fyrir snjallsímana og GPS-tækin standa áttavitinn og pappírskortið enn fyrir sínu. Rafhlöðurnar geta jú alltaf klárast 78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015 Mikilvægt er að hugsa vel um útivistarfatnaðinn, halda honum hreinum og bera á hreinsandi og nærandi efni eins og þarf. Helgi segir að hreinsi- og næring- arblöndurnar verði að taka mið af þeim efnum sem notuð eru í hverja flík. „Leður er enn eitt besta efnið til að nota í gönguskó en getur þornað upp og sprungur tekið að myndast ef ekki er hugsað vel um þá. Gerviefnin geta líka þurft reglulega húðun með verndandi efnum.“ Leggur Helgi m.a. áherslu á að ekki megi bera hefðbundna leð- urfeiti á leðurskó sem eru með Gore-Tex undirlagi. Við það geti límið sem festir saman ólík lög skósins farið að losna. „Fyrir skó af þessu tagi seljum við sérstakt efni úr býflugnavaxi sem verndar leðrið án þess að hafa áhrif á límið. Þá eru til efni sem úðað er á ytri flíkur sem veita aukna vatnsvörn án þess að skemma fyrir útöndun.“ Þarf að nota sérhæfð þvottaefni þegar dúnúlpur og dúnsvefnpokar fara í vélina. Segir Helgi að í dúninum sé náttúruleg fita sem venjulegar sáp- ur geti leyst upp og þannig rýrt eiginleika dúnsins. „Gore-Tex flíkur þarf líka að þvo með sér- stökum efnum sem viðhalda vatnsvörninni og mynda þunna filmu sem perlar af.“ Á undanförnum árum hefur undirfatnaður úr hátækni- gerviefnum slegið í gegn. Er um að ræða mjög léttan fatnað sem hefur góða eiginleika hvað varð- ar það að halda hita á lík- amanum og færa svitann frá húðinni. Helgi segir að þennan fatnað verði líka að þvo með sérstakri sápu því annars sé hætt við að fari að bera á óskemmtilegri lykt eftir mikla notkun. „Efnið í þessum flíkum hefur oft verið blandað með silf- ur- eða koparögnum sem halda örverum og ólykt í skefjum en þessar agnir skolast burt við venjulegan þvott og lykt- arvörnin með þeim. Þó má segja að merino- ullarnærfötin standi alltaf fyrir sínu þegar farið er til fjalla.“ Nota þarf sérstök efni til að þvo og næra ÚTIVIST og hreyfing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.