Morgunblaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 71
71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 2015
Sælkerasinnep Svövu
Hér er á ferðinni merkileg vara
framleidd af merkilegri konu. Há-
gæða sinnep getur gert svo mikið
fyrir jafnt einfalda og flókna rétti. Af
hverju ekki að hressa upp á pyls-
urnar með fyrsta flokks sinnepi?
Eða kannski kaupa nokkra bita af
reyktum laxi og skreyta með ögn af
sinnepi? Sinnepið getur gefið grill-
matnum aukið fútt, eða einfaldlega
verið skammtað í skeiðavís á disk-
inn.
Sælkerasinnep Svövu má finna í
Búrinu, Melabúðinni, Frú Laugu, og
víðar. Ef krukkan klárast í miðju
ferðalagi má kaupa nýja hjá Fisk
Kompaní á Akureyri.
Egils Mix
Óhætt er að kalla Mixið sumar-
drykk Íslendinga. Létt ávaxtabragð-
ið á svo vel við á sólríkum sumar-
dögum. Hvergi í heiminum virðist
hægt að finna annan eins drykk og
segir það mikið um mikilvægi Mix-
ins að almenningur hefur brugðist
ókvæða við þegar Ölgerðin hefur
reynt að gera breytingar á upp-
skriftinni.
Coolest Cooler
Þessi stórmerkilegi drykkjakælir
sló öll met á Kickstarter. Hönnunin
er skemmtilega smart en það er
notagildið sem gefur Coolest Cooler
forskot á samkeppnina. Er þannig
blandari innbyggður í lokið, USB-
tengi til að hlaða snjalltækin, blá-
tannahátalari innbyggður, sem og
flöskuopnari, diskar, tappatogari og
meira að segja díóðulýsing að innan
svo að sést vel hversu mikið er eftir
af drykkjunum þó tekið sé að
rökkva. Verður þó kælirinn ekki fá-
anlegur fyrr en næsta sumar en tek-
ið er við pöntunum á Coolest.com
Quadski XL
Það getur orðið leiðinlegt til
lengdar að sleikja sólina úti á túni,
hlustandi á útvarpsleikritið eða
blaðandi í nýjustu spennusögunni.
Er þá gaman að geta komið adr-
enalíninu aftur af stað.
Quadski XL er leikfang fyrir þá
sem vilja helst ekki láta neitt stoppa
sig, og lenda í ævintýrum jafnt úti á
vatni sem á þurru landi.
Eins og glöggir lesendur sjá á
myndinni er um að ræða græju sem
blandar saman eiginleikum fjórhjóls
og sjósleða. Er hægt að spana um
sanda og ófærur eina stundina og
svo þeysast eftir vatninu með gusu-
gangi þá næstu. Nánar má fræðast
um þessi farartæki á vef framleið-
andans, www.gibbssports.com.